bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

ALPINA BI-TURBO
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=76
Page 1 of 2

Author:  Alpina [ Tue 17. Sep 2002 18:03 ]
Post subject:  ALPINA BI-TURBO

Ágætu félagar
Ég ákvað að stofna bara nýja umræðu þar sem verið er að tala um þennan ofurbíl. Fyrir ári síðan var ég allveg að því kominn að kaupa þennan bíl sem er hér-lendis, ég talaði við fullt af fróðum mönnum sem
áttu,höfðu átt eða höfðu umgengist þessa bíla (erlendis) flestir höfðu sömu sögu að segja,,,, gríðarlegt afl,, ofboðsleg hitamyndun í vélarrými,
skuggaleg hröðun,, (hef sjálfur farið í 260 og bíllinn átti helling eftir
E-34 M5 er töluvert slakari 315/3.6--365nm 340/3.8--400nm á móti
360/3.5--520nm
Allir vara hlutir eru stjarnfræðilega dýrir og eru flestir vélarhlutir eingöngu
fáanlegir frá Alpina,, Frambremsur kosta (diskar+klossar) ca 150.000-
200.000 komið undir bílinn með öllu !!!!!!!!! að aftan eru standard 535
Þessi umræddi bíll sem er hér á götunni (var fyrir ári síðan) er vont eintak,, Skelfileg slysasaga út í eitt en fjarskafallegur, Túrbinur í þessum bílum endast illa (þó að þær séu vatnskældar) sökum gríðarlegs hita í vélarrými og hellings afls sem verið er að skila frá sér.
Öll umgengni um bílinn er frábær venjulegur E-34 yfirleitt vel búnir
létt kúpling og ólýsanlegur togkraftur þegar komið er af stað.
0-100 er ekkert ógurlegt á þessum bíls sökum mikils afl.. en eftir það
Ég er allveg viss um að fáir framleiddir bílar í dag nái þessum bíl í eiginleikum ,,,,,,,,, 5-farþegar 290-km/klst látlaus í útliti og ´geypileg orka,

Án vafa einn af ótrúlegum bílum samtímans,


Sveinbjörn Hrafnsson 8682738

Author:  Djofullinn [ Tue 17. Sep 2002 18:40 ]
Post subject: 

Hey Heyr! Sammála þessu :D

Author:  Stefan325i [ Tue 17. Sep 2002 18:56 ]
Post subject: 

Mér persónulega fynst B-10 bíllin alveg geðveikur en í samanburði eru
m5 mótorarnir S36-S38 miklu betur tjúnaðir og þróaðri vélar en M30 vélin 3.5 er yfir 20 ára gamal mótor sem alpina er búina að betrumbæta og skella 2 túrbínum á.
En þegar þetta tæki kom úr á sínum tíma þá var þetta klikkað og er enn :twisted:

Image

þessi er til sölu á 8900 evrur á mobile.de

Hérna eru nokrir sem ég væri til í að eiga.
E46 m3
E39 m5
Audi rs4 avant
lotus omega

Author:  bebecar [ Tue 17. Sep 2002 20:16 ]
Post subject: 

Það eiga að vera tveir Alpina B10 bílar hérna, ég hef séð þá báða, en það er meira en ár síðan að ég sá "hinn" bílinn, þá er ég ekki að tala um bílinn sem Sveinbjörn minntist.

Ég verð fyrir mína parta að segja að þetta eru svæsnir bílar, en þeir eru verulega mikið dýrari en M5 og verulega mikið dýrari í rekstri, ávinningurinn er hinsvegar ekki beint verulegur þó hann sé talsverður.

Ef ég væri að fara í Alpina á annað borð myndi ég reyna að grafa upp Alpina B7S, en það er reyndar hægt að fá góða B6 bíla sem eru mjög áreiðanlegir í samanburði (254 hestöfl í E30 boddí).

Author:  hlynurst [ Wed 18. Sep 2002 00:45 ]
Post subject: 

Já, ég tek undir þetta að þessir bílar eru svakalegir. Var eitt sinn að auka hraðan hjá mér og tók ekki eftir því að við hliðina á mér var þessi bíll. Gaurinn hélt örugglega að ég væri eitthvað að reyna og gaf í... ég þarf örugglega ekki að segja meira, hann hreinlega hvarf!!! Ótrúlegt afl... :shock:

Author:  bebecar [ Wed 18. Sep 2002 09:32 ]
Post subject: 

Það má reyndar benda á það að Alpina bíllinn á myndinni er ekki B10 Biturbo heldur bara B10 og töluvert kraftminni og því ódýrari :)

Author:  Haffi [ Fri 18. Jul 2003 16:59 ]
Post subject: 

Samt ALPINA!!

Author:  íbbi_ [ Fri 18. Jul 2003 21:30 ]
Post subject: 

ég var nú eitt sinn komin á þá skoðun að þeir væri 2 en síðan var það eiginlega "sannað" fyrir mér að hún er bara 1,

kraftur? finndu annan bíl sem fer slædandi upp ártúnsbrekkuna á gjöfini einni á 180km hraða í 4 gír :shock:

Author:  Alpina [ Fri 18. Jul 2003 21:44 ]
Post subject: 

Ég verð nú að segja það að þetta er athugasemd snillings með meiru


Á Nesjavallaveginum var ég í bílnum á 180 km/klst og spólvörnin
blikkaði...... var farþegi en engu að síður,, ((( ég veit að þetta er uppáhaldsbíll)))) undirritaður hefur aldrei fundið jafn mikla hröðun
frá 60-250á jafn skömmum tíma .................................

((((((og það upp í móti))((á Nesjavallaveginum) ))))

Fór í 260 undir Bláfjöllunum og neglan í botn frá 200 er eins og að fá
VÖRUBÍL aftan á sig þvílíkt afl.................................................
EEEEEEEEEEEEENNNNNNNNNNNN
eins og undiritaður sá bílinn síðast og flestir !!!!
þá vona ég að þessi stórkostlega bifreið komist í það ástand sem
hún á að vera,,,,, til FRAMBÚÐAR


ALPINA kveðjur..... SV.H

Author:  hlynurst [ Fri 18. Jul 2003 22:39 ]
Post subject: 

Meira svona... ég fæ bara fiðring!!!! :twisted:

Author:  Schulii [ Sat 19. Jul 2003 01:52 ]
Post subject: 

ÞVÍLÍKAR LÝSINGAR.. vá maður!!! ég vissi ekki einu sinni af þessu ALPINA batteríi fyrr en ég kynntist ykkur..

Author:  Haffi [ Sat 19. Jul 2003 01:53 ]
Post subject: 

eitt orð ....... //M3 !!!

Author:  hlynurst [ Sat 19. Jul 2003 04:44 ]
Post subject: 

Mér er bara illt í pungnum....

Author:  Raggi M5 [ Sun 20. Jul 2003 01:06 ]
Post subject: 

Okey þetta eru bara klikkaðir bílar, en ég held að ég tali fyrir marga meðlimi í þessum klúbb að það er ekki þorandi að eiga BMW-Alpinu. Varahlutir eru dýrir í BMW fyrir og hvað þá í Alpinu. Ég myndi allavega ekki leggja í það að kaupa svona grip nema að maður væri vel stæður.

Author:  Alpina [ Sun 20. Jul 2003 16:54 ]
Post subject: 

Ég held að menn ættu að taka orð RAGGA alvarlega því að þetta er jú
Eflaust hinn beiski sannleikur,,,,,,,,
Það er ekki nóg að eiga eitthvert Dollaragrín (($ :lol: ))
og hafa ekki efni á að þjonusta græjuna eða gera við ef eitthvert atriði kostar allveg stórpening,, :shock: :x :?: :idea:

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/