bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Vantar tæknilega hjálp!! https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=83 |
Page 1 of 1 |
Author: | GHR [ Thu 19. Sep 2002 17:03 ] |
Post subject: | Vantar tæknilega hjálp!! |
Þannig hljómar vandamálið mitt Ég er með BMW 750i '93 sem er 12 cyl eins og allir vita (vona ég). Þegar vélin er sett í gang þá gengur hún fínt bæði á lausagangi og á snúningi en bíllinn er grútmáttlaus. Vélin virðist bara ganga á einum helmingi því ef hásspennukeflið er tekið af(í gangi) á hægri helmingi þá breytist ekkert en ef hinn háspennuþráðurinn er tekinn af (og hinn hafður á) þá steindrepst á mótorinum. Einnig sogar hún svakalega lítið á hægri helmingi miðað við hinn??? Ég er búinn að rífa kveikjuna í sundur (kveikjulokið var reyndar sótað og ógeðslegt) og ég veit að vélin fær fína neista (reyndi á það með sársaukafulla þættinum) og ég er búinn að þjöppumæla vélina og útkoman varð fín. Ég er reyndar ekki búinn að fara með hann í tölvu hjá B&L. Mér var sagt af "reyndum manni" að líklegasta ástæðan væri að kveikjan væri ekki að flýta sér, eða að eitthvað væri bilað í eldsneytiskerfinu eða eitthverjir sensorar væri ónýtir.???? Þætti vænt um allar tillögur hjá ykkur ![]() |
Author: | Stefan325i [ Thu 19. Sep 2002 18:26 ] |
Post subject: | |
þú getur farið með bílin í tækniþjónustu bifreiða, þeir hafa reynst mér vel og það er minni biðtími og ódyrara að fara til þeirra og b&l mæla með þeim. Kanski gætum við (klúbburin) farið framm á afslát hjá þeim ég meina hópurinn er altaf að stækka og bilanir eru altaf til staðar ??? |
Author: | Bjarki [ Thu 19. Sep 2002 18:41 ] |
Post subject: | |
prófaðu að pósta fyrspurn á: www.thee32register.co.uk spjallborðið þetta er ótrúlega gott forum fyrir e32 bílana |
Author: | GHR [ Fri 20. Sep 2002 16:17 ] |
Post subject: | |
Það væri algjör snilld að tala við þá um afslátt. Þá mundu allavega flestir hér fara til þeirra en ekki B&L og allir græða (nema kannski B&L) Ég þekki svo lítið til þeirra, eru þeir alveg jafnklárir og strákarnir í B&L? |
Author: | saemi [ Fri 20. Sep 2002 19:24 ] |
Post subject: | |
Thehh, nei nei, við fáum náttúrulega þá í B&L til að gefa okkur líka afslátt! Svo bara sjáum við til hverjir bjóða betur ![]() |
Author: | Gunni [ Fri 20. Sep 2002 19:52 ] |
Post subject: | |
ég var eitthvað búinn að promotera fyrir því að meðlimir fengju afslátt allavega á varahlutaverkstæði B&L en stjórinn þar var í fríi. á eftir að tjékka betur á þessu öllu saman. |
Author: | Bjarki [ Sat 21. Sep 2002 11:39 ] |
Post subject: | |
Það væri frábært að fá afslátt í varahlutadeild BMW. Það er svo erfitt að pressa út afslátt hjá þeim að það hálfa væri nóg. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |