bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
tint spray utaná gul stefnuljós https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=7830 |
Page 1 of 2 |
Author: | Bjarki [ Sun 17. Oct 2004 18:24 ] |
Post subject: | tint spray utaná gul stefnuljós |
Hefur einhver séð tint spray fyrir ljós til sölu hérna á Íslandi? Sá grein um breytingu á e30 afturljósum og árangurinn er skuggalega góður miðað við kostnað og fyrirhöfn. ![]() Þessi ljós voru venjulega gul en fengu smá andlitslyftingu Sjá nánar: http://www.e30zone.co.uk/techtint.asp |
Author: | hlynurst [ Sun 17. Oct 2004 19:34 ] |
Post subject: | |
Þetta kemur alveg ótrúlega vel út! Mig minnir að félagi minn hafi notað svona efni til að sprauta ljósin sín hérna fyrir nokkrum árum síðan. Það væri þess virði að reyna að redda sér svona brúsa... ætli þetta sé ekki til í ÁG eða Tómstundarhúsinu? |
Author: | Dorivett [ Sun 17. Oct 2004 19:57 ] |
Post subject: | |
þú færð þetta uppí orku uppá höfða sem er hinummegin við götuna hjá brimborg. |
Author: | Svezel [ Sun 17. Oct 2004 21:09 ] |
Post subject: | |
Var ekki Sæmi með eitthvað svona spray? |
Author: | saemi [ Sun 17. Oct 2004 21:17 ] |
Post subject: | |
Ég var ekki með svona spray-nei. En ég á til stefnuljós sem er búið að gera svona við á sexuna að framan. Langar mikið að prufa þetta með afturljós einmitt, alveg til í þetta. |
Author: | ta [ Sun 17. Oct 2004 21:34 ] |
Post subject: | |
hef gert þetta við mína, 2xE36 og E34 , var búin að gera þetta við afturljósin á mínum E39 áður en ég fékk mér facelift ljósin, (á gömlu til ef e-rn vantar) flottari heildarbaksvipur sem fæst með þessu, það má svo ná þessu af með þynni. ég hef notað spray frá in-pro.de |
Author: | flamatron [ Sun 17. Oct 2004 21:45 ] |
Post subject: | |
Ég gerði svona á gamla e30 316i bílnum mínum.. ég keypti bara svona rautt ljósa sprey dæmi í Á.G. og það kom bara vel út.! http://www.we-todd-did-racing.com/wetoddimage.wtdr?i=wNjA2NTM2NnM0MTNkZmQzMXk1NDE%3D |
Author: | Bjarki [ Sun 17. Oct 2004 23:00 ] |
Post subject: | |
Ég í Orkuna á morgun. Verð að prófa þetta sjá hvernig þetta kemur út. Á aukaljós á e30 sem notuð verða í tilraunina. Svo náttúrlega bara þynnir ef allt fer í klessu. Á maður að nota gular perur eftir þessa breytingu eða kemur gulur bjarmi þegar ljósin blikka? |
Author: | ta [ Mon 18. Oct 2004 11:29 ] |
Post subject: | |
Bjarki wrote: Ég í Orkuna á morgun.
Verð að prófa þetta sjá hvernig þetta kemur út. Á aukaljós á e30 sem notuð verða í tilraunina. Svo náttúrlega bara þynnir ef allt fer í klessu. Á maður að nota gular perur eftir þessa breytingu eða kemur gulur bjarmi þegar ljósin blikka? ég hef aldrei skipt um perur, ljósið roðnar soldið, en verður ekki alveg rautt. (þá meina ég þegar kveikt er á perunni) fer eftir hvað þú lætur mikið. lakkið er frekar glært , það fer alveg heill (litill) brúsi á tvö stefnuljós. ef þú villt að þau verði alveg rauð. þannig að, það þarf að passa uppá leka, þetta verður soldið þykkt . |
Author: | Dorivett [ Mon 18. Oct 2004 12:19 ] |
Post subject: | |
ég gerði þetta við ´88 twincam sem ég átti og ég setti bara glærar perur í staðinn fyrir gulu og það kom drulluvel út |
Author: | force` [ Tue 19. Oct 2004 00:57 ] |
Post subject: | |
![]() |
Author: | Hrannar [ Tue 19. Oct 2004 22:21 ] |
Post subject: | |
Það er mjög gott að fara í Gísla Jónsson og fá blandað smá prósent svart út í glæru. |
Author: | Bjarki [ Wed 20. Oct 2004 02:55 ] |
Post subject: | |
Hrannar wrote: Það er mjög gott að fara í Gísla Jónsson og fá blandað smá prósent svart út í glæru.
Getur maður ekki gert það sjálfur? Kannski frekar erfitt að finna rétta magnið á svarta litnum! |
Author: | BMW_Owner [ Fri 29. Oct 2004 20:12 ] |
Post subject: | |
á gult ekki að vera gult fær maður skoðun á bílinn með svona stefnuljós? kv.BMW_Owner ![]() |
Author: | moog [ Fri 29. Oct 2004 20:17 ] |
Post subject: | |
BMW_Owner wrote: á gult ekki að vera gult fær maður skoðun á bílinn með svona stefnuljós?
kv.BMW_Owner ![]() Þú hefur væntanlega verið að sjá bíla á götunni sem eru með stefnuljósin rauð og jafnvel hvít frá framleiðendum. Ef þau blikka appelsínugulu þá er það í lagi. |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |