bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Er Svezel búinn að selja bimman sinn?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=887
Page 1 of 2

Author:  hlynurst [ Sat 22. Feb 2003 17:00 ]
Post subject:  Er Svezel búinn að selja bimman sinn?

Mér sýndist hann póst á L2C síðunni og í undirskriftinni stendur að 520 bíllinn sé seldur??? Og Renault Clio Sport 172 keyptur í staðinn... reyndar sprækari bíll en...

Author:  bjahja [ Sat 22. Feb 2003 17:45 ]
Post subject: 

Já hann er seldur. Það segir hann allavegana á hugi.is/bilar.
Fór hann yfir í Renault, skamm skamm.

Author:  Halli [ Sat 22. Feb 2003 17:56 ]
Post subject: 

það eru nú ekki góð skipti :(

Author:  hlynurst [ Sat 22. Feb 2003 18:33 ]
Post subject: 

Það er spurning... ég held að bimminn hafi nú verið töluvert meiri klassabíll en ég held hinsvegar að þessu Renault sé mjög skemmtilegur í akstri hér í borginni.

Author:  siggiii [ Sat 22. Feb 2003 19:14 ]
Post subject: 

Þetta hlítur að vera millibils ástand.

Author:  Svezel [ Sat 22. Feb 2003 19:33 ]
Post subject: 

Já ég er búinn að svíkja lit :oops:

Bimminn fór að taka upp á því að bila og var því orðinn full dýr í rekstri fyrir mig þannig að ég skipti. Ég prófaði Clioinn,leist vel á og skipti.

Ég er samt engan veginn búinn að snúa bakinu við BMW, langt í frá. Þetta er bara svona rétt á meðan maður er að klára skólann og svona. Fæ mér rosa bimma þegar ég er búinn að klára námið, ég lofa :wink:

Draumabílarnir er ennþá allir bimmar þannig að ég er ekkert alveg búinn að missa vitið 8)

Author:  Halli [ Sat 22. Feb 2003 19:56 ]
Post subject: 

það er gott að heyra til hamingju með nýja
bílinn :lol:

Author:  siggiii [ Sat 22. Feb 2003 21:09 ]
Post subject: 

Já hvað sagði ég .

Author:  hlynurst [ Sun 23. Feb 2003 13:59 ]
Post subject: 

Maður var byrjaður að hafa áhyggjur af þér.... :wink:

Author:  Bjarki [ Sun 23. Feb 2003 15:30 ]
Post subject: 

Hvað fékkstu fyrir bílinn?

Author:  Svezel [ Sun 23. Feb 2003 16:44 ]
Post subject: 

Það var eitthvað rosa mix í gangi þannig að verðið er ekki alveg á hreinu.

Author:  íbbi [ Sun 23. Feb 2003 18:39 ]
Post subject: 

alveg eins og með mig.. mínir draumabílar eru bmw-ar en ég bara hef ekki efni á þeim bimmum sem ég vil þannig ég bíð þá bara...

Author:  arnib [ Sun 23. Feb 2003 22:48 ]
Post subject: 

Ég verð nú bara að segja að Clioinn þinn er GEÐVEIKUR! :)

Author:  Svezel [ Sun 23. Feb 2003 22:52 ]
Post subject: 

Takk fyrir það :D

Ég verð að bjóða þér í bíltúr

Author:  arnib [ Sun 23. Feb 2003 22:54 ]
Post subject: 

Veistu ég held að ég muni rukka þig um það við tækifæri!
Tveir lítrar og 172 hestöfl í svona litlum bíl!
Sweet!

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/