bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

AMuS 24 - BMW M3 GTR vs. BMW320i ETCC
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=8495
Page 1 of 1

Author:  Nökkvi [ Wed 08. Dec 2004 15:34 ]
Post subject:  AMuS 24 - BMW M3 GTR vs. BMW320i ETCC

BMW M3 GTR vs. BMW320i ETCC

Þótt svolítið sé síðan þessir bílar fóru fyrst að keppa standa þeir vel fyrir sínu. M3 GTR keppir í bandarískum sportbílakappakstri og 320i keppir í evrópskum sportbílakappakstri. Árið 2004 er búið að vera eitt besta árið í sögu BMW í mótorsporti. Þótt M3 sé næstum tvöfalt aflmeiri en 320i er léttara að keyra hann. Það liggur í því að í M3 er ABS, spólvörn og skrikvörn. Auk þess er hann á breiðari dekkjum og risa spoiler á skottinu. V8 vélin í bílnum er 500 hö og fjórir lítrar. Að taka af stað er ekki mikið mál þökk sé koltrefja kúplingunni. Á 200 km/klst skilar vindskeiðin á skottinu 300 kg þrýstingi niður. 320i bíllinn er talsvert öðruvísi. Hann er með línu 6 strokka vél og 2ja lítra. Hún skilar 270 hö við 8800 sn og 230 Nm togi. Bíllinn er 1140 kg. Það er BMW í hag að keppa á þessum bílum í evrópska sportbílakappakstrinum því síðan 1999 eru þeir búnir að selja í kringum 100 kappaksturssett fyrir 320i sem kosta hvert 219.240 EUR.
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image

Author:  gstuning [ Wed 08. Dec 2004 16:50 ]
Post subject: 

Sweet þessir 320i bílar

BMW Motorsport notaði S14 vélina frekar í E36 heldur en S50 eða M50 vélina eins lengi og hægt var

:)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/