bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

AMuS 24 - Touring þristur
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=8489
Page 1 of 1

Author:  Nökkvi [ Wed 08. Dec 2004 15:17 ]
Post subject:  AMuS 24 - Touring þristur

Touring þristur

Á IAA bílasýningunni í Frankfurt haustið 2005 verður Touring útgáfan af þristinum kynnt og í framhaldi af því verður hægt að kaupa hann hjá umboðsaðilum. Málin á bílnum eru þau sömu og á 4ra dyra bílnum sem kemur í mars. Afturhlerinn opnast á tvennan hátt (rúðan og allur hlerinn) og hallar mjög mikið sem bendir til þess að við hönnunina hafi ekki endilega verið haft að leiðarsljósi að hámarka farangursrýmið. Í boði verða fjórar bensínvélar (320i - 150 hö, 322i – 190 hö, 325i – 218 hö og 330i – 258 hö) og tvær diesel vélar (320d – 163 hö og 330d – 258 hö). Seinna kemur 335d sem verður 272 hö.

Image

Author:  Jökull [ Wed 08. Dec 2004 19:04 ]
Post subject: 

Bara allt að gerast!!, líst bara vel á þetta allt :)

Author:  Lindemann [ Wed 08. Dec 2004 21:49 ]
Post subject: 

335d............................... það verður örugglega eitthvað gaman
8)

Author:  Jökull [ Wed 08. Dec 2004 22:20 ]
Post subject: 

Er 3,0d ekki 218hö sem kom á þessu ári eða er komið TU uppí 258hö :-k

Author:  Nökkvi [ Wed 08. Dec 2004 22:51 ]
Post subject: 

Ég skrifaði þetta nú bara eins og í greininni. En ég er sammála því að þetta er sennilega prentvilla, 3ja lítra bensínvélin er 258 hö en diesel vélin er eitthvað minna.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/