bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
BMW 1 Series https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=8798 |
Page 1 of 3 |
Author: | Jón Þór [ Sat 08. Jan 2005 20:30 ] |
Post subject: | BMW 1 Series |
Vildi aðeins heyra hvað þið meðlimir hefðuð að segja um BMW 1 línuna. (120i) |
Author: | Kristjan [ Sat 08. Jan 2005 23:30 ] |
Post subject: | |
Ég er að fíla útlitið, hef ekki ekið honum sjálfur en stefni á reynsluakstur sem fyrst. |
Author: | Logi [ Sat 08. Jan 2005 23:43 ] |
Post subject: | |
Tvímælalaust mest áhugaverði bíllinn í þessum flokki að mínu mati.... Ótrúlega skemmtilegir aksturseiginleikar og flott útlit ![]() |
Author: | Kull [ Sun 09. Jan 2005 00:29 ] |
Post subject: | |
Ég hugsa að 120d verði alveg málið, verst bara hvað verðið er hátt. |
Author: | Eggert [ Sun 09. Jan 2005 00:46 ] |
Post subject: | |
Fyrir mitt álit þá vill ég aðeins segja(þrátt fyrir að ég sé BMWfan) að þú getur keypt þér skemmtilegri og öflugri bíl fyrir minni pening. |
Author: | Joolli [ Sun 09. Jan 2005 00:56 ] |
Post subject: | |
Ég er alls ekki hrifinn af þessum bíl. Hata Bangle og það er ekkert pláss í þessu. Algjörlega út í hött hvað er lítið pláss, það er eins og þetta hafi verið hannað fyrir dverga og kínverja. Ég gæti aldrei setið lengur en 10 mínútur í aftursætinu jafnvel þó framsætið væri í fremstu stöðu. Og rökin fyrir þessu litla plássi eru alls ekki að gera sig að mínu mati. Ungt par með börn? What the hell is that? ![]() |
Author: | bjahja [ Sun 09. Jan 2005 04:33 ] |
Post subject: | |
Joolli wrote: Ég er alls ekki hrifinn af þessum bíl. Hata Bangle og það er ekkert pláss í þessu. Algjörlega út í hött hvað er lítið pláss, það er eins og þetta hafi verið hannað fyrir dverga og kínverja. Ég gæti aldrei setið lengur en 10 mínútur í aftursætinu jafnvel þó framsætið væri í fremstu stöðu. Og rökin fyrir þessu litla plássi eru alls ekki að gera sig að mínu mati. Ungt par með börn? What the hell is that?
![]() Ástæðan fyrir litla plássinu afturí er af því bílinn er afturhjóladrifinn og vélinn þarf þar af leiðandi að snúa á langinn. Þannig að einhverstaðar verður að taka út plássið. Mér fannst nú plássið afturí ekki svona lítið, ég meina ég gat setið þar og liðið allt í lagi og ég er einhverjir 188cm. En annars finnst mér ásinn mjög töff, sker sig úr og kemur með nýja vídd inní smábílamarkaðinn. Og já, hlakka til þess að prófa 120d og svo maður tali ekki um M2(1) og 130i sem félagi okkar upppí bogl var að tala um ![]() ![]() ![]() |
Author: | fart [ Sun 09. Jan 2005 09:20 ] |
Post subject: | |
Þetta er mjög skemmtilegt concept, og lookar flott. Það sem að gengur bara ekki upp er verðlagningin. 1series er of nálægt 3series (allavega á meðan E46 er) X3 er of nálægt X5 Meirihluti þess fólks sem hefur efni á BMW getur bætt við sig milljón eða tveimur, sést best á því að það eru voðalega fáir BMW-ar seldir í B&L sem eru berstrípaðir útbúnaði. Eru ekki nánast allir bílar þaðan seldir með álfelgum, leðri, lúgu o.s.frv.? Ef 3series myndi kosta frá t.d. 1999þús og upp í 2499þús + það að aukabúnaður væri ódýrari, þá væri þetta helvíti sniðugt concept, og gæti í raun kepptst um golf+corollu kaupendur, þó svo að þeir bílar verði aldrei í sama klassa hvað aksturseiginleika, smíðagæði og prestige varðar. |
Author: | Bjarkih [ Sun 09. Jan 2005 14:33 ] |
Post subject: | |
BMW car valdi ásinn sem BMW ársins 2004, víst er hann þrengri að innan og allt það en er t.d. E-30 mikið stærri? Vandamálið að margra mati er nefnilega að þristurinn hefur stækkað töluvert með hverri nýrri kynslóð og við það breytast aksturseiginleikarnir. Ástæðan fyrir því að hann var valinn var sú að "Fun to drive" kom mjög sterkt inn. Hann stóð sig mjög vel í kröppum beygjum og svoleiðis. Svo geturu kíkt á þessa grein: http://www.blyfotur.is/greinar/safn/000072.html#more til að fræðast meira. |
Author: | bebecar [ Sun 09. Jan 2005 15:58 ] |
Post subject: | |
Hér er reynsluakstur á BMW Ásinum á Blýfæti vonandi verður þú einhverju nær.... http://www.blyfotur.is/greinar/safn/000072.html#more |
Author: | jonthor [ Sun 09. Jan 2005 16:00 ] |
Post subject: | |
fart wrote: Þetta er mjög skemmtilegt concept, og lookar flott. Það sem að gengur bara ekki upp er verðlagningin.
1series er of nálægt 3series (allavega á meðan E46 er) X3 er of nálægt X5 Meirihluti þess fólks sem hefur efni á BMW getur bætt við sig milljón eða tveimur, sést best á því að það eru voðalega fáir BMW-ar seldir í B&L sem eru berstrípaðir útbúnaði. Eru ekki nánast allir bílar þaðan seldir með álfelgum, leðri, lúgu o.s.frv.? Ef 3series myndi kosta frá t.d. 1999þús og upp í 2499þús + það að aukabúnaður væri ódýrari, þá væri þetta helvíti sniðugt concept, og gæti í raun kepptst um golf+corollu kaupendur, þó svo að þeir bílar verði aldrei í sama klassa hvað aksturseiginleika, smíðagæði og prestige varðar. Fyrir þennan pening væri bíllinn líklega ekki "alvöru BMW" eins og mikið hefur verið talað um. Annars eru vinsælustu BMW bílar sem eru seldir á Íslandi 316 og 318 svo mér sýnist að það sé ekki bara fólk sem hefur efni á að bæta við 1-2 milljónum sem er að kaupa þetta! |
Author: | íbbi_ [ Sun 09. Jan 2005 18:20 ] |
Post subject: | |
já bíllin sem slíkur finnst mér alltí læi sem sona smábíll en verðið á honum gerir það að verkum að þessi bíll er ekki til fyrir mér |
Author: | Zyklus [ Sun 09. Jan 2005 23:50 ] |
Post subject: | |
Fyrir svipað verð færðu nýjan Ford Mustang! Segir svolítið um verðlagninguna á ásinum... |
Author: | jonthor [ Mon 10. Jan 2005 09:14 ] |
Post subject: | |
Blah! Auðvitað er þetta dýr bíll. Þeir sem eiga BMW vita samt að VW, eða hvað það er... er ekki það sama og BMW. Varðandi verðið. Eru menn búnir að bera það vel saman við samkeppnina? Ég sé ekki þennan ógurlega mun! VW Golf er hrikalega dýr! Hér eru tölurnar: 1,6L: Golf 1,6 Trendline, beinskiptur 1.990 Golf 1,6 Comfortline, beinskiptur 2.190 Audi A3, 1,6 attraction 3 dyra, beinskiptur 2.380 Audi A3, 1,6 sportback 5 dyra, beinskiptur 2.570 BMW 116i, 2.390 2,0L: Golf 2,0, Sportline, beinskiptur 2.500 Audi A3, 2,0 5 dyra, beinskiptur 2.850 BMW 120i, 2.780 Aukabúnaður í þessum bílum er ekki nákvæmlega sá sami og BMW er auðvitað dýrari. Ég blæs hins vegar á þessi læti um að hann sé allt of hátt verðlagður. Hann er það alls ekki. Mér finnst verðmunurinn á milli Golf og BMW 1-series vel þess virði að taka frekar BMW! |
Author: | Eggert [ Mon 10. Jan 2005 09:42 ] |
Post subject: | |
Já, en horfðu á töluna. Þetta eru næstum 3 milljónir? Þarf að taka fram hvað er hægt að fá fyrir 3 milljónir? Það ætti að vera hægt að slaga inn E39 M5 fyrir þennan pening. |
Page 1 of 3 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |