bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Hvernig dekk eruð þið með undir bílnum hjá ykkur yfir vetrar
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=9162
Page 1 of 4

Author:  Nökkvi [ Wed 02. Feb 2005 16:41 ]
Post subject:  Hvernig dekk eruð þið með undir bílnum hjá ykkur yfir vetrar

Ég keyri aðallega um í Reykjavík og er því á ónegldum vetrardekkjum. Ég skrepp hins vegar stundum út fyrir bæinn og sakna þá smá að vera ekki með nagla. En ég myndi samt ekki vilja keyra alla daga hérna á malbikinu á nöglum. Hvernig er staðan hjá ykkur?

Author:  gunnar [ Wed 02. Feb 2005 16:41 ]
Post subject: 

Naglar því miður. Þar sem þeir fylgdu með bílnum :?

Author:  jens [ Wed 02. Feb 2005 16:45 ]
Post subject: 

Heilsársdekk hér og í fyrsta sinn og er mjög ánægður.
EN ég er á Akranesi og fer ekki mikið á veturnar annað
en til Reykjavíkur svo það er ekki alveg að marka, ef ég
væri að fara til Ísafjarðar á veturnar myndi ekki þýða að
bjóða mér annað en nagla.

Author:  bebecar [ Wed 02. Feb 2005 17:05 ]
Post subject: 

Ég er á sumardekkjum enda á ég bágt með að sjá hvað ég á að gera við vetrardekk hér - þeir salta eins og þeir eigi lífið að leysa þegar það spáir frosti!

Author:  Chrome [ Wed 02. Feb 2005 18:00 ]
Post subject: 

Ég er alltaf á nöglum á veturnar sama hvar ég er staðsettur :) treysti ekki öðru :roll: betra að hafa þá og þarfnast þeirra ekki heldur en að hafa þá ekki og þarfnast þeirra ;)

Author:  bjahja [ Wed 02. Feb 2005 18:03 ]
Post subject: 

Ónegld michelin vetrardekk, mikroskorinn og eithvað. Hef einusinni lent í veseni og það var í innkeyrslunni minni. Er mjög sáttur við þau :D

Author:  Bjarkih [ Wed 02. Feb 2005 18:57 ]
Post subject: 

Einhver ónegld ódýr sænsk vetrardekk, ef ég væri "heima" á Akureyri væru það hinsvegar naglar.

Author:  Gunni [ Wed 02. Feb 2005 19:47 ]
Post subject: 

Ég er á ónegldum dekkjum, nota ekki nagla.

Mér finnst það svo mikill kjánaskapur að segja: naglar ég treysti engu öðru. NAGLADEKK ERU FALSKT ÖRYGGI Í BÆJARUMFERÐ!!!

Fólk hefur þá lensku að setja bara nagladekk á bílinn og keyra svo alveg eins og það sé sumar!

Ég skora á þá sem halda að þeir þurfi nagladekk að prófa ónegld dekk. Þá erum við líka ekki að tala um eitthvað drasl heldur ónegld GÓÐ vetrardekk. Þau virka mjög vel við allar aðstæður, og miklu betur en naglar í þurru og bleytu. Svo tæta þau ekki upp malbikið og skíta allt út !!

Author:  Haffi [ Wed 02. Feb 2005 19:51 ]
Post subject: 

NAGLAR FOR TEHHH WIN !!

Author:  bebecar [ Wed 02. Feb 2005 19:54 ]
Post subject: 

Haffi wrote:
NAGLAR FOR TEHHH WIN !!


Tough guys don't dance.... tough guys don't drive on spiked tires 8)

en ég er auðvitað skitsó, dansa en keyri sko ekki á nöglum [-X

Author:  Twincam [ Wed 02. Feb 2005 20:11 ]
Post subject: 

ég er óthekkur :angel: med nagla ad framan og ónegld vetrar ad aftan... en eins og flestir vita, thá er thad med øllu óleyfilegt. :-$

en thar sem bíllinn stendur bara inni í skúr og ég ad dandalast í Køben... thá breytir thad víst ekki miklu lengur..


en venjulega vel ég ad hafa bara naglalaus vetrardekk.. jafnvel heilsárs :woo:

Author:  Chrome [ Wed 02. Feb 2005 20:15 ]
Post subject: 

hehe reyndar var ég ónegldur að aftan í framdrifsnbílunum ;) af einhverjum ástæðum :whistle: en annars er það alveg 100% löglegt það þurfa bara að vera eins dekk á sama öxli ;)

Author:  Kull [ Wed 02. Feb 2005 20:37 ]
Post subject: 

Chrome wrote:
hehe reyndar var ég ónegldur að aftan í framdrifsnbílunum ;) af einhverjum ástæðum :whistle: en annars er það alveg 100% löglegt það þurfa bara að vera eins dekk á sama öxli ;)


Nei, þurfa að vera öll með nagla eða öll naglalaus.

Author:  Chrome [ Wed 02. Feb 2005 20:40 ]
Post subject: 

ekki samkvæmt skoðunarmanninum á Egs ;)

Author:  Bjarki [ Wed 02. Feb 2005 21:09 ]
Post subject: 

Ég nota alltaf ónegld dekk og ef þau eru gömul eða léleg þá er ég með dekkjahreinsi í skottinu og jafnvel skóflu.

Svo nota ég bara keðjur.....


...nei reyndar ekki en næst þegar ég fer til þýskalands þá ætla ég að kaupa mér keðjur. Það halda allir að keðjur séu eins og þær voru árið 1970 en þær eru notaðar í Evrópu og hafa þróast eins og allt annað. Veit ekki hvernig þetta á eftir að koma út en þetta er frekar gömul hugmynd að hjá mér að prófa keðjur 21. aldarinnar við íslenskar aðstæður.
Hefur e-r prófað (nútíma)keðjur?

Page 1 of 4 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/