bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Varahlutir í Þýskalandi??
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=891
Page 1 of 1

Author:  Þórður Helgason [ Sun 23. Feb 2003 10:02 ]
Post subject:  Varahlutir í Þýskalandi??

Við hvern í Þýskalandi er best að hafa samband til þess að fá varahluti,
s.s. dempara og etv. fleira senda á hótelið mitt, ég verð þar í nokkra daga um miðjan mars?

Ef þið hafið reynslu í þessu, vinsamlega liggið ekki á henni.

:idea:

Author:  Þórður Helgason [ Tue 25. Feb 2003 20:45 ]
Post subject:  Hissastur!

Getur það verið að enginn hér hafi farið til fyrirheitna landsins og náð sér í varahluti í vagninn....?


Ég verð í Þýskalandi eftir 2 vikur og þarf helst að koma þessu í verk í vikunni.


Engir sem getur ráðið mér heilt, ég verð í Nürnberg í nokkra daga.

Jæja, ég ligg þá bara á netinu í nokkur kvöld og finn þetta, en datt í hug að vera ekki að finna upp hjólið ...... aftur.

Kveðjur úr sólinni fyrir norðan.

Author:  Bjarki [ Tue 25. Feb 2003 22:11 ]
Post subject: 

Lítt kannaðar síður, hef verið að leita að svona góðum síðum í Þýskalandi en án fullnægjandi árangurs.
http://www.autoteile-info.de/
http://www.autoteile-shopping.de/default.asp
http://www.duwrepair.de/

Author:  gstuning [ Wed 26. Feb 2003 00:38 ]
Post subject: 

Hringdu bara í BMW umboðið í þeim bæ,

mikið ódýrrara en á íslandi en sömu góðu partarnir
umþað bil 50% ódýrrara en hérna, ekki allt en margt,

Vonandi kanntu þýsku eða þeir tala ensku
Ég myndi gera þetta bara,

Author:  saemi [ Wed 26. Feb 2003 01:02 ]
Post subject: 

Blessaður Þórður.

Ég hef ekki verslað í "aftermarket" fyrirtækjum í Þýskalandi og get því lítið hjálpað þér. Ég hef verið að spá í þessu sama og þú, en hef alltaf átt erfitt með að finna fyrirtæki sem hafa það sem mig vantar.

Þjóðverjar hafa verið frekar lítið inni á netinu að mér sýnist, með svona dótarí sem mann vantar, eins og dempara, bremsur og soleiz. Það virðist vera að þeir not bara svona "bílanausts" búðir sem þá bara panta hlutina fyrir þá.

Þetta fer svolítið eftir því hvað þig vantar, en sumt er ágætt að versla bara í umboðinu. Þá er um að gera að fara strax til þeirra svo þeir geti pantað þetta inn og fengið til sín á meðan þú ert þarna úti.

Ég kannast við formann bmwE23.de , 7-línu klúbbsins úti í Þýskalandi (fór á samkomu hjá þeim fyrir 2 vikum) og ef þú skrifar þýsku getur þú bara spurt hana beint að þessu, hún getur örugglega gefið þér góð ráð. Ég bara nenni ekki að þýða fyrir þig :roll:

Með kveðju úr rigningunni og myrkrinu,
Sæmi

Author:  ///MR HUNG [ Wed 26. Feb 2003 01:57 ]
Post subject:  varahlutir

ég var þarna um daginn og verslaði helling í umboðinu,það er oftast rúmlega 50% ódýrara og oft vel það og ef það var ekki til þá kom það daginn eftir og ekkert vesen bara vera með vin númerið með þér 8)

Author:  Þórður Helgason [ Wed 26. Feb 2003 15:09 ]
Post subject: 

Takk strákar, ég vinn úr þessu.

Ég hélt að þetta væri þægilegast á netinu, en

gamli góði síminn er reyndar vanmetinn á okkar dögum

í svona milliríkjaviðskiptum.

"Guten tag, meir herr, Ich brauche nokkrez BiEmmWi varahlutz for my Æslandikk alte auto....."

Þetta virkar örugglega.

Hrikalegt að þurfa að hanga inni núna.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/