bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 23. May 2025 09:25

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 3 posts ] 
Author Message
PostPosted: Tue 11. Jan 2005 19:24 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Sun 18. Apr 2004 22:26
Posts: 316
Location: Ísland
Ásinn er sérstakur í þessum flokki bíla. Hann er með langsum mótor og afturdrif. Hann er hins vegar sérstaklega dýr og sérsaklega þröngur. Þótt BMW hafi byggt góðar 4 strokka vélar eru þeir þekktir fyrir 6 strokka vélarnar. Þær er hins vegar ekki enn að finna í ásnum. Í dag eru til 116i (115 hö), 118d (122 hö), 120i (150 hö) og 120d (163 hö). Í vor bætist við 118i (129 hö).

120d hefur 340 Nm tog og það eru fáir bílar sem standast honum snúning. Hann er aðeins 8,6 sek. í hundraðið og gangur vélarinn er ótrúlega þýður. Ekki skemmir fyrir að eyðslan er innan við 8 lítrar á hundraðið. Þessi bíll er hins vegar dýr og því líta margir til minni vélagerðanna. BMW tilfinningin segir manni að bensínvél passi betur í sportlegan bíl en diesel. Dieselvélar nútímans eru hins vegar mjög góðar. Hljóðið í 120i er allt öðruvísi en í 120d en á háum snúningi virðist vélin vera þvinguð. Hljóðið er því ekkert eyrnayndi. Eyðslan er líka í hærri kantinum, 9,3 lítrar á hundraðið.

118d er sá eini sem ekki hefur rétt nafn því hann er með 2ja lítra vél. Eini munurinn á 118d og 120d er vélastjórnunin og fyrir þennan mismun rukkar BMW 2.500 EUR. Sá sem prófað hefur hinn 122 hestafla og 280 Nm 118d spyr sig hvort ekki sé réttara að halda í þennan pening. Það er jú hægt að fylla ansi oft á bílinn fyrir þessa upphæð. 118d er hins vegar næstum 11 sek. í hundraðið en eyðslan er einungis 7,5 lítrar.

116i er grunngerðin og með 115 hö og 1,3 tonn er ekki hægt að búast við miklu.
Hann kemst þó vel áfram og er 12,3 sek í hundraðið sem er ekki svo slæmt en þó langt frá 120d. Í 116 vantar líka 6. gírinn sem gerir hann háværari á langkeyrslu. Eyðslan er 9,2 l og nánast sú sama og hjá 120d.

Og hvern á svo að taka? 116i er ódýrastur og er því fyrsta val hjá mörgum. Auto Motor und Sport mælir hins vegar hiklaust með 118d.

116i: Það sem mælir helst með grunngerðinni er verðið. Það er þó ekki lágt en þó töluvert lægra en á öflugri bílunum. Með 115 hö er 116i alls ekki með of litla vél og hún er vel hönnuð.
120i: Það er ljóst að hvað varðar afl er 2ja lítra 150 hestafla vélin langt fyrir ofan grunngerðina en hún skilar samt engu stórkostlegu. Hann eyðir mestu og viðbótargjaldið er hátt.
118d: Það er erfitt að líka ekki við 118d. Hann er sá ás sem gefur mest fyrir peninginn, vel hönnuð vél og togar betur en 120i. Jákvæð er líka lítil eyðsla.
120d: Ef menn þurfa ekki að hugsa um peningana er aflmeiri diesel bíllinn fyrsti valkostur. Aksturshæfni hans er næstum því eins og hjá sportbíl og togið er mikið. Verðið er því miður hátt.

Helstu tæknilegar upplýsingar:
................................116...............120i.............118d............120d
Vélarstærð (cm3):...1596.............1995............1995............1995
Afl (kW (hö)):.........85 (115).......110 (150)....90 (122).......120 (163)
Tog (Nm (við sn.)):.150 (4300)...200 (3600)..280 (2000)...340 (2000)
Þyngd (kg):.............1304.............1365............1417.............1444
0-100 km/klst. (s)....12,3..............8,9..............10,8...............8,6
Eyðsla (l/100 km):...9,2................9,3..............7,5.................7,9
Grunnverð (EUR):...19.800..........23.600........21.900...........24.400

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image

_________________
Nökkvi
BMW E36 Alpina B3 3,0 cabrio
Seldir: BMW E46 328i '99, BMW E39 540i '96, Audi Cabrio 2,0 '93, BMW E36 325i Coupé '93
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 11. Jan 2005 19:48 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 10. Jun 2003 15:49
Posts: 8506
Location: 101 RVK
Góðar upplýsingar, ég hafði ekki hugmynd um að 118d væri til. Það er búið að vera lang mest buzz í kringum 120d og 120i

_________________
Enginn BMW


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 11. Jan 2005 22:11 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 12. Mar 2004 22:17
Posts: 3878
Location: Mosó city
Hann getur nú ekki verið stór í sniðum þessi gaur á myndinni :D

_________________
E53 X5 4.4i


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 3 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: Google [Bot] and 100 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group