bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 23. May 2025 09:31

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 9 posts ] 
Author Message
PostPosted: Wed 08. Dec 2004 17:41 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Sun 18. Apr 2004 22:26
Posts: 316
Location: Ísland
Það snýst allt um farangursrými í þessum bílum. Samt er Audi-inn með sína 1.184 l með minna rými en VW Golf þegar sætin eru lögð niður. BMW er þó með 1.340 l en það telst samt ekki mikið. Til dæmis er Opel Vectra Caravan með 1.850 l farangursrými. Kúnnarnir virðast samt horfa á meira en bara mikið farangursrými.

Nýji A4 Avant er kominn með sama útlit á grillið og aðrir nýjir Audi bílar í dag. Hann er líka kominn með nýju afturljósin og endurstillt fjöðrunarkerfi. Þessi bíll þarf að geta keppt við nýja BMW Touring þristinn sem kemur næsta haust.

Innanrýmið er mjög vandað í báðum bílunum. Mælarnir í BMW þykja einstaklega skýrir en rúðuupphalararnir sem eru við gírstöngina þykja ekki vera á réttum stað. Blaðamaður kvartar líka yfir að miðstöðin í Audi sé of neðarlega.

Afturhjóladrifni þristurinn er mjög nákvæmur í stýri, leyfir háan hraða í beygjum og er örlítið undirstýrður. ESP grípur mjúkt inn í aksturinn. Hinn framhjóladrifni Avant getur líka keyrt hratt í beygur og þar hjálpa honum góð fjöðrun og vel stillt ESP kerfi. Í upphafi beygju er hann undirstýrður en verður síðna hlutlaus. Þótt drifið sá á framhjólunum finnst það varla í akstri, helst þó vantar grip í bleytu og þröngum beygjum.

BMW er á 225 breiðum dekkjum og það gerir það að verkum að bílstjórinn finnur stundum fyrir hjólförum við aksturinn. Stýringin á Audi þykir vera betri. Audi þykir vera með stífari fjöðrun sem er óþægilegra þegar keyrt er yfir misfellur í veginum en á móti hallar hann ekki eins mikið í beygjum.

Vélin í BMW þykir kraftmeiri (150 hö), lágværari og titrar ekki eins mikið eins og 140 hestafla vélin í Audi. Það er hins vegar styttra á milli gíra í Audi sem passar betur.

Það allra nauðsynlegasta fæst fyrir 30.000 EUR en ef menn vilja eitthvað meira er auðvelt að koma verðinu yfir 45.000 EUR.

Niðurstaða:...............Audi A4 Avant 2,0 TDI.......BMW 320d Touring
Boddýið (100)............................73.......................75
Notkun (50)...............................45.......................44
Akstursþægindi (100)..................83......................81
Vél og drifás (100)......................72......................71
Akstursöryggi (100)....................84.......................84
Bremsur (50).............................47......................44
Umhverfi (50)............................35......................33
Kostnaður (100).........................91......................79
Samtals (650)...........................530....................511

1. Audi: Bíllinn er mjög vel byggður og allur þéttur. Hann er með góða aksturseiginleika og togmikla vél þótt hún sé stunum of hávær.
2. BMW: Hann er ekki lengur yngsti bíllinn á markaðnum. Hann er hins vegar enn samkeppnisfær og tengir akstursánægju og mikið farangursrými. Hann er hins vegar dýr sem kostar hann marga punkta.

Helstu tæknilegar upplýsingar:
.........................Audi A4 Avant 2,0 TDI....................BMW 320d Touring
Vél:...................Diesel 4ra strokka..........................Diesel 4ra strokka
Afl:....................103 kW (140 hö)............................110 kW (150 hö)
Tog:...................320 Nm við 1750 sn.......................330 Nm við 2000 sn
Þyngd:...............1564 kg.........................................1584 kg
0-100 km/klst......9,8 sek.........................................9,3 sek
Eyðsla í prófun:...8,2 l/100 km..................................8,3 l/100 km
Grunnverð:.........29.550 EUR....................................33.550 EUR

Image
Image

_________________
Nökkvi
BMW E36 Alpina B3 3,0 cabrio
Seldir: BMW E46 328i '99, BMW E39 540i '96, Audi Cabrio 2,0 '93, BMW E36 325i Coupé '93
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 08. Dec 2004 17:56 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
Mér finnst audi-inn nú alls ekki ómyndarlegur...

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 08. Dec 2004 19:15 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Wed 11. Jun 2003 12:33
Posts: 965
Hann er nú pínu Legacylegur :oops:

_________________
BMW 325XI E46 '02
BMW X5 E53 '02


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 08. Dec 2004 19:45 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 10. Jun 2003 15:49
Posts: 8506
Location: 101 RVK
Mér finnst E46 Touring ljótur

_________________
Enginn BMW


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 08. Dec 2004 22:30 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Thu 03. Jun 2004 22:09
Posts: 457
Location: Reykjavík
Mér finnst Audi'inn svoítið möztu 6-legur

_________________
M. Benz E320 Sportline '94 Svart Metallic
M. Benz E420 '94 Vínrauður
BMW 530iA '94 Diamondschwarts Metallic - Seldur
BMW 525iA E34 '94 Orientblau Metallic - Seldur
M. Benz 220E W124 '93 Ljósgrár - Seldur
BMW 316i E30 '90 Gletscherblau Metallic - Seldur


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 09. Dec 2004 08:48 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 14. Mar 2003 16:41
Posts: 1638
Location: Reykjavík
Mér finnst nýi audi-inn algjör snilld, mjög flottur

_________________
JÞS
- 323i coupe - '96


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 09. Dec 2004 16:19 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Fri 29. Nov 2002 17:49
Posts: 316
Location: NY
Mér hafa alltaf fundist Audi-station/avant bílarnir bera höfuð og herðar yfir aðrar station tegundir, langtum myndarlegri en BMW og Benz.

_________________
Jóhannes


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 09. Dec 2004 17:41 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Sat 28. Dec 2002 19:49
Posts: 9014
Location: Italia
jth wrote:
Mér hafa alltaf fundist Audi-station/avant bílarnir bera höfuð og herðar yfir aðrar station tegundir, langtum myndarlegri en BMW og Benz.

Þú ert rekinn

_________________
Bjarni
www.bjahja.com


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 09. Dec 2004 18:22 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
:lol: :lol:

Margir fallegir station bimmar til en Audi hafa verið ansi öflugir í þeim

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 9 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 15 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group