bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Vetrardekk https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=7958 |
Page 1 of 1 |
Author: | Bimma [ Thu 28. Oct 2004 18:33 ] |
Post subject: | Vetrardekk |
Hæ Er að reyna að kaupa góð vetrardekk undir BMW minn. Skilst að allir mæli með loftbóludekkjum þessa dagana, en mér finnst þeir ansi dýrir um 70-80 þús settið hjá ormsson. Mig vantar 16" 205-225/50-55 dekk og langaði að athuga hvort einhver vissi svona cirka hvort það sé hægt að fá ódýrara en þetta, og einnig hvort mikill munur væri á nelgdum og loftbóludekkjum í verði. Hvar annars staðar er hægt að kaupa vetrardekk? annars allar uppl vel þegnar Bimma |
Author: | oskard [ Thu 28. Oct 2004 18:52 ] |
Post subject: | |
mér skildist á nesdekk að þeir ætluðu að bjóða 205/55/16 yokohama loftbólur á ca 13-15kall stk. |
Author: | stinnitz [ Thu 28. Oct 2004 19:30 ] |
Post subject: | |
...ég myndi mæla með ónegldum í vetrardekkjum, er á svoleiðis á mínum og þau hafa reynst vel ![]() |
Author: | saemi [ Thu 28. Oct 2004 19:34 ] |
Post subject: | |
Ég fékk ofur-góðan díl hjá Nesdekk núna um daginn, það var að vísu 4 dekk sem voru búin að vera þarna lengi. Fékk ganginn á 30 kall. En 205/65 ættir þú að geta fengið á svona 10þús kall. Þá eru það fín dekk, BF gúddritszj eða e-ð svoleiðiss. |
Author: | grettir [ Thu 28. Oct 2004 22:45 ] |
Post subject: | |
Ég fór nú bara í Vökuportið í fyrra. Vantaði felgur og þeir áttu einhver "noname" dekk á 7500 kall stykkið. Ný. Þar sem það var byrjað að snjóa og ég var kominn heill á húfi þangað uppeftir að sækja felgurnar, þá smellti ég mér bara á þau. Fínar túttur. Nánast óslitnar eftir einn vetur. |
Author: | iar [ Thu 28. Oct 2004 23:11 ] |
Post subject: | |
Ég var að kaupa glæný Yokohama Iceguard (IG721) 205/55R16 hjá Nesdekk í dag á 64þ ca. með vinnu (og BMWKrafts afslætti!). Þetta er svipað verð og Óskar er að tala um, dekkin voru á tæpar 15þ. stykkið. Það er auðvitað ekki komin mikil reynsla á þau hjá mér eftir hálfan dag en ég eltist við snjó og hálku í dag og í því sem ég fann steinlá bíllinn. Hann snarbremsar í snjó og hálku, svínliggur í beygjum og að gefa á fullu inn í snjó og hálku bara virkar! Þau eru líka mjög hljóðlát, eiginlega svo hljóðlát að maður fer ósjálfrátt að velta fyrir sér hversu lengi/stutt þau eiga eftir að endast... ![]() Samanburðurinn við útúrslitnu sumardekkin er auðvitað ekki til umræðu, þetta er svo allt annað líf. ![]() Ég á örugglega eftir að pósta update á þessi dekk þegar ég er kominn með meiri reynslu á þau. En so far þá get ég ekki annað en mælt með þeim. |
Author: | jens [ Thu 28. Oct 2004 23:36 ] |
Post subject: | |
Nesdekk er málið, fékk mér heilsársdekk hjá þeim í haust á ótrúlegu verði. |
Author: | poco [ Fri 29. Oct 2004 10:03 ] |
Post subject: | |
Keypti Bridgestone Blizzak loftbóludekk í fyrra og þau virka mjög vel. Frábært að losna við naglaglamrið. Eina skiptið sem þau klikkuðu var í frekar nýföllnum snjó með glerhálku undir. Þá hefði verið gott að hafa nagla til að rífa sig af stað. Annars gef ég þeim góða einkunn. |
Author: | Maggi [ Fri 29. Oct 2004 11:07 ] |
Post subject: | |
Ég er á þessum hérna http://www.1010tires.com/Goodyear_Eagle ... tires.html ALLRA bestu dekk sem þú færð! Eru GEÐVEIk í snjó, hálku, bleytu og þurru. Minnir að hekla sé að selja þessi dekk á ekkert alltof mikið |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |