bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW versus USA, af kvartmila.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=797
Page 1 of 2

Author:  Þórður Helgason [ Tue 11. Feb 2003 19:25 ]
Post subject:  BMW versus USA, af kvartmila.is

Og sjá, hér láta menn ljós sitt skína.

http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=3297

Author:  bjahja [ Tue 11. Feb 2003 21:39 ]
Post subject: 

Þetta sagði einn þarna

Quote:
"Sælir

Það var alveg heilmikil umræða og miklar yfirlýsingar á www.bmwkraftur.com spjallinu núna fyrir skemmstu um þetta mál.Þeir ætluðu sér aldeilis að rúlla okkur upp sem erum með "amerískt járnarusl" eins og einn þeirra sagði.Það væri gaman ef þeir sýndu þessar fyrirætlanir sínar í verki og tækju þátt í mílunni í sumar,en eitthvað segir mér þeir séu bara orðin tóm Annars eru auðvitað til þrælsprækir bimmar,en fæstir hafa roð í ameríkana í spyrnu.Bimmarnir eru ekki með high stall converter,lágt drifhlutfall og svo framvegis.Þeir eru bara ekki ætlaðir fyrir spyrnuakstur."


Ekki man ég eftir því að við höfum verið svona "kokkí" :roll:

Author:  Raggi M5 [ Tue 11. Feb 2003 22:40 ]
Post subject: 

Og þegar einhver í okkar klúbb man ekki alveg hver það var, fór að nefna Turbo í BMW einsog hvað það væri gaman að sjá Alpinu eða jafnvel M5 spyrna við einhverja Ameríska, þá fóru þeir bara að tala um Turbo-BMW vs. Chevy + NOS..... :roll:
Smá munur þar á milli..........

Author:  bjahja [ Tue 11. Feb 2003 22:48 ]
Post subject: 

Ef það væri ekki svona mikill rígur í þeim á kvartmílunni væri gaman að fá að hitta þá og spyrna við þá í sumar, þó svo að þeir munu líklega vinna.
En við vitum allir hverjir myndu vinna ef við bætum við einni eða tvemur beygjum :twisted:

Author:  Raggi M5 [ Tue 11. Feb 2003 23:06 ]
Post subject: 

Það myndi nú samt verða gaman þótt að það sé rígur á milli manna, þetta er mest bílar sem keyra einungis á kvartmílubrautinni, kengtjúnað aðeins til að spyrna.... :evil:

Author:  iar [ Tue 11. Feb 2003 23:33 ]
Post subject: 

Mér finnst appelsínur og epli góð... :)

Author:  gstuning [ Wed 12. Feb 2003 01:09 ]
Post subject: 

BMW sem er 300hö gegn Amerískum sem er 300hö, hvor haldiði að vinni,
gefandi að báðir eru á "venjulegum" götu dekkjum og ekkert kvartmílu spyrnu only tæki,

t.d ég gegn 300hö Camaro/Firebird/Mustang eða hvað sem það allt heitir,

13,5sek 1/4mílu er SS Camaro stock ég skal gera betur í sumar, no probs

Author:  elli [ Wed 12. Feb 2003 08:16 ]
Post subject:  varðandi ameríska drauma

sælir strákar ég hef haft BMW dellu síðan ég man eftir mér er alinn upp í henni :-) keipti minn fyrsta þegar ég var 18 ára E30 318 sem mér þótti afar góður á sínum tíma. Síðan ákvað ég að prófa camaro meira að seigja tvö stk. en gafst fljótlega upp á því því næst keipti ég mér impreza turbo nýjann jújú hann var ok. en seldi hann þegar ég fór í skóla aftur og þá var komið að því að kaupa 318 is E36 sem ég á enn í dag hann fékk ég fyrir ca. miljón og ég verð að seigja að miljón króna 9 ára gamall BMW er mun betri aksturs bíll en þriggja miljónkróna Subaru (þá er ég ekki að tala um kraftinn) þar sem subaruinn var auðvitað aflmeiri heldur ánæguna af því að keira, og viti menn er enn hæst ánægður !!! jæja það er kominn tími

kv.
elli M1 fan

Author:  Haffi [ Wed 12. Feb 2003 09:13 ]
Post subject: 

þeir eru að ruglast á Akstureiginleikum og einhverjum útúrtjúnuðum 400hp+ bílum sem eru með það eitt í huga að fara beint áfram 400m á einverjum 20 lítrum af bensíni :)

Author:  GHR [ Wed 12. Feb 2003 12:28 ]
Post subject: 

iar wrote:
Mér finnst appelsínur og epli góð... :)


Ég er sammála þér :) það er alltaf hægt að meta bíla saman og segja bílinn minn er kraftmeiri og ................ bla bla bla
Þetta eru bara mismunandi áhugamál og mismunandi skoðanir!!!!

Bæði helv... skemmtilegar týpur og gaman að keyra en við veljum bara öðrivísi bíla - ekki með það í huga að komast sem sneggst út 1/4 eða spyrna á ljósum borgarinna frá 0- XXX. Heldur fallega bíla, með öllum þægindum, vel einangraðir, vel smíöaðir og eru MJÖG þægilegir í akstri.

* ekki það að margir amerískir bílar séu það ekki líka - til mjög góð eintök en fer fækkandi

Author:  íbbi [ Wed 12. Feb 2003 16:26 ]
Post subject: 

mér finnst sona typpamælingarkeppnir alltaf asnalegar og í raun bara beinlínis barnalegar fyrir þá sem hlut að máli eiga..

virðist enginn geta haft áhuga á einhverju án þess að hafa sömu þörf til að úthúða hlutunum sem einhver annar á?

þetta eru gjörólíkir bílar og enganveginn hægt að bera þá saman.. og ég er nú reyndar á því að þeir sem segja að ekki sé hægt að beygja á amerískum bílum bara kunni ekki að keyra þá.. það var minnsta mál að svínkeyra mustanginn og trans aminn og meirasegja camaroinn líka sem ég hef átt..

skrítið hvernig menn vilja alltaf stilla amerískum bílum vs hinum... mér finnst það reyndar dáldið ósangjarnmt þar sem þetta eru eldgamlir bílar og sumir þeirra eflaust á svipuðum aldri og hönnuðir þeirra bíla sem er verið að bera þá saman við.. og spurning kannski hvort það sé hrós eða ekki? fyrir utan það að sona ca: annarhver bíll sem ber t.d nafnið camaro
er gömul útúrnauðguð jöskuð drusla sem lýtur vel út þó.. margir búnir að eiga þessa bíla og margir búnir að klúðra þeim.

allavega hef ég bara áhuga á bílum.. ekki Bara amerískum eða bara bmw eða bara þessu eða hinu.. enda reyni ég ekki að halda því framm að þessi sé bestur og blablabla þeir hafa allir sína kosti og allir sínaGALLA

Author:  bebecar [ Wed 12. Feb 2003 16:38 ]
Post subject: 

Satt satt....

En það er þó algengt að bílar hafi sinn karakter og það er kannski það sem er að villa svo mikið um fyrir mönnum.

T.d. var Ford Mondeo með 220 hestafla vél fljótari að fara tiltekna braut en splunkunýr BMW M3! Öllum fannst bara bimminn fljótari en engin veit afhverju Mondeo bíllinn toppaði tímann :lol: Semsagt, mönnum fannst Bimminn liggja alveg rosalega en samt var Mondeo bíllinn að skila betri tíma.

Gæti verið svipað með amerísk VS þýskt o.s.frv.

ÉG hef ekið mjög fáum amerískum bílum og ætla bara ekkert að tjá mig um þetta að öðru leit en því að ég veit að síðasta kynslóð Camaro höndlaði mjög vel (svo segja blöðin) en hann var bara dálítið grófur.

Author:  Þórir [ Wed 12. Feb 2003 19:03 ]
Post subject:  Sælir

Sko.

Ég seldi drekann minn síðastliðinn desember, Dodge Charger R/T 1969 módel og er núna á gömlum E-34 520. Það er ekkert hægt að bera þessa bíla saman, ekkert frekar en aðra bimma.

Þetta er allt spurning um hverju maður er að leita að. Það er einfaldlega allt annar fílingur að keyra bandarískt, ekkert betri eða verri. Bara allt annar.

Author:  Atli Camaro [ Wed 12. Feb 2003 19:41 ]
Post subject: 

bjahja wrote:
Ef það væri ekki svona mikill rígur í þeim á kvartmílunni væri gaman að fá að hitta þá og spyrna við þá í sumar, þó svo að þeir munu líklega vinna.
En við vitum allir hverjir myndu vinna ef við bætum við einni eða tvemur beygjum :twisted:


Jæja,góðan daginn
Farðu nú aðeins varlegar í yfirlýsingarnar.Það er mikill og óþarfa rígur á BÁÐA bóga.Svo er ekkert að víst að amerísku bílarnir vinni alltaf og það er heldur ekki víst að bimmarnir vinni ef það væri verið að keppa á braut með beygjum.Þetta fer algerlega eftir bíl,uppsetningu og ökumanni.En almennt séð þá henta ameríkanarnir betur í 1/4 mílu og bimmarnir betur í hitt,þannig er það allavega hérna á klakanum okkar.Því miður er ekki hægt að keppa í öðru en 1/4mílu hérna hjá okkur.En það er ekki hægt að bera þetta tvennt saman bimmana og kanana.En ættum við ekki hætta að metast og reynum að hafa bara gaman af þessu,þetta er jú bara sport.

Kveðja,
Atli Pé,sáttasemjari

Ps.
gstuning:
Það verður gaman að sjá þig í sumar."Put your money where your mouth is" 8) Persónulega þætti mér heiður af því að stinga þig af á 1/4mílu :twisted: En ég viðurkenni fúslega að bíllinn minn hentar ekki beinlínis vel í beygjur,allavega eins og hann er í dag.

Author:  Moni [ Wed 12. Feb 2003 19:52 ]
Post subject: 

Bílarnir eru ekki hannaðir í það sama!!
BMW, Benz, Audi og hinir þýsku bílarnir eru t.d. hannaðir fyrir hraðbrautaakstur, ekki stuttar spyrnur...

Hvaða venjulegur maður sem hefur lítinn sem engann áhuga á bílum vill sitja í Camaro með 350 cc vél á 200-220 km/h ef hann getur verið í einum af þessum þýsku með svipaðan kraft??

Hávaðinn í camaronum væri að drepa hann og svo myndi camaroinn örugglega eyða meira og svo hefur hann ekki 3 farþega aftur í!!! :D

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/