bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Porsche 911 carrera 2000 módel í nokkra daga
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=8392
Page 1 of 2

Author:  jonthor [ Wed 01. Dec 2004 13:28 ]
Post subject:  Porsche 911 carrera 2000 módel í nokkra daga

Félagi minn sem er í M.B.A. námi í sama skóla og konan mín er á bílnum sínum hér. Það er einmitt Porsche 911 carrera 2000 módel ekinn 40k. Það vill svo skemmtilega til að hann er að fá gesti í heimsókn og vantaði bíl sem gæti tekið 5 manns. hmmm, I stepped up og gerði honum "greiða".

Ég er sem sagt með bílinn hans í nokkra daga og Guð minn góður hvað þetta er rosalegt tæki. Var að prófa hann á hraðbrautinni áðan. Liggur eins og ég veit ekki hvað, ótrúlega stutt á milli gíra (6 gíra), sætið gjörsamlega umlykur mann og bremsurnar eru ótrúlegar. Á BMW er einmitt einn cylender á hverju hjóli til að þrýsta bremsunum saman. Á þessum eru fjórir, tveir sitt hvoru megin við bremsudiskinn.

Magnað apparat, bara gaman næstu daga. Myndir koma í kvöld!!!

*Edit: PorSche :D

Author:  gunnar [ Wed 01. Dec 2004 13:32 ]
Post subject: 

Hehe ég trúi því vel að þú hafir ekki verið lengi að grípa gæsina með að svissa á bílum 8)

Hlakka til að sjá myndirnar..

Author:  iar [ Wed 01. Dec 2004 13:39 ]
Post subject: 

Félaginn heppinn að fá 323i í nokkra daga! ;-)

Author:  jonthor [ Wed 01. Dec 2004 13:45 ]
Post subject: 

já, það er ekki oft sem maður fær að keyra bíl sem hefur gangvirði upp á 65.000€, það væri yfir 10m kominn heim! Svona bíll hefur svosem lítið að gera heim :lol:

Author:  jens [ Wed 01. Dec 2004 14:01 ]
Post subject: 

Mér finst ekki koma nógu vel fram hjá félögum okkar hvað þú ert mikill vinur að lána honum bílinn þinn.

Author:  Spiderman [ Wed 01. Dec 2004 20:00 ]
Post subject: 

jonthor wrote:
já, það er ekki oft sem maður fær að keyra bíl sem hefur gangvirði upp á 65.000€, það væri yfir 10m kominn heim! Svona bíll hefur svosem lítið að gera heim :lol:


Shit....10 mills það borgar sig ekkert að flytja þetta inn frá evrópu þar sem svona bíll færi aldrei á meira en 6 mills hér heima :roll: Það er eflaust ástæðan fyrir því að menn eru farnir að flytja þetta inn frá USA :lol:

Author:  Kristjan [ Wed 01. Dec 2004 20:55 ]
Post subject: 

Ertu ekki að hustla alveg eins og Fabio á þessum bíl?

Author:  jth [ Wed 01. Dec 2004 21:01 ]
Post subject:  Re: Porche 911 carrera 2000 módel í nokkra daga

jonthor wrote:
Ég er sem sagt með bílinn hans í nokkra daga og Guð minn góður hvað þetta er rosalegt tæki. Var að prófa hann á hraðbrautinni áðan. Liggur eins og ég veit ekki hvað, ótrúlega stutt á milli gíra (6 gíra), sætið gjörsamlega umlykur mann og bremsurnar eru ótrúlegar. Á BMW er einmitt einn cylender á hverju hjóli til að þrýsta bremsunum saman. Á þessum eru fjórir, tveir sitt hvoru megin við bremsudiskinn.

Magnað apparat, bara gaman næstu daga. Myndir koma í kvöld!!!


Geggjað - ég öfunda þig stíft og mikið :wink:

Endilega komdu með góða samantekt á bílnum þegar þú ert búinn að taka aðeins á honum 8)

Hvað varðar fjölda cylindra (er þetta ekki líka kallað piston í samhengi við bremsur), þá minnir mig að BMW hafi borið fyrir sig verri hitaleiðni þegar fleiri cylindrar/pistonar séu í spilinu, þegar spurt var afhverju M5 væri ekki með nema 1 piston-a bremsur.
(Ég ber enga ábyrgð á sannleiksgildi hitaleiðni athugasemdarinnar, þetta er langt út fyrir sérsvið okkar 5 volta gaura - kannski Jón Þór geti hjálpað með það ;) )

Author:  gunnar [ Wed 01. Dec 2004 21:33 ]
Post subject: 

jens wrote:
Mér finst ekki koma nógu vel fram hjá félögum okkar hvað þú ert mikill vinur að lána honum bílinn þinn.


Ég held að allir myndu nú gera þetta til að fá að vera á 10 milljón króna bíl í nokkra daga 8)

Author:  jonthor [ Wed 01. Dec 2004 22:13 ]
Post subject: 

Já þetta er helv gaman, var einmitt að koma heim af hraðbrautinni. Ekki það að það sé leiðinlegt að keyra 323 hér, það er bara erfitt að toppa 300hp porche :D

Jú piston er líklega rétt. Varðandi varmaleiðni dettur mér svosem ekkert gáfulegra í hug en betra loftflæði og að þar sem bremsucaliperinn er mikið stærri og efnismeiri haldi hann betur í hitann og það þurfi meira til að kæla hann. Geri ráð fyrir því að verkfræðingarnir hjá BMW viti hvað þeir eru að segja. En jú, varmaflutningsfræði er stór hluti af verkefninu mínu hér :D

....og hvað haldið þið? Auðvitað var ég stoppaður af löggunni á leiðinni heim. Ég þurfti sem sagt að útskýra af hverju í ansk. ég væri Íslendingur á þýskum númerum í Frakklandi á bíl sem ég á ekki einu sinni! En eftir nokkra brandara á bjagaðri Frönsku þá léttist nú yfir þeim, sagðist hafa skipt við vin minn og þeim fannst díllinn bara nokkuð góður, sögðust samt þurfa að taka bílinn af mér og skila honum aftur eftir svona 2 tíma :D :D

Jæja hér koma svo myndirnar sem ég lofaði:

Image
Image
Image
Image
Image

Author:  gunnar [ Wed 01. Dec 2004 22:19 ]
Post subject: 

vúps, varstu böstaður fyrir speeding eða ? :oops:

Býsna laglegur bíll, væri nú ekki værra ef hann væri beinskiptur, eða er hann með svona smg dóti? bæði ssk og bsk ?

Author:  íbbi_ [ Wed 01. Dec 2004 22:42 ]
Post subject: 

ARGH.. stundum getur maður bara varla verið annað en öfundsjúkur! en vá.. til hamingju maður þetta er eitthvað sem þú átt eftir að muna alla ævi 8)

hmm mér sýnist nú á myndini að bíllin sé beinskiptur???'

Author:  grettir [ Wed 01. Dec 2004 22:46 ]
Post subject:  Re: Porche 911 carrera 2000 módel í nokkra daga

jonthor wrote:
Á þessum eru fjórir, tveir sitt hvoru megin við bremsudiskinn.


Fjórir hjá mér :D Svínvirkar.

En glæsilegur bíll :shock:

Author:  Svezel [ Wed 01. Dec 2004 23:36 ]
Post subject: 

Úje nú er eflaust gaman að vera í Frakklandi! Njóttu meðan þú getur :)

...og hvar eru svo donut myndirnar :lol:

Author:  Jss [ Thu 02. Dec 2004 00:15 ]
Post subject: 

Geggjað, væri alveg til í svona skipti. ;) Endilega að koma með góða grein um aksturinn. ;)

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/