bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

ykkar bíll....
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=8114
Page 1 of 2

Author:  BMW_Owner [ Mon 08. Nov 2004 13:12 ]
Post subject:  ykkar bíll....

hey..leyfið þið einhverjum að keyra djásnið ykkar(bimmann/bensann) ef t.d einhver ákveðin/nn stelpa/strákur vill endilega keyra bílinn og keyrir ekkert illa....hugsið þið þá ykkur um "æ þetta er bara einu sinni þó að bílinn venjist hverjum ökumanni fyrir sig og slitnar samkvæmt því þá skiptir engu 1 skipti" eða "nó vey ekki minn bíl ef hún/hann klessir á þá þarf ég að borga allesammen og líka bílinn hefur ekkert gott af því"
?? hvor er það ég er meiri fyrir seinni fullyrðinguna en samt út af því að þetta er bmw og það ættu allir að eiga einn þá myndi ég alveg leyfa einhverjum (sem ég vissi að keyrði vel og væri að pæla í því að kaupa bimma)að taka aðeins í hann engar botngjafir en bar svona í gang og kveikja á miðstöðinni og soles:D

kv.BMW_Owner :burn:

Author:  fart [ Mon 08. Nov 2004 13:13 ]
Post subject: 

Its only a car.....

Author:  Svezel [ Mon 08. Nov 2004 13:16 ]
Post subject: 

fart wrote:
Its only a car.....


Sammála þessu.

Author:  gunnar [ Mon 08. Nov 2004 13:19 ]
Post subject: 

Get að hluta til verið sammála þessu, en það er ekki inn í myndinni að ég myndi leyfa td, móður minni að aka bílnum mínum. En mínir bestu félagar og faðir minn hafa alveg tekið hring á bílnum mínum. En svona almennt þá leyfi ég ekkert -hverjum- sem er að aka honum. En jú þetta er bara bíll. En engu að síður minn bíll sem ég þurfti að strita fyrir og ég vill njóta hans bara prívat og persónulega.

Author:  moog [ Mon 08. Nov 2004 13:23 ]
Post subject: 

Svezel wrote:
fart wrote:
Its only a car.....


Sammála þessu.


akkúrat. sama hér.

Author:  Jss [ Mon 08. Nov 2004 13:25 ]
Post subject: 

Ég leyfi nú ekkert hverjum sem er að keyra bílinn en foreldrar mínir fá að sjálfsögðu að keyra hann eins og þau vilja/þurfa sem er ekki oft. ;) En það hefur enginn annar fengið bílinn lánaðan, ég hef farið með í aðra bíltúra. ;)

Author:  stinnitz [ Mon 08. Nov 2004 13:40 ]
Post subject: 

moog wrote:
Svezel wrote:
fart wrote:
Its only a car.....


Sammála þessu.


akkúrat. sama hér.


:wink: sammála

Author:  oskard [ Mon 08. Nov 2004 13:47 ]
Post subject: 

hefur þetta ekki verið coverað áður ? :)

Author:  Jss [ Mon 08. Nov 2004 13:50 ]
Post subject: 

oskard wrote:
hefur þetta ekki verið coverað áður ? :)


Jú, ekkert svo langt síðan. ;)

Author:  íbbi_ [ Mon 08. Nov 2004 14:03 ]
Post subject: 

sumu fólki treysti ég og sumu ekki, þegar ég á góða bíla sem gaman er að finnst mér gaman að sjá einhverja sem ég veit að hafa svipaðar skoðanir og ég testa bílana og sjá þeirra viðbrögð

Author:  Haffi [ Mon 08. Nov 2004 15:31 ]
Post subject: 

Hver sem er svo framalega sem hann er með bílpróf og kantar ekki.

Author:  íbbi_ [ Mon 08. Nov 2004 16:01 ]
Post subject: 

Haffi wrote:
Hver sem er svo framalega sem hann er með bílpróf og kantar ekki.


já einmitt, ég einmitt er mjög harður á því að fólk sem fær að prufa passi felgurnar, þær eru ysti hluti bílsins hjá mér og er STRAX komnar í kant ef maður hættir sér nálægt,

Author:  Svezel [ Mon 08. Nov 2004 16:05 ]
Post subject: 

Auðvitað leyfir maður engum gúrkum að keyra bílinn sinn, það segir sig alveg sjálft.

Author:  bjahja [ Mon 08. Nov 2004 16:21 ]
Post subject: 

Leyfi ekki hverjum sem er að keyra bílinn. Leyfi öllum sem ég treysti að prufa

Author:  Kristjan [ Mon 08. Nov 2004 16:35 ]
Post subject: 

Ég leyfi öllum að testa bílinn minn svo lengi sem hef fengið tækifæri á að kynnast viðkomandi aðeins og vita að hann sé ekki einhver nöttkeis.

Svo er gaman að segja frá því að það hafa nokkrir fengið bakteríuna eftir rúnt á mínum sem er bara gott.

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/