bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Auto, Motor und Sport, Heft 21 2004 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=7899 |
Page 1 of 2 |
Author: | Nökkvi [ Sun 24. Oct 2004 11:19 ] |
Post subject: | Auto, Motor und Sport, Heft 21 2004 |
Auto, Motor und Sport, Heft 21 2004 BMW gegn Mercedes Forsíðufréttin að þessu sinni er um nýjar tegundir frá BMW og Mercedes. Samtals munu koma næstum 20 nýjir bílar frá þessum framleiðendum fram til 2008. Nýji þristurinn mun koma næsta vor og verður hann töluvert rúmbetri en núverandi bíll og munar þar mestu um að hann er 8 cm breiðari. Touring útgáfan mun síðan verða sýnd á bílasýningunni í Frankfurt næsta haust. Í byrjun verður boðið upp á fjórar vélar, tvær fjögurra og tvær sex strokka frá 150 til 258 hö. Nýja diesel vélin úr 535d kemur seinna. Nýr S klassi frá Mercedes kemur á næsta ári og til að svara því mun BMW gera eitthvað við sjöuna, í það minnsta vélarlega. Talað er um að 12 strokka vélin muni fá Biturbo til þess að keppa við öflugustu S klassa bílana. Einnig er talað um að V10 vélin úr M5 verði tjúnuð í 600 hö fyrir væntanlegan M6. Í undirbúningi hjá BMW er einnig nýr bíll sem flokkast ekki undir neitt sem til er núna hjá þeim. Þessi bíll gengur undir nafninu “Raum Konzept” sem mætti þýða sem “rýmishugmynd”. Bíllinn verður byggður á lengdri fimmu og verður sennilega fjórhjóladrifinn og einrýmisbíll (Touring). Talað er um markaðssetningu árið 2008. Ásinn hefur selst vel í upphafi í Þýskalandi og nú er farið að bíða eftir fleiri útgáfum. 2005 koma reyndar engar nýjar útgáfur nema hvað fimm dyra bíllinn fær 6 strokka vél. 2006 mun hins vegar koma 3ja dyra útgáfa sem verðu enn þrengri afturí. 3ja dyra bíllinn mun fá aðeins öðruvísi grill og afturljós og verður til að byrja með aðeins boðinn með 6 strokka vélum. Hvaða fleiri útgáfur af ásnum verða í boði er ekki ljóst ennþá. _____________________________________________________________ BMW 535d á móti Mercedes E 400 CDI Þrátt fyrir færri strokka og að vera minni keppir línusexan við V8 diesel frá Mercedes vegna tveggja túrbína. Línu sexan er 272 hö og 560 Nm og er 50 kg léttari en V8 vélin frá BMW. Um þessa vél skrifaði ég um daginn í þræðinum Auto, Motor und Sport, Heft 20. Strax við 1500 sn/min nær vélin 530 Nm togi. 535d vélin er í raun bara 3ja lítra. Mercedes vélin er hins vegar 4,0 l eins og nafnið gefur til kynna og er V8. Hún er 260 hö og einnig 560 Nm við 1700 sn/min. Á pappírnum eru þessir bílar svipaðir. 0-100 km/klst á 6,8 sek (BMW) og 7,2 sek (Mercedes) og báðir eru þeir takmarkaðir við 250 km/klst. hámarkshraða. BMW vélin þykir hins vegar svara sneggra en áður hefur þekkst hjá diesel vélum. Hún snýst að 5000 sn/min og það heyrist varla að þetta sé dieselvél, nema þá helst í hægagangi. V8 vél Mercedes nær ekki að halda í við línu sexuna hvað varðar aflnýtingu. Mjög góð 5 þrepa sjálfskiptingin hjá Mercedes hjálpar hins vegar til við að koma aflinu til skila. 6 þrepa sjálfskiptingin hjá BMW sem kemur sem staðalbúnaður er stillt sportlegar en hjá Mercedes. BMW vélin eyðir minna, 10,4 l/100 km á móti 11,6 l/100 km hjá Mercedes. BMW-inn þykir höndla betur, m.a. vegna þess að hann er 100 kg léttari að framan. Hann er líka allur miklu léttari í akstri. Mercedes fær hins vegar plús fyrir loftpúðafjöðrunina. Maður finnur meira fyrir veginum í BMW. Blaðamanni finnst stjórntækin (takkar o.s.frv.) betra í Mercedes en þeir eru líka allmennt á móti i-Drive þannig að þetta kemur ekki á óvart. Samtals vinnur BMW 535d m.a. vegna minni mengunar, að vera ca. 8000 EUR ódýrari og ódýrari tryggingar. Niðurstaða:...............BMW 535d.......Mercedes E 400 CDI Boddýið (100).................80.......................80 Notkun (50)....................39.......................44 Akstursþægindi (100).......86......................90 Vél og drifás (100)...........81......................73 Akstursöryggi (100).........83.......................77 Bremsur (50)...................47......................48 Umhverfi (50)..................29......................21 Kostnaður (100)...............89......................74 Samtals (650).................534....................507 1. BMW 535d: Kostir 535d eru týpískir fyrir BMW, sportlegur, góð vél, gott að keyra og góð handling. Vegna betra verðs og minni mengurnar vinnur hann örugglega. 2. Mercedes E 400 CDI: 400 CDI er með allt annan karakter en 535d, þægilegri og einfaldari í notkun. Hann tapar á vél, kostnaði og mengun. Helstu tæknilegar upplýsingar: .........................BMW 535d.................Mercedes E 400 CDI Vél:...................6 strokka línuvél.........V8 Afl:....................200 kW (272 hö).........191 kW (260 hö) Tog:...................560 Nm við 2000 sn....560 Nm við 1700 sn Þyngd:...............1800 kg......................1941 kg 0-100 km/klst......6,8 sek......................7,2 sek Eyðsla í prófun:...10,4 l/100 km.............11,6 l/100 km Grunnverð:.........51.830 EUR................60.158 EUR _____________________________________________________________ Aðrar smáfréttir sem tengjast BMW Háhraða vetnisbíll frá BMW BMW hefur framleitt hugmyndabíl sem ber nafnið H2R og er knúinn með V12 vetnisvél sem er 285 hö. Aðeins eitt eintak verður til af þessum bíl. Fjallað var um hann á þræðinum Vetnis Power Hann var við prófanir á einhverri háhraðabraut í Frakklandi og fór hringinn á 11,993 sek. og hélt meðalhraða upp á 300,2 km/klst. BMW stefnir ennþá á að bjóða núverandi sjöu með vetnis/bensínvél. _____________________________________________________________ Þristurinn var þriðja söluhæsta tegundin í Þýskalandi í ágúst og féll um eitt sæti úr nr. 2. Þetta má væntanlega skýra þannig að nýr þristur kemur næsta vor og því halda hugsanlegir kaupendur að sér höndum. Fimman er 9. söluhæsta tegundin og X5 er í 46. sæti af þeim 50 tegundum sem eru á þessum lista. Samtals er BMW í fjórða sæti bílaframleiðenda í Þýskalandi. _____________________________________________________________ Vona að einhver hafi nennt að lesa þetta. Meira seinna. Kveðja, |
Author: | oskard [ Sun 24. Oct 2004 11:24 ] |
Post subject: | |
Snilld ![]() |
Author: | hlynurst [ Sun 24. Oct 2004 12:39 ] |
Post subject: | |
Tek undir orð Óskars ![]() ![]() |
Author: | Alpina [ Sun 24. Oct 2004 14:08 ] |
Post subject: | |
Ein mega M5 Kraftwagen Mestur allra vagna einhverntíman ich haben öðlast slíkra gagna ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() |
Author: | Eggert [ Sun 24. Oct 2004 20:29 ] |
Post subject: | |
Alpina wrote: Ein mega M5 Kraftwagen
Mestur allra vagna einhverntíman ich haben öðlast slíkra gagna ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() hehehe ![]() |
Author: | Kristjan [ Sun 24. Oct 2004 21:09 ] |
Post subject: | |
Sehr gut |
Author: | gunnar [ Sun 24. Oct 2004 21:20 ] |
Post subject: | |
Djöfull gaman að lesa þetta ![]() |
Author: | iar [ Sun 24. Oct 2004 21:34 ] |
Post subject: | Re: Auto, Motor und Sport, Heft 21 2004 |
Þetta er alger snilld hjá þér Nökkvi! Frábært framtak! ![]() Nökkvi wrote: Nýji þristurinn mun koma næsta vor og verður hann töluvert rúmbetri en núverandi bíll og munar þar mestu um að hann er 8 cm breiðari. Touring útgáfan mun síðan verða sýnd á bílasýningunni í Frankfurt næsta haust. Í byrjun verður boðið upp á fjórar vélar, tvær fjögurra og tvær sex strokka frá 150 til 258 hö. Nýja diesel vélin úr 535d kemur seinna.
335d *slef* |
Author: | Jss [ Mon 25. Oct 2004 10:15 ] |
Post subject: | Re: Auto, Motor und Sport, Heft 21 2004 |
iar wrote: Þetta er alger snilld hjá þér Nökkvi! Frábært framtak!
![]() Nökkvi wrote: Nýji þristurinn mun koma næsta vor og verður hann töluvert rúmbetri en núverandi bíll og munar þar mestu um að hann er 8 cm breiðari. Touring útgáfan mun síðan verða sýnd á bílasýningunni í Frankfurt næsta haust. Í byrjun verður boðið upp á fjórar vélar, tvær fjögurra og tvær sex strokka frá 150 til 258 hö. Nýja diesel vélin úr 535d kemur seinna. 335d *slef* Tek undir það. ![]() ![]() |
Author: | gstuning [ Mon 25. Oct 2004 11:11 ] |
Post subject: | Re: Auto, Motor und Sport, Heft 21 2004 |
Jss wrote: iar wrote: Þetta er alger snilld hjá þér Nökkvi! Frábært framtak! ![]() Nökkvi wrote: Nýji þristurinn mun koma næsta vor og verður hann töluvert rúmbetri en núverandi bíll og munar þar mestu um að hann er 8 cm breiðari. Touring útgáfan mun síðan verða sýnd á bílasýningunni í Frankfurt næsta haust. Í byrjun verður boðið upp á fjórar vélar, tvær fjögurra og tvær sex strokka frá 150 til 258 hö. Nýja diesel vélin úr 535d kemur seinna. 335d *slef* Tek undir það. ![]() ![]() Jebb,, myndi segja að það ætti að vera eitthvað sem allir verða sáttir við |
Author: | íbbi_ [ Mon 25. Oct 2004 11:45 ] |
Post subject: | |
já... 3 lína með 270hö twin turbo dieselvél hljómar bara vel! gaman að lesa samanburðin á benzinum og bimmanum, eitt sem ég hef tekið eftir þar sem maður ósjálfrátt er alltaf berandi þessi merki saman er að mér er farið að þykja nýju benzarnir flottari að innan en bmw, sem er alveg þveröfugt við það sem áður hefur verið, |
Author: | Arnar [ Mon 25. Oct 2004 15:17 ] |
Post subject: | |
Gaman að lesa þetta ![]() |
Author: | E 220T [ Mon 25. Oct 2004 23:52 ] |
Post subject: | |
Þ.a. BMW vinnur þetta aðallega á því að vera ódýrari og menga minna ![]() Ég held að ég hafi séð sambærilegt test einhvern tímann og 500E og M5 sem sá síðarnefndi rétt hafði þar sem hann skoraði mun fleiri stig fyrir að vera ekki eins dýr. |
Author: | arnib [ Tue 26. Oct 2004 08:41 ] |
Post subject: | |
E 220T wrote: Þ.a. BMW vinnur þetta aðallega á því að vera ódýrari og menga minna
![]() Ég held að ég hafi séð sambærilegt test einhvern tímann og 500E og M5 sem sá síðarnefndi rétt hafði þar sem hann skoraði mun fleiri stig fyrir að vera ekki eins dýr. Nei. BMW vinnur þetta af því að: ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() Lastu ekki greinina? ![]() Og síðast en ekki síst vinnur hann af því að hann er BMW! (kannski pínulítið hlutdrægt) ![]() |
Author: | jonthor [ Tue 26. Oct 2004 08:56 ] |
Post subject: | |
Eina sem Benzinn er að vinna eru akstursþægindi og notkun. Merkilegt, það eru þeir eiginleikar sem Afi leitar helst að í bíl! ![]() |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |