iar wrote:
Jæja, eru ekki örugglega allir búnir að lesa 966bls ákvörðun samkeppnisráðs?

Ég las samantektina sem er aðeins og 36bls og mæli hiklaus með þeirri lesningu! Það sem þessi fyrirtæki eru búin að þjösnast á þjóðinni í öll þessi ár og sannanirnar sem hafa hrannast upp. Þetta er svo ótrúlegt.
Kíkið endilega á þetta og segið hvað ykkur finnst:
Samantektin (36bls PDF)Ákvörðun samkeppnisráðs (966bls PDF)Ætli maður bruni ekki beint upp í Kópavog eða Hafnafjörð á eftir og taki bensín hjá AO og halda því svo áfram næstu árin. Hvað annað getur vesæll almúgurinn gert við svona rugli, svínshætti og siðblindu hjá stjórnendum þessara fyrirtækja?
Það er ekki bara olíufélögin sem eru á bakvið allt þetta dót,
því að stjórnmálamenn eiga hluti í þessum fyrirtækjum og laga breyttingar geta þýtt milljónir ofan á milljónir í auka hagnað á komandi árum ,, allt fullkomlega löglegt og gott,, uppað því marki að
Málið er að allir stjórnmálamenn og stjórnarformenn á íslandi þekkjast og vinna samann því að í svona littlu þjóðfélagi viltu ekki eiga óvini því að það getur komið þér í vond mál hjá öllum hinum stóru köllunum og þá máttu ekki koma í afmælin þeirra og taka þátt í að fara illa með landið í allskyns plottum og peningaplokki
Fólk vill alltaf halda að stjórnmálamenn séu í alvöru í þessum störfum til að gera landinu gott, það er bara ekki svoleiðis, það má vera svona fyrsta kjörtímabilið en þegar allir sjá að öllum öðrum er alveg sama og allir eru bara að rífa peninga af okkur þá vilja þeir ekki missa af,
Þannig að ,, hvað er hægt að gera, ég kýs að kjósa ekkert af þessu liði, því að það er ekki einn stjórnmála maður sem er í þessu til að gera eitthvað gott alveg sama hvað þeir segja,,
_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
