bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

AMuS 25 – BMW 320d Touring vs. Audi A4 Avant 2,0 TDI
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=8499
Page 1 of 1

Author:  Nökkvi [ Wed 08. Dec 2004 17:41 ]
Post subject:  AMuS 25 – BMW 320d Touring vs. Audi A4 Avant 2,0 TDI

Það snýst allt um farangursrými í þessum bílum. Samt er Audi-inn með sína 1.184 l með minna rými en VW Golf þegar sætin eru lögð niður. BMW er þó með 1.340 l en það telst samt ekki mikið. Til dæmis er Opel Vectra Caravan með 1.850 l farangursrými. Kúnnarnir virðast samt horfa á meira en bara mikið farangursrými.

Nýji A4 Avant er kominn með sama útlit á grillið og aðrir nýjir Audi bílar í dag. Hann er líka kominn með nýju afturljósin og endurstillt fjöðrunarkerfi. Þessi bíll þarf að geta keppt við nýja BMW Touring þristinn sem kemur næsta haust.

Innanrýmið er mjög vandað í báðum bílunum. Mælarnir í BMW þykja einstaklega skýrir en rúðuupphalararnir sem eru við gírstöngina þykja ekki vera á réttum stað. Blaðamaður kvartar líka yfir að miðstöðin í Audi sé of neðarlega.

Afturhjóladrifni þristurinn er mjög nákvæmur í stýri, leyfir háan hraða í beygjum og er örlítið undirstýrður. ESP grípur mjúkt inn í aksturinn. Hinn framhjóladrifni Avant getur líka keyrt hratt í beygur og þar hjálpa honum góð fjöðrun og vel stillt ESP kerfi. Í upphafi beygju er hann undirstýrður en verður síðna hlutlaus. Þótt drifið sá á framhjólunum finnst það varla í akstri, helst þó vantar grip í bleytu og þröngum beygjum.

BMW er á 225 breiðum dekkjum og það gerir það að verkum að bílstjórinn finnur stundum fyrir hjólförum við aksturinn. Stýringin á Audi þykir vera betri. Audi þykir vera með stífari fjöðrun sem er óþægilegra þegar keyrt er yfir misfellur í veginum en á móti hallar hann ekki eins mikið í beygjum.

Vélin í BMW þykir kraftmeiri (150 hö), lágværari og titrar ekki eins mikið eins og 140 hestafla vélin í Audi. Það er hins vegar styttra á milli gíra í Audi sem passar betur.

Það allra nauðsynlegasta fæst fyrir 30.000 EUR en ef menn vilja eitthvað meira er auðvelt að koma verðinu yfir 45.000 EUR.

Niðurstaða:...............Audi A4 Avant 2,0 TDI.......BMW 320d Touring
Boddýið (100)............................73.......................75
Notkun (50)...............................45.......................44
Akstursþægindi (100)..................83......................81
Vél og drifás (100)......................72......................71
Akstursöryggi (100)....................84.......................84
Bremsur (50).............................47......................44
Umhverfi (50)............................35......................33
Kostnaður (100).........................91......................79
Samtals (650)...........................530....................511

1. Audi: Bíllinn er mjög vel byggður og allur þéttur. Hann er með góða aksturseiginleika og togmikla vél þótt hún sé stunum of hávær.
2. BMW: Hann er ekki lengur yngsti bíllinn á markaðnum. Hann er hins vegar enn samkeppnisfær og tengir akstursánægju og mikið farangursrými. Hann er hins vegar dýr sem kostar hann marga punkta.

Helstu tæknilegar upplýsingar:
.........................Audi A4 Avant 2,0 TDI....................BMW 320d Touring
Vél:...................Diesel 4ra strokka..........................Diesel 4ra strokka
Afl:....................103 kW (140 hö)............................110 kW (150 hö)
Tog:...................320 Nm við 1750 sn.......................330 Nm við 2000 sn
Þyngd:...............1564 kg.........................................1584 kg
0-100 km/klst......9,8 sek.........................................9,3 sek
Eyðsla í prófun:...8,2 l/100 km..................................8,3 l/100 km
Grunnverð:.........29.550 EUR....................................33.550 EUR

Image
Image

Author:  gunnar [ Wed 08. Dec 2004 17:56 ]
Post subject: 

Mér finnst audi-inn nú alls ekki ómyndarlegur...

Author:  Jökull [ Wed 08. Dec 2004 19:15 ]
Post subject: 

Hann er nú pínu Legacylegur :oops:

Author:  Kristjan [ Wed 08. Dec 2004 19:45 ]
Post subject: 

Mér finnst E46 Touring ljótur

Author:  Joolli [ Wed 08. Dec 2004 22:30 ]
Post subject: 

Mér finnst Audi'inn svoítið möztu 6-legur

Author:  jonthor [ Thu 09. Dec 2004 08:48 ]
Post subject: 

Mér finnst nýi audi-inn algjör snilld, mjög flottur

Author:  jth [ Thu 09. Dec 2004 16:19 ]
Post subject: 

Mér hafa alltaf fundist Audi-station/avant bílarnir bera höfuð og herðar yfir aðrar station tegundir, langtum myndarlegri en BMW og Benz.

Author:  bjahja [ Thu 09. Dec 2004 17:41 ]
Post subject: 

jth wrote:
Mér hafa alltaf fundist Audi-station/avant bílarnir bera höfuð og herðar yfir aðrar station tegundir, langtum myndarlegri en BMW og Benz.

Þú ert rekinn

Author:  gunnar [ Thu 09. Dec 2004 18:22 ]
Post subject: 

:lol: :lol:

Margir fallegir station bimmar til en Audi hafa verið ansi öflugir í þeim

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/