bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
hversvegna BMW? https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=8431 |
Page 1 of 2 |
Author: | ta [ Sat 04. Dec 2004 00:51 ] |
Post subject: | hversvegna BMW? |
smá pæling, hvers vegna bmw? ég vil meina vegna aksturseginleika og gæða og ímyndar., útlits og aftuhjóladrifs. tökum dæmi: ég er til í E34, helst með 2,5 eða meira. vegna; frábær hönnun, klassísk, ekki áberandi góðir aksturseginleikar, afturhjóladrif, rembingslaus og hagkvæmur, þægilegur bíll. konu minni finnst þetta vera gamall bmw, þeir sem eiga gamla bmw eru að rembast eitthvað. ég væri líka til í E38, flottar línur, nóg pláss konan; gradda bíll, prammi, vannabees, dópsalar, gamaldags. E39, mitt uppáhald, frábær hönnun, ógeðslega flottur, og frábær/skemmtilegur akstursbíll. konan; flottur, en mætti vera plássmeiri. E28, bara venjulegur gamall og góður bíll, ódýr og nokkuð töff. passleg stærð. konan; oj, smástráka vannabí rembingur... E32, ekki fyrir mig, samt smart stráka bíll. konan: er ekki allt í lagi, NEVER! oj, vil ekki láta sjá mig í svona bíl.... nýja fimman, við bæði; geðveik, en of dýr viljum touring. E36, við:í lagi,flottur en of lítill, hef átt 3, 2x325 og 1 320. kannski touring? hvers vegna ekki benz T-model? ég; boring, og vantar allt "sport", frábært transport, solid, komfort. hún; æði, nóg pláss, gott að keyra hann. niðurstaða; E39 touring eða X5, x5 er of dýr, þannig að E39-t er markmiðið, helst 540. en þið, hvers vegna BMW????????????? torfi, tveir fullorðnir og 1árs og 7ára |
Author: | IceDev [ Sat 04. Dec 2004 03:23 ] |
Post subject: | |
Ég keypti mér BMW út af 3 ástæðum Þægindi & aksturseiginleikar 45% Ímynd 15% Útlit 40% E34 er mitt uppáhald en ég fer ekki að leggja í þannig pakka nema þá M5 Í öðru uppáhaldi hjá mér er E36 og einnig "hagstæðasti" bíll sem að ég á efni á atm þannig að hann varð fyrir valinu og sé ég ekki eftir því Þrátt fyrir að vera rúmlega 13 ára gamall þá finnst mér hönnun E36 enn vera "tímalaus". Hann er látlaus en samt með örlítinn vott af aggresíon. Ekki of kassalaga né of smooth Hann er að mínu mati fallegasti þristurinn og lýsir það nokkuð vel mínum smekk á bílum að mér finnst E34 fallegastur, E36 í öðru og E32 í þriðja. Annars Þá tel ég flest fyrir neðan E34 í aldri ekki vera hentugur "fjölskyldubíll" upp á áræðanleika og þessháttar, nema að það sé eitthvað perfect eintak sem alltaf hefur verið passað upp á Hinsvegar þá á ég börn þannig að ég er ekki alveg klár á því hvað væri best fyrir þannig aðstæður |
Author: | saemi [ Sat 04. Dec 2004 05:19 ] |
Post subject: | |
635csi ... must.... ég meina þegar maður hefur séð svona bíl á bensínstöð 15 ára gamall, grænan með grænu leðri (sight... mig langar ennþá í græna sexu MEÐ GRÆNU LEÐRI) þá er ekki aftur snúið. E-28 Þetta er hjartað mitt. Þessi bíll er þekking mín á BMW í dag. Ég kann ALLT í E-28. Get ekki beðið eftir E-28 M5. E38 Þetta er vetrarbíll dauðans. Þvílíkt góður og þægilegur bíll. En.. neibbs þeir sem vita hvað ég ætla að segja vita hvað kemur næst. E34 Meiri sál. Ekki eins flott og þægilegt, en M5 er þvílíkt budget að það er ekki hægt annað en að taka þennan bíl sem all-rounder win it all. E36 Taktu mig... taktu mig í beygjur. E21 Ég hef aldrei tekið jafn flotta handbremsubeygju eins og á 320 bíl.. þessi bíll er LÉTTUR að aftan. E39 M5 jaaaa.. getting pretty close, en samt. Ég meina hvar er akstursánægjan miðað við gamla hard core E28???? E60 M5yeahh.. I WISH |
Author: | íbbi_ [ Sat 04. Dec 2004 08:07 ] |
Post subject: | |
tja, það sem ég hrífst af við bmw er líklegast að mér finnst þessir bílar frábært samspil flottrar hönnunar og Vandaðra vinnubragða, ég er hrifin af lúxusbílum sem eru eins og draumur mans í akstri og svo bílum sem maður fær adrenalin kick útúr því að keyra og bmw er framúrskarandi í báðu og hvort sem þú villt annað í einu eða bæði sameinað, heillar mig svo við þá líka hvað þeir eru vel smíðaðir og frágangur og efnisval er flott, bmw eru líka bílar sem hafa "attitjút" fæ alltaf sérstaka tilfinningu þegar ég sé einhvern stóran og grimman bimma koma eftir götuni... hmm E30, þetta finnst mér nokkuð flottir bílar bjóða upp á mikla möguleika og hægt að krukka mikið í þeim og búa til mikil tæki, samt ekki á óskalistanum þótt maður gæti alveg husað sér einhvern í nýrri kantinum með MtecII, E28, jújú bíll sem hægt er að gera nokkuð flotta en bara ekki "my thing" skil samt alveg þá sem eru að krukka í þessu, E34, ég er og hef alltaf verið mjög hrifin af þessum bílum, allt frá 525 og uppúr eru bílar sem ég get ýmindað mér að eiga, E34 M5 er eitt af mínum uppáhalds og 540 er ekki langt á eftir, lúkkið a´þeim bæði að innan og utan hittir alveg í mark hjá mér,. E32, ég hef alltaf verið hrifin af þessum bílum, stórir og voldugir og bara Grimmir þegar þeir eru lágir á djúpum 17 tommum, líka hægt að fá vel aflmiklar vélar í þá, og innrétingarnar í þessum bílum finnst mér alveg geðveikar og endlaust hægt að fá af búnaði í þá, E31, þetta finnst mér með Flottari bílum sem rúlla um göturnar í dag ekkert smá massívur og akkurat eitthvað.. sona Grand autabanaeater E36, útlitið á þeim hittir í mark mjög gaman og gott að keyra þá 323 325 og 328 eru mikils metnir hjá mér og E36 M3 finnst mér bara geðveiki, vinur minn asnaðist samt til að segja "hann er nú dáldið japanskur" þegar við vorum að dást af einum um daginn og þetta situr dáldið í mér en það er nú ekkert alvarlegt, E36 já takk, E39, Megaflottir jafn að innan sem utan og 523 og uppút eru allt bílar sem ég vildi eignast, E38, líklegast Minn uppáhalds bimmi, finnst stærðin útlitið innrétingin og nánast allt bara akkurat eins og ég vill hafa það, dökkur E38 á réttum felgum með xenon er eitt það flottasta sem maður sér í umferðini, Geðveikt að keyra þá, 740 er á topp 5 óskalistanum, ekki spurning hvort heldur hvenar ég kem til með að eignast slíkan bíl, |
Author: | Svezel [ Sat 04. Dec 2004 09:59 ] |
Post subject: | |
There's no turning back!!! Alltaf gott að keyra BMW, afturdrif, vel smíðað, solid innréttingar og útlitið í lagi. Maður kemur ekki til með að eiga annað héðan í frá ![]() Stefnan er bara sett á ///M bíl, hver sem hann svo verður. |
Author: | BMWmania [ Sat 04. Dec 2004 10:14 ] |
Post subject: | |
Áhugaverð pæling....... Mín reynsla af BMW byrjaði á 525tds, ´92 módelinu. Ekki mjög slæm byrjun það ![]() Sá bíll var geðveikur, bjóst við þvílíkum þyngslum í honum en þegar maður byrjaði að keyra þá var hann bara snilld. Intercoolerinn sá vel um framúrakstur og slíkt, þrátt fyrir að vinnslan væri kannski ekkert spes í þessari vél, enda eldgömul díselvél. En fínn kraftur samt, og gríðarleg akstursánægja. Rúmgóður og hönnunin á E34 er náttúrulega þvílíkt flott. Mér finnst þeir samt eldast dáldið hratt núna, og reyndar finnst mér eiginlega reglan vera sú að því stærri sem BMW er, því verr eldist hann(útlitslega séð ![]() Næsti bíll sem mér hlotnaðist að aka um á var 523i 2000 módelið. Það er aðeins eitt sem ég hef um hann að segja : SNILLDARVAGN. Punktur. Svo var það 318i bíllinn, fyrsti BMWinn sem ég eignaðist sjálf. Svartur, þvílíkt gott lakk og vel með farinn, lítið ekinn og vel með farið eintak held ég. Gríðarlega skemmtilegur bíll, kannski ekki sá kraftmesti en vinnslan MJÖG fín og.........hmm kannski maður ætti bara að segja SHEER DRIVING PLEASURE ![]() Ég held að það sé málið með flesta BMWa ef ekki alla, og það er auðvitað það sem fyrirtækið hefur gefið sig út fyrir, að þeir framleiði bíla sem veita sem mesta akstursánægju. Þeir eru yfirleitt frekar sportlegir en samt klassískir, og alltaf þvílíkt stór hópur sem fílar þessa bíla. En svo er líka annað í þessu sem ég hef tekið eftir, annað hvort dýrkar fólk þessa bíla og það er ekkert flóknara en það, eða þolir þá ekki og finnst þeir druslur.´ Ég er allavega illa haldin af dellunni og þoli ekki við mikið lengur að eiga ekki BMW..........once you pop, you never stop ![]() BMW er lífsstíll ![]() |
Author: | Bjarkih [ Sat 04. Dec 2004 14:48 ] |
Post subject: | |
Þegar maður fer að pæla í þessu þá er dálítið erfitt að negla það niður (þurfti að slökkva á tónlistini til að hugsa). Það er bara eitthvað sem kveikir í manni. Fyrsti BMW bíllinn sem ég keyrði var E-28 520 IA sem bróðir minn átti '99 alltaf eitthva bilað t.d. OBC, inspýtingartölvan og svo fór í honum skiptingin vegna þess að hann trassaði að skipta um síur og olíu, það er allavega tilgátan. Samt var þetta snilldar bíll í akstri og upplifun. Keyrði bílin svo um miðjan vetur í hálku frá Rvk til AK og þá bara var ekki aftur snúið ![]() Afturdrif, "drivers-car", og gæði. E-34 hefur alltaf verið efst á lista en eins og sagt var hér að ofan þá eru þeir farnir að eldast svolítið hratt þessa dagana, að vísu eru þessir hvítu að standa sig mjög vel. Þristarnir hafa aldrei heillað mig, ég vil hafa mikið pláss í kringum mig og mína. E-28 eru mjög flottir en vandamálið er þetta með farangur, fjölskyldu o.s.fv. E-39 verður sennilega endanleg lending þó svo að mér finnist framendin ekki nálægt því nógu flottur. En þar sem heimilið inniheldur 2 fullorðna og 2 börn þá þarf áreiðanleikinn að vera til staðar. Þannig að Touring 525 til 535 er á listanum, að vísu væri varla hægt að neita sér um gott M5 eintak ef maður rækist á það í touring. P.s. ef ég sé BMW í baksýnisspeglinum þá færi ég minn SAAB út á vegöxl ef ég get ![]() |
Author: | grettir [ Sat 04. Dec 2004 17:13 ] |
Post subject: | |
Ég prófaði 10 ára e30 þegar ég var nýkominn með bílpróf og eftir það var ekkert aftur snúið. Ég byrjaði því að safna og '97 keypti ég mér e36. Þó þetta sé "litli" bíllinn í BMW fjölskyldunni (áður en ásinn kom), þá hefur það yfirleitt verið raunin að minn hefur verið notaður í hverskyns ferðalög vegna þess hve hann er rúmgóður og fer vel með fólk og farangur. Eitt sinn þegar við fórum á honum í Húsafell voru menn eitthvað að furða sig á því hvernig okkur hefði dottið í hug að koma á honum þarna uppeftir (lækkaður, low profile, malarvegir, sögusagnir um mikla eyðslu) og einn vinnufélagi minn orðaði það helvíti skemmtilega: "Þetta er eini bíllinn sem er með boðlegum aftursætum" Fyrir utan það að litlu Toyoturnar hefðu eflaust eytt talsvert meira bensíni í að puða með fullan bíl af fólki og bjór ![]() Á meðan ég er ekki með krakka og þeim mun meiri farangur, þá býst ég við að þristurinn henti mér bara vel, eins og er þá er draumurinn M3, annaðhvort e36 eða e46, ég er alltaf að verða hrifnari af þessum nýju línum ( e36 fannst mér hörmung þegar hann kom fyrst ). Eftir 5-8 ár verður það M5 eða eitthvað dúndur, ég slefa í hvert sinn sem ég sé e39 þessa dagana. En afhverju BMW? Gott að keyra þá, haldast fallegir ár eftir ár.. í mínum huga kemur nú orðið ekkert annað til greina. Ég fíla líka hversu lengi hvert boddí er framleitt. Meiri pressa á eigendurna að halda sínum eins og nýjum - ekki eins og þessir japönsku þar sem skipt er um boddí nánast á hverju ári, þannig að eftir þrjú ár, þá ert þú bara á gömlu drasli og verður að skipta upp í nýjan í umboðinu til að vera með. Á BMW ertu á "nýjum" í 10 ár. Með endalausa möguleika á því að hressa örlítið upp á hann. Ég veit að þið skiljið hvað ég er að tala um ![]() |
Author: | bebecar [ Sat 04. Dec 2004 17:16 ] |
Post subject: | |
Ég er búin að pæla endalaust mikið í bílum síðustu mánuði þar sem mig vantar einn en hér þarf maður að lúta undarlegri skattalöggjöf þannig að bílar yngri 1990 koma nánast ekki til greina fyrir námsmann. E34, eitt fallegasta boddíið frá BMW, höfum átt einn M5 og mig langar í annan, en hann er hinsvegar aaaaaaðeins og dýr. Konan fílar E34 mjög vel. E30, finnst þeir ofboðslega flottir í flestum útgáfum nema 4 dyra. Konan vill Touring en þeir eru bara fáir góðir til sölu núna, ég missti af þremur góðum fyrr í vetur ![]() E28, finnst ofboðslega gaman að keyra þá bíla, HRÆÓDÝRIR og hagstæðir til innflutnings í DK, hægt að fá þá akkúrat eins og maður vill... konan vill þá samt síður. E32... fleki sem ég fíla... en hann þarf réttar felgur og réttan lit, 735 væri alveg nóg fyrir mig þó mig langi auðvitað í 750... smá smeykur við eyðsluna samt. E23, mig langar ofboðslega í þannig líka, helst 745 og veit ég um einn góðann til sölu á fínu verði (sami eigandi síðustu 14 ár)... en sama hér og með flest spennandi - eyðsla verður að vera innan viðráðanlegra marka. E38 of dýr - en ofboðslega fallegur. E39 of fýr líka, en sennilega einn besti bíll sem BMW hefur smíðað, ég er bara ekkert voðalega hrifin af útlitinu á þeim. E36 - nice þristur... touring ennþá betri, en ég held ég myndi ekki kaupa E36 nema það sé M3 eða Alpina - já, og já, of dýr. |
Author: | Svezel [ Sat 04. Dec 2004 17:25 ] |
Post subject: | |
Ég var að átta mig á því að ég er eini maðurinn í ættinni sem hefur átt meira en einn BMW og sá eini með delluna. Það keyra allir á einhverjum Toyotum og skilja ekkert í mér að "nenna að eiga BMW". Annars var ég líka að reyna átta mig á því hvað kveikti bakteríuna og held að það hafi verið þegar E36 fór að sjást á götunni. Mig dreymdi alveg endalaust um að eignast E36 325 og það var alltaf planið að kaupa slíkan. Þá varð ættin brjáluð þ.a. ég fór að bjóða í einhverja bíla sem ég hafði engan áhuga á. Svo kom aðþví að ég sá bíl sem mig langaði í en það var jú vínrauður E24 635 bíll sem var hjá B&L og ég hef margoft minnst á. M.a.s. pabbi fílaði þann bíl og sagði mér að bjóða í gripinn. Ekki fékk ég bílinn en þá varð dellan fyrst almennilega til og lifði alltaf sterk þó maður hafi svikið aðeins lit. |
Author: | bebecar [ Sat 04. Dec 2004 17:37 ] |
Post subject: | |
Mín della byrjaði eiginlega fyrir alvoru þegar Gísli (Giz) vinur minn átti E12 528 sem var ofboðslega fallegur - og hann á hann reyndar í annað skiptið! Ég fékk svo að keyra nýjan 520i árið 1989 (E34) hjá umboðinu og féll alveg fyrir gæðum og aksturseiginleikum... |
Author: | Jónas [ Sat 04. Dec 2004 20:13 ] |
Post subject: | |
Mér líður svo fjandi vel í þessu ![]() |
Author: | Alpina [ Mon 13. Dec 2004 20:10 ] |
Post subject: | |
Er búinn að eiga nokkur stykki ![]() ![]() E21 323i Virkilega HARDCORE bíll og var eitthvað það öflugasta sem var á götunni ÞÁ.. E23 728iA//733iA Flott á þeim tíma ((745 er og verður MESTI sleeper EVER)) E30 ((MARGIR)) ÁN vafa mesti CULT bíll sem BMW hefur búið til,, fyrir mig er það BARA ........M-TECH II CABRIO og Touring (helst 325 ) E34 520/525 TURBO /525IX /530 V8 Mjög góðir bílar og sérlega sígildir,, fín kaup i IX eða M5 E36 325 frábær bíll en þröngur ((328 liklega bestu kaupin)) E39 523i 5/g 523iA 540iA Besti BMW EVER og lang bestu kaupin Mæli með 540 en 528 er líklega það besta fyrir almúgan M5 er topp off .......ðe læn..en notagildi þessar þrumukerru hérlendis eru hlægilega takmörkuð |
Author: | Bimmarinn [ Mon 13. Dec 2004 23:59 ] |
Post subject: | |
Besta svarið: Afhverju EKKI? ![]() |
Author: | RA [ Tue 14. Dec 2004 00:07 ] |
Post subject: | |
Bimmarinn wrote: Besta svarið: Afhverju EKKI?
![]() Vegna þess að ég á Mercedes................................... ![]() |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |