bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW lækkar minnst í verði.
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=8642
Page 1 of 1

Author:  hlynurst [ Wed 22. Dec 2004 18:46 ]
Post subject:  BMW lækkar minnst í verði.

Þetta er tekið úr bílablaði moggans.:

bílablaðið wrote:
BMW hefur annað árið í röð hlotið viðurkenningu ALG (Automotive Lease Guide) fyrir hæsta endursöluverðið í flokki lúxusbíla. Viðurkenningin er veitt samkvæmt niðurstöðum árlegrar verðkönnunar þessa alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækis á endursölumarkaði bíla. Auk þess sem könnunin tekur til hlutfallslegrar lækkunar bíla í endursölu frá upphaflegu verði, eru þættir eins og kaupaukar og verð nýrra bíla einnig skoðaðir. ALG starfar í Bandaríkjunum, Kanada og Evrópu. Samkvæmt upplýsingum frá B&L, umboðsaðila BMW á Íslandi, að í lúxusflokki bíla lækki BMW hlutfallslega minnst í verði við endursölu.


Nokkuð magnað að lesa þetta. :)

Author:  íbbi_ [ Wed 22. Dec 2004 21:10 ]
Post subject: 

mér finnst þetta samt stangast á við það sem manni sjálfum hefur sýnst.. finnst bimmarnir hríðfalla í verði alltaf og þá sérstaklega meðað við benz sem eru nú stundum verðlagðir útí hött

Author:  Haffi [ Wed 22. Dec 2004 22:19 ]
Post subject: 

Nýr Bens er líka verðlagður útí hött.

Author:  gstuning [ Wed 22. Dec 2004 23:45 ]
Post subject: 

íbbi_ wrote:
mér finnst þetta samt stangast á við það sem manni sjálfum hefur sýnst.. finnst bimmarnir hríðfalla í verði alltaf og þá sérstaklega meðað við benz sem eru nú stundum verðlagðir útí hött


Erum við þá að tala um hérna heima,
það á sér ekki hliðsjón af því sem gerist annarstaðar

Author:  íbbi_ [ Thu 23. Dec 2004 16:00 ]
Post subject: 

já ég er að tala um hérna heima, finnst þetta bara ekki stemma sem B&L segja, en ég er náttla engin vísindamaður í þessu og miða þetta bara við það sem ég hef séð.. sem bíla"braskari"

Author:  jonthor [ Thu 23. Dec 2004 18:21 ]
Post subject: 

íbbi_ wrote:
já ég er að tala um hérna heima, finnst þetta bara ekki stemma sem B&L segja, en ég er náttla engin vísindamaður í þessu og miða þetta bara við það sem ég hef séð.. sem bíla"braskari"


Já en ertu ekki að horfa þá bara á sjöuna, hún fellur mjög hratt, þristurinn heldur verðinu sínu best, síðan fimman og svo sjöan. Meðaltalið er örugglega gott!

Author:  Svezel [ Thu 23. Dec 2004 19:43 ]
Post subject: 

Dýrir bílar falla náttúrlega hraðast númerískt séð í verði enda hæsti höfuðstóllinn til að taka af. 12mkr. 745 á t.d. að falla um c.a. 1.400þús í verði á 1.ári skv. 1%/mán reglunni en svo spilar eftirspurn inn í þetta líka þ.a. fallið er enn meira.

Samt sem áður hefur mér sýnst þetta vera minna fall en á t.d. Benz S-línunni.

Author:  jonthor [ Thu 23. Dec 2004 20:41 ]
Post subject: 

Já ég er ekki að tala um það, sjöan og fimman lækkar hlutfallslega hraðar í verði en þristurinn. Enfaldlega vegna þess að það er meiri eftirspurn eftir þristinum.

Author:  Kristjan PGT [ Thu 23. Dec 2004 21:04 ]
Post subject: 

og ég held einmitt að sú eftirspurn sé vegna þess að fólk heldur að 5-a og 7-a sé of dýr fyrir sig :D skiljiði....eiginlega svona vítahringur :D

Author:  iar [ Fri 24. Dec 2004 13:49 ]
Post subject: 

Mér sýnist líka X5 vera að standa nokkurnvegin í stað í verði, þeir tóku þessa venjulegu dýfu sem allir bílar taka við að snerta malbikið en svo hafa þeir haldið verðinu nokkuð vel. Það hlýtur að telja nokkuð.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/