bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Þokuljós https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=8175 |
Page 1 of 2 |
Author: | Nökkvi [ Fri 12. Nov 2004 08:57 ] |
Post subject: | Þokuljós |
Keyrið þið með þokuljósin kveikt á bílunum ykkar? Það er vissulega svolítið flott en líka ólöglegt. |
Author: | Leikmaður [ Fri 12. Nov 2004 10:01 ] |
Post subject: | |
...Það er reyndar ekki alltaf ólöglegt! 5.mgr. 32.gr. umferðarlaga stendur allavega ,,Í þoku, þéttri úrkomu, eða skafrenningi má nota þokuljós í stað eða ásamt lágum ljós geisla. Hjálparljós má eigi nota til annars en þau eru ætluð"...vildi svo skemmtilega til að vera með lagasafnið mér við hlið ![]() En er ekki síðan alltaf leyfilegt að hafa kastarana á, þegar maður er kominn út fyrir borgarmörkin? |
Author: | iar [ Fri 12. Nov 2004 10:04 ] |
Post subject: | |
Leikmaður wrote: En er ekki síðan alltaf leyfilegt að hafa kastarana á, þegar maður er kominn út fyrir borgarmörkin?
![]() Jú jú, auðvitað má það eins og að keyra með háu ljósin, á vinstri akreininni og á þriðja hundraðinu. Umferðarlögin gilda bara á höfuðborgarsvæðinu. |
Author: | Leikmaður [ Fri 12. Nov 2004 10:07 ] |
Post subject: | |
iar wrote: Jú jú, auðvitað má það eins og að keyra með háu ljósin, á vinstri akreininni og á þriðja hundraðinu.
...Þetta eru þín orð, en ég sagði aldrei að það væri í UMFERÐARLÖGUM!!!!!!, ég held að það sé meira svona óskráð regla að það sé ,,leyfilegt" (að lögreglan sé ekki að sekta fyrir þetta út á þjóðveg eins og hérna í borg óttans), ég sel það ekki dýrara en ég keypti það, allavega hef ég heyrt þetta oft í umræðum um kastaranotkun... |
Author: | Nökkvi [ Fri 12. Nov 2004 10:17 ] |
Post subject: | |
Leikmaður wrote: ...Það er reyndar ekki alltaf ólöglegt!
Já ég átta mig nú á því, sorry, smá hugsunarfeill ![]() Það má nota þokuljós í þoku að sjálfsögðu en ég heyrði einhverntíman að það mætti aldrei nota aukaljós innan borgar/bæjarmarka hvernig sem veðrið væri. Það mætti aðeins nota þau við vissar aðstæður úti á þjóðvegi. |
Author: | gunnar [ Fri 12. Nov 2004 11:05 ] |
Post subject: | |
Ég keyri einstaka sinnum með þau innanbæjar, svona þegar ég er búinn að bóna og svona ![]() |
Author: | Thrullerinn [ Fri 12. Nov 2004 11:36 ] |
Post subject: | |
Samkvæmt lögum þarf ekki einu sinni að vera með ljósin kveikt á daginn.. ![]() Ég er nokkuð viss um að ég fari með rétt mál.. Þetta var lögbundið en síðan datt þetta út í kjölfar einhverrar tengsla við lagasetningar í Evrópu.. En varðandi þokuljósin þá læt ég Xenonið nægja ![]() |
Author: | Arnar [ Fri 12. Nov 2004 11:45 ] |
Post subject: | |
Nökkvi wrote: Leikmaður wrote: ...Það er reyndar ekki alltaf ólöglegt! Já ég átta mig nú á því, sorry, smá hugsunarfeill ![]() Það má nota þokuljós í þoku að sjálfsögðu en ég heyrði einhverntíman að það mætti aldrei nota aukaljós innan borgar/bæjarmarka hvernig sem veðrið væri. Það mætti aðeins nota þau við vissar aðstæður úti á þjóðvegi. Ég heyrði þetta líka ! Og þetta var meiri að segja spurning á ökuprófinu.... |
Author: | Kull [ Fri 12. Nov 2004 11:50 ] |
Post subject: | |
Ég var að skoða lögin og var þetta eina sem ég fann: Quote: 32. gr. [Við akstur vélknúins ökutækis skulu lögboðin ljós eða önnur viðurkennd ökuljós jafnan vera tendruð.]1)
[Við akstur ökutækis í rökkri, myrkri eða ljósaskiptum og þegar birta er vegna veðurs eða af öðrum ástæðum ófullnægjandi, hvort heldur er til að ökumaður sjái nægilega vel fram á veginn eða til að aðrir vegfarendur sjái ökutækið, skulu lögboðin ljós vera tendruð. Ökutæki, sem eigi skal búið ljósum, skal þá auðkennt samkvæmt reglum2) sem [ráðherra]3) setur.]1) Nota skal háan ljósgeisla þegar sjónsvið ökumanns nægir annars ekki til að aka örugglega miðað við ökuhraða. Háan ljósgeisla má eigi nota: a. þegar ekið er um nægilega vel lýstan veg, b. þegar ekið er á móti öðru ökutæki, þannig að valdið geti ökumanni þess glýju, eða c. þegar ekið er svo skammt á eftir öðru ökutæki, að valdið geti ökumanni þess óþægindum. Nota skal lágan ljósgeisla, þegar ekki er skylt eða heimilt að nota háan ljósgeisla. [Í þoku, þéttri úrkomu eða skafrenningi má nota þokuljós í stað eða ásamt lágum ljósgeisla. Hjálparljós má eigi nota til annars en þau eru ætluð.]1) Ljós má eigi nota þannig að valdið geti öðrum vegfarendum glýju. Eigi má nota annan ljósabúnað eða glitmerki en boðið er eða heimilað í lögum þessum eða reglum settum samkvæmt þeim. Þannig að það þarf alltaf að hafa kveikt á ökuljósunum. En ég get ekki séð neitt sem bannar notkun þokuljósa innan bæjarmarka þegar aðstæður eru viðeigandi. |
Author: | Bjarki [ Fri 12. Nov 2004 11:53 ] |
Post subject: | |
Það má vera með parkljós og þokuljós á daginn. Í umferðarlögum stendur að aðalljós megi vera í ákveðinni hæð og stærð á daginn þ.e. ekki myrkri. Nenni ekki að finna þetta í lögunum en gerði það einu sinni og fór út og mældi og það passaði allt. Kastararnir eru í stærð og hæð sem passar innan ákvæða laganna. |
Author: | bjahja [ Fri 12. Nov 2004 12:46 ] |
Post subject: | |
Bjarki wrote: Það má vera með parkljós og þokuljós á daginn. Í umferðarlögum stendur að aðalljós megi vera í ákveðinni hæð og stærð á daginn þ.e. ekki myrkri. Nenni ekki að finna þetta í lögunum en gerði það einu sinni og fór út og mældi og það passaði allt. Kastararnir eru í stærð og hæð sem passar innan ákvæða laganna.
Jebb, þetta er rétt hjá þér. Allavegana sagði löggan þetta við mig... |
Author: | Svezel [ Fri 12. Nov 2004 14:19 ] |
Post subject: | |
Þegar maður er með xenon þá þarf engin hnakkaljós ![]() ![]() |
Author: | Dr. E31 [ Fri 12. Nov 2004 17:06 ] |
Post subject: | |
Svezel wrote: Þegar maður er með xenon þá þarf engin hnakkaljós 8) (ég reyndar kveiki á þeim fyrir myndatökur og svona
![]() Újeah ![]() |
Author: | freysi [ Fri 12. Nov 2004 19:33 ] |
Post subject: | |
Getið þið útskyrt afhverju kastararir eru bannaðir en ekki Xenon sem getur svoleiðis gert manni lífið leitt ef maður keyrir á móti þessu í mikillri dimmu? |
Author: | Dr. E31 [ Fri 12. Nov 2004 20:00 ] |
Post subject: | |
freysi wrote: Getið þið útskyrt afhverju kastararir eru bannaðir en ekki Xenon sem getur svoleiðis gert manni lífið leitt ef maður keyrir á móti þessu í mikillri dimmu?
Aðalljós (með eða án Xenon) eru með "___/" skurð í sem kemur í veg fyrir að blinda aðkomandi bíl og ljósgeyslinn dregur þar að auki miklu lengra. Kastara hins vegar eru bara stórar ljósklessur og ekki með neinum skurð í, til þass að lýsa upp veginn rétt fyrir framan bílinn, en þeir blinda ökumann sem kemur ú gagnstðri átt. Þokuljós (ekki kastarar) eru með þverskurð, sem eiga að "skera" þokuna þannig að vegurinn lýsist upp, ekki þokan fyrir framan mann. Takk |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |