bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

AMuS Heft 1 – BMW M6
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=8858
Page 1 of 2

Author:  Nökkvi [ Tue 11. Jan 2005 20:20 ]
Post subject:  AMuS Heft 1 – BMW M6

Eitthvað vantar, já það eru þokuljósin. Ástæðan er undir húddinu. Vélin úr M5, V10 og 507 hö. Án forþjöppu eða blásara. Til þess að vélin fái nóga kælingu er ekki pláss fyrir þokuljósin. Undir bílnum eru 19” felgur og stórir bremsudiskar. Undirvagninn er sléttur og þakið er úr karbon, sem sést. Að hafa karbon í þakinu sparar 4,5 kg. Annað þyngdarsparandi í bílnum er sérstaklega þunn afturrúða, hurðir o.fl. úr áli og skottlok o.fl. úr gerviefnum. Þrátt fyrir þetta er M6 1.785 kg og er þar með þyngri en M5. Sama skiptingin er í M6 og M5, sjö þrepa SMG. Bestu störtin fást með launch control og þá er hröðunin 4,6 sek.

Helstu tæknilegar upplýsingar:
Vélarstærð (cm3):...4.999
Afl (kW (hö)):.........373 (507)
Tog (Nm (við sn.)):.520 (6.100)
Þyngd (kg):.............1.785
0-100 km/klst. (s)....4,6
Eyðsla (l/100 km):...14,8

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image

Author:  BlitZ3r [ Wed 12. Jan 2005 09:36 ]
Post subject: 

þarft ekkert að vera cool mað þokuljós á.. maður er alltaf cool í svona bíl 8)

Author:  fart [ Wed 12. Jan 2005 09:43 ]
Post subject: 

Quote:
Að hafa karbon í þakinu sparar 4,5 kg.


Djöfull er þetta komið út í ruglið, hvað ætli svona toppur kosti aukalega? Væri ekki nær að gefa með líkamsræktarkort og nokkra kassa af próteindufti og láta meðal manninn taka af sér svona eins og 10kg. Eða ráðleggja ökumönnum að laxera fyrir bíltúr, og drekka ekki mikin vökva fyrir rúnt.

Þeir gætu líka sleppt geislaspilaramagasíninu og haft bara I-pod mini slot og sparað þar nokkur kíló.

Hvað ætli muni um þessi 4.5kg í performance? Close to nothing?

Reyndar hafa 4.5kg meira að segja þarna heldur en í skottinu því að roll ætti að minnka eitthvað, en coooommmoon...

Author:  gunnar [ Wed 12. Jan 2005 10:04 ]
Post subject: 

Carbon þak er nátturulega soldið elite, en hálf pointless engu að síður.... (Veit að GSTuning á eftir að koma með mótrök :wink: )

En segið mér eitt, hvernig stendur á því að þessi bíll er þyngri en 4 dyra E60 M5 ? :shock:

Author:  fart [ Wed 12. Jan 2005 10:05 ]
Post subject: 

er sexa ekki á stærð við sjöu?

Author:  gunnar [ Wed 12. Jan 2005 10:06 ]
Post subject: 

fart wrote:
er sexa ekki á stærð við sjöu?


Er það ss ástæðan? lengri ? :oops:

Author:  fart [ Wed 12. Jan 2005 10:07 ]
Post subject: 

Ég hef ekki hugmynd, er bara að fiska. ég ætla að skoða specs á ytra rými.

Author:  hlynurst [ Wed 12. Jan 2005 10:07 ]
Post subject: 

Carbon þakið er til að lækka þyngdapunkt bílsins. Þegar tekið er þessi 4,5kg af toppnum þá munar það.

Author:  fart [ Wed 12. Jan 2005 10:14 ]
Post subject: 

Image

vs

E60
Length 4841 mm / 190.6 in
Width 1846 mm / 72.7 in
Height Not Available
Wheelbase 2889 mm / 113.7 in
Weight 1755 kg / 3869 lbs
Front / Rear Track F 1580 mm / 62.2 in
R 1566 mm / 61.7 in

Author:  gstuning [ Wed 12. Jan 2005 10:26 ]
Post subject: 

fart wrote:
Image

vs

E60
Length 4841 mm / 190.6 in
Width 1846 mm / 72.7 in
Height Not Available
Wheelbase 2889 mm / 113.7 in
Weight 1755 kg / 3869 lbs
Front / Rear Track F 1580 mm / 62.2 in
R 1566 mm / 61.7 in


Carbon í toppinn getur ekki bara verið uppá að létta

Þar sem að carbon er miklu sterkara en stál við álag eins og þarna þá eykur þetta heildar stífleikann í boddýinu

Author:  bjahja [ Wed 12. Jan 2005 11:14 ]
Post subject: 

Og síðan er bara svo ógeðselga svalt að vera með carbon þak :lol: :lol:
En þessi bílll maður, úffffffff :drool:

Author:  oskard [ Wed 12. Jan 2005 11:45 ]
Post subject: 

í að létta bíla er lang best að létta toppinn til að færa þyngdarpunkt bílsins
neðar, sama með að carbon er sterkara en stál og því gefur það minna
eftir undir álagi,,,, en svo er alltaf spurning hvernig carbonið er fest við
restina af bílnum og hvor hann verði ekki bara veikar í samskeitunum
í staðin :roll:

Author:  Logi [ Wed 12. Jan 2005 14:25 ]
Post subject: 

gunnar wrote:
En segið mér eitt, hvernig stendur á því að þessi bíll er þyngri en 4 dyra E60 M5 ? :shock:

Samkvæmt þessum upplýsingum hér að ofan er M6 1.785 kg.

Samkvæmt opinberum upplýsingum frá BMW er M5 1.830 kg.

Author:  Nökkvi [ Wed 12. Jan 2005 15:14 ]
Post subject: 

Logi wrote:
Samkvæmt þessum upplýsingum hér að ofan er M6 1.785 kg.

Samkvæmt opinberum upplýsingum frá BMW er M5 1.830 kg.

Rétt hjá þér Logi. Auto Motor und Sport fer þarna greinilega með rangt mál. 1.785 kg er bara nokkuð vel sloppið fyrir þetta stóran bíl.

Author:  jth [ Thu 13. Jan 2005 21:40 ]
Post subject: 

Frábær samantekt hjá Nökkva, kudos!

M6 er geðveikur - punktur!

Engu að síður er ég forvitinn - hvar bætast öll þessi kíló á M útgáfuna?
Á bmw.de fann ég ekkert um þyngd 645ci, en á http://www.bmwusa.com/vehicles/6/645CiCoupe/techdata.htm er hægt að sjá að ameríska útgáfan er 1722kg (3792 lbs).

Þarna munar 60 kg, helstu hlutir sem mér detta í hug að skipti máli með þyngd eru:
    V10 vélin
    Stærri en jafnframt eðlisléttari felgur
    Léttari gírkassi (SMG er heilum 5kg léttari en sjálfskiptingin ;) )
    Carbon þak


Er V10 vélin, ///M drifið og allt hitt ///M klabbið (spoilerkitt etc etc) svona ferlega þungt?

Reyndar þegar ég skrifa þetta þá rek ég augun í þessa tölu, þ.e.a.s. 60kg. Gæti þessi þyngdarmunur sem ég tala um einfaldlega verið munur á mælingum, þ.e.a.s. að evrópa reikni með þyngd ökumanns en ameríka ekki?

Veit einhver þyngd 645ci í evrópu?

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/