bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

AMuS 25 – Alpina B5
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=8497
Page 1 of 1

Author:  Nökkvi [ Wed 08. Dec 2004 17:35 ]
Post subject:  AMuS 25 – Alpina B5

Þægilegri möguleiki en M5

Arftaki síðustu Alpina fimmu sem hét B10 mun heita B5 og verður sýndur á bílasýningunni í Genf næsta vor. Hann verður með sömu vél og er í Alpina B7 sem er 4,4 l V8, 500 hö og með 700 Nm tog. Með þessari vél á hröðunin frá 0-100 km/klst. að vera 4,7 sek. og hámarkshraðinn að vera um 300 km/klst. B5 verður með 6 þrepa sjálfskiptingu með handskiptimöguleika. Öfugt við BMW M5 sem aðeins verður boðinn fjögurra dyra verður Alpina B5 einnig í boði touring.
Image

Author:  stinnitz [ Wed 08. Dec 2004 18:51 ]
Post subject: 

SLEF

Author:  Jökull [ Wed 08. Dec 2004 19:08 ]
Post subject: 

þrefallt slef hjá mér :drool: :drool: :drool:

Author:  Kristjan [ Wed 08. Dec 2004 19:47 ]
Post subject: 

Þetta er fullkomið lúkk á E60. Það leikur enginn vafi þar á.

Author:  Schulii [ Wed 08. Dec 2004 20:00 ]
Post subject: 

Þessi bíll (E60) finnst mér bara gjörsamlega rock solid hönnun útlitslega séð. Eins og á þessari mynd sést hvað ljósin, sem fyrst virðast vera hallærislega teygð inná brettin, eru flott þegar heildarmyndin er skoðuð. Þ.e.a.s hvað línurnar sem byrja með ljósunum halda sér síðan alla leið afturúr. Í raun hef ég aldrei tekið eftir því en þessar Alpina linur hjálpuðu mér að sjá það.

Author:  BlitZ3r [ Thu 09. Dec 2004 21:59 ]
Post subject: 

the perfect car

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/