Hringtorg: Sjö bílar í háhraðatesti á Nardo brautinni á Ítalíu.
1. Mercedes SL65 AMG: Opni V12-biturbo er ekta Mercedes að hámarkshraða 338 km/klst. Aksturseiginleikarnir eru ótrúlega góðir og öruggir þrátt fyrir þennan háa hraða. Bílstjórinn er ekki truflaður af stressi né vindhávaða þrátt fyrir hraðann. 612 hö, 1000 Nm, 3,9 sek í 100 km/klst. og 31,9 sek í 300 km/klst., verð aðeins 201.840 EUR.
2. Alpina B7: Þökk sé Alpina er BMW með í þessum hópi. Góðir aksturseiginleikarnir eru næstum sportlegir. V8 vél sem er 500 hö og 700 Nm. 0-100 km/klst. 4,8 sek, 0-300 km/klst. 62,8 sek og hámark er 311 km/klst., verð aðeins 111.000 EUR.
3. Brabus Maybach: Þótt Brabusinn komist á 314 km/klst. þá geta aftursætisfarþegarnir horft á DVD, drukkið kampavín eða surfað á Netinu. Véilin er V12, 640 hö og 1026 Nm. Hröðunin er 5,4 sek í 100 km/klst., 65,6 sek í 300 km/klst. og verðið aðeins 622.000 EUR.
4. Porsche 9ff 9F-V400: Á fyrsta hring strax á 334 km/klst. og það í 843 hestafla Porsche sem er með hraðamæli sem nær í 400. Vélin er 6 strokka boxer og togar 920 Nm. Hröðunin er ekki gefin upp (ætli hún sé mælanleg) og verðið er aðeins 461.680 EUR.
5. VW Golf R32 HGP Biturbo: Þessi Golf náði 321 km/klst., og það án nokkurra vindskeiða. Vélin er V6, 556 hö og 710 Nm. Hröðunin er 3,7 sek í 100 km/klst., 37,6 sek í 300 km/klst. og verðið er aðeins 77.200 EUR
6. Audi MTM A8 K500: Lítur út svipað og venjulegur Audi A8, bara með 4 púströrum, V8, 500 hö, 620 Nm, 0-100 á 5,2 sek en hann náði ekki 300 km/klst heldur bara 297 km/klst. Verðið er 120.997 EUR.
7. Audi MTM RS6 Clubsport: 2ja sæta kombi með slökkvitæki og veltibúri. Vélin er V8, 570 hö og 750 Nm. 0-100 á 4,0 sek og 0-300 á 56,7 sek. Hámarkshraði er 313 km/klst og verðið er ekki gefið upp.

_________________
Nökkvi
BMW E36 Alpina B3 3,0 cabrio
Seldir: BMW E46 328i '99, BMW E39 540i '96, Audi Cabrio 2,0 '93, BMW E36 325i Coupé '93
