bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

fyrsti bíllinn þinn?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=8324
Page 1 of 6

Author:  ta [ Fri 26. Nov 2004 23:14 ]
Post subject:  fyrsti bíllinn þinn?

hvernig byrjar ferill bílaáhugamanna bmwkrafts.
minn fyrsti bíll var 1982 vw golf gti

Author:  Kombo [ Fri 26. Nov 2004 23:15 ]
Post subject: 

Minn fyrsti bíll var Bmw 518 svartur með gulllituðum álfelgum 88 árgerð keyptur frá BogL

Author:  Djofullinn [ Fri 26. Nov 2004 23:19 ]
Post subject: 

Minn bíll var því miður '93 Colt Glxi en þar á eftir nánast eingöngu BMW

Author:  Kombo [ Fri 26. Nov 2004 23:22 ]
Post subject: 

fyrsti bíllinn minn var bmw 518 klessti hann og eyðilagði hann svo keypti ég mér corrollu Si breytti honum fyrir slatta af pening og er einn flottasti Si bíllinn á landinu seldi hann og keypti mér svo aftur bmw 320 97 árgerð og á hann en í dag :)

Author:  hlynurst [ Fri 26. Nov 2004 23:30 ]
Post subject: 

Fyrsti bíllinn minn var MMC Colt Gti '89. 125hö og alveg fínast bíll... sé samt ekki eftir honum núna. :)

Author:  Svezel [ Fri 26. Nov 2004 23:40 ]
Post subject: 

VW Bora 1.6 '99. Gersamlega freðinn miðað við stnadarda mína í dag en meira en nóg handa 17ára gutta. Setti nokkuð öflugar Kenwood græjur aftur í og 16" felgur undir svo þetta var eðal rúntkerra undir lokin.

Author:  bebecar [ Fri 26. Nov 2004 23:47 ]
Post subject: 

HONDA CIVIC 13300 DX 1989... keyptur 1992, seldur sex mánuðum síðar fyrir Mazda 323F GT 8)

Author:  Kristjan [ Sat 27. Nov 2004 00:00 ]
Post subject: 

Minn fyrsti bíll var Subaru Justy J10 87 módel, eignaðist hann 1999 og þá var hann keyrður 86 þúsund :wink:

Author:  Wolf [ Sat 27. Nov 2004 00:02 ]
Post subject:  .

BMW 518i 1991 með M40 Vél.... Maður var nú ekki lítið stoltur :D

Author:  Schnitzerinn [ Sat 27. Nov 2004 00:07 ]
Post subject: 

Fyrsti og BESTI bíllinn minn er BMW 525i '91 sem ég neyddist til að selja :?

Author:  StrongBad [ Sat 27. Nov 2004 00:45 ]
Post subject: 

Minn fyrsti Bíll var Bmw E30 320. Svartur, Klassabíll. Keypti hann í Garðabænum. Átti hann í 4 góð ár, Seldi hann og keypti núverandi Bíl Bmw 320 E36 Svartan.

Author:  gunnar [ Sat 27. Nov 2004 00:49 ]
Post subject: 

Minn fyrsti bíll var Toyota Corolla G6, 1998. Bíllinn var með 1300 cc með sex gíra beinskiptum kassa sem enginn tilgangur var í. Anywayz, fínn bíll, ágætur sem svona fyrsti bíll, topplúga, samlæsingar, fínar græjur, töff innrétting, filmur og *hóst* tiltörulega svert púst.

Seldi bílinn upp í bimmann sem ég ek núna, og gaurinn sem tók hann upp í lenti í árekstri við rútu um daginn. Tryggingarnar keyptu hann, held það hafi verið of dýrt að gera við hann. :evil: Helv. rútur.

Author:  gstuning [ Sat 27. Nov 2004 01:07 ]
Post subject: 

Minn fyrsti var E30 318i ekinn 333þús þegar ég fékk hann fyrir 1KR

hvítur og var alveg nóg þá handa sauð eins og manni

Author:  Jökull [ Sat 27. Nov 2004 01:37 ]
Post subject: 

318i 89 (KS438) Ekinn 170.000 var 17 ára og dreyf mig bara í þessu, skoðaði bílinn valla, borgaði bara og fór. svo birjaði hitt og þetta að bila og ég hafði valla varla vit á bílum "þá". var bara í mesta basli með hann bræddi úr honum og alles, þá kom í ljós slæm meðferð vantaði td stimpilhring og maður fann kítti á óliklegustu stöðum :evil: átti hann í 2 ár og þegar ég seldi hann núna í sumar ekinn 200.000 þá var þetta bara orðinn hinn fínasti bíll, sakna hans pínu núna í hálkunni :(

Author:  Twincam [ Sat 27. Nov 2004 08:07 ]
Post subject: 

hmm.. minn fyrsti bíll var Nissan Sunny 1500 LX eða eitthvað... '84 árgerð...

Var að skipta um tímareim, átti bara eftir að setja plastcoverið á hann.. þá reisti ég mig upp úr húddinu.. skoðaði bílinn.. sagði við sjálfan mig "Nei andskotinn, mig langar ekki að eiga þetta" beygði mig í húddið, tók tímareimina af... sneri knastásnum um 90°, setti reimina aftur á og startaði :twisted:

Fór svo daginn eftir og keypti mér 1000cc 3cyl Suzuki Swift.. verð að gefa þessum bílum MIKIÐ kredit fyrir hvað þeir þola endalaust jask og klessur og útafakstur... (Var jú dáldið villtur fyrir utan bæjarmörkin :P )

Fyrsti bíllinn sem ég hef keypt mér sem er smíðaður eftir 1990 er Poloinn sem ég á núna.. hef almennt bara ekki nokkra löngun til að eiga bíla sem eru yngri en svona 1990-1993 :roll: Enda allir BMWarnir mínir '86-'89 árgerðir...

Page 1 of 6 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/