bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Ódýr Z3
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=755
Page 1 of 2

Author:  Gestur [ Fri 07. Feb 2003 09:42 ]
Post subject:  Ódýr Z3

http://www.bilasolur.is/Main.asp?SHOW=CAR&BILASALA=0&BILAR_ID=101219&FRAMLEIDANDI=BMW&GERD=Z3&ARGERD_FRA=1995&ARGERD_TIL=1997&VERD_FRA=1090&VERD_TIL=1690&EXCLUDE_BILAR_ID=101219

Þessi er nú talsvert ódýr. Hvað finnst ykkur um þennan bíl og þetta verð?

Author:  GHR [ Fri 07. Feb 2003 10:53 ]
Post subject: 

Mér finnst þetta persónulega ljótir bílar og myndi aldrei kaupa svona. Og ekki má segja að þetta séu kraftmiklir bílar :?
En það er aðeins mín skoðun!!!
Finndu þér frekar almennilegan BMW

Author:  arnib [ Fri 07. Feb 2003 10:58 ]
Post subject: 

Mér finnst þetta ótrúlega fallegur bíll!
Þetta er lausnin fyrir þá sem eru BMW óðir og eiga Miötu :shock:

Og þetta er mjög lágt verð.

Author:  bebecar [ Fri 07. Feb 2003 12:05 ]
Post subject: 

Ég myndi segja að verðið sé eðlilegt! Þetta er ekki með bestu bimmum, en samt þokkalegir bílar. Ég hefði ekkert á móti svona bíl en þetta er engin akstursbíll - miatan er t.d. miklu betri!

Hann hlýtur að seljast á þessu verði fljótlega.

Author:  hlynurst [ Fri 07. Feb 2003 12:12 ]
Post subject: 

Mér finnst þetta nú ekki mikið spennandi bíll. Ef ég ætti að eignast Z3 þá ætti það að vera Roadster eða svona en bara "aðeins" kraftmeiri. Helst M bíll en gæti þó hugsað mér að eiga roadster með 2,8 lítra vélinni. Þetta eru nú ekki miklar kröfur finnst ykkur??? :lol:
Var reyndar á vökuuppboði fyrir svona ári síðan og þá seldist 2,8 roadster á 2 millur... þá var sá bíll metinn á 3,7!!!!

Author:  Gesturinn [ Fri 07. Feb 2003 12:18 ]
Post subject: 

Jú, það má vera að þetta verð sé eðlilegt fyrir þess bíla. Eftirspurnin eftir svona bílum er sennilega takmörkuð og væntanlega háð árstíð. Fátt vitlausara en að kaupa sér Z3 í þessari færð, ekki nema þá vegna lægra verðs. BMW Z3 er kannski ekki með þeim bestu BMW, en hann er samt BMW sem eitt og sér gerir bílinn góðan. Voru Z3 ekki annars settir saman í Germany?

Mér finnst nú fínt að keyra þessa bíla. Lipur og góður, en ekkert spes miðað við stóru bræður hans. Hinsvegar er þessi bíll frá '96 og verðið er svipað og á jafngömlum e39. Vélin ekki sú stærsta, en á móti kemur að bíllinn þarf ekki stóra vél. Útlit bílsins er þannig að annaðhvort fílaru það eða þá alls ekki. BMW Z3 blæjubíll á rúma milljón getur samt ekki verið annað en fínustu kaup. Mig langar samt ekki í hann, en það er annað mál. Í dag langar mig í silfraðan E46 og í gær langaði mig í hvítan eða steingráan E39.

Author:  oskard [ Fri 07. Feb 2003 12:55 ]
Post subject: 

Mig langar að vita.... afhverju segiru:

Quote:
Fátt vitlausara en að kaupa sér Z3 í þessari færð!


Það er eins og að segja að það sé 'fátt viltausara en að kaupa sér
afturhjóladrifinn bíl' þetta er bara vitleysa, ef þú kannt að keyra skiptir
þetta litlu sem engu máli. Og ef þú vilt meina að það sé heimskulegt
að eiga blæjubíl á íslandi er það líka tóm þvæla !

Author:  Raggi M5 [ Fri 07. Feb 2003 12:57 ]
Post subject: 

'Eg persónulega myndi frekar kaupa Camaro F-1 sem er tharna fyrir aftan Bimman, ég myndi ekki vilja svona Bimma :?

Author:  bebecar [ Fri 07. Feb 2003 13:08 ]
Post subject: 

Það er ekkert að því að eiga blæjubíl þó það sé vetur.

Ég minni á að snemma á síðustu öld voru allir bílar blæjubílar og ekki þótti það enitt tiltökumál :lol:

Author:  Djofullinn [ Fri 07. Feb 2003 13:30 ]
Post subject: 

Ef menn kunna að keyra þá er afturhjóladrifinn bíll miklu betri í snjó og hálku punktur

Author:  Gestur [ Fri 07. Feb 2003 13:37 ]
Post subject: 

Quote:
Mig langar að vita.... afhverju segiru:

Quote:
Fátt vitlausara en að kaupa sér Z3 í þessari færð!


Þetta var nú alltof strangt til tekið hjá mér, viðurkenni það. :oops:
Ég átti eiginlega við að það væri viturlegra að kaupa sér blæjubíl á sumrin. Blæjubílar njóta sín best á sumrin, það er nokkuð ljóst.
Það er vitaskuld enginn vitleysa að eiga afturhjóladrifinn bíl um vetur, enda var ég ekkert að tala um það. Hinsvegar er ég ekkert hrifinn af blæjubílum og það eru fáir dagar á ári sem hægt er að keyra með blæjuna niðri. Hvað þá eins og veðrið er núna? Ekki mundi ég hafa minn bíl opinn í þessu veðri og til hvers þá að hafa þennan möguleika?

Það á kannski ekki við um Z3, en margir blæjubílar eiga það til að blotna í gegn, þetta á til dæmis við um suma Miata bíla.
Það hvín líka oft óþægilega í blæjunni á miklum hraða, þó það eigi jafnvel frekar við um eldri blæjubíla.

Bebecar: Ég minni á að snemma á síðustu öld þótti ekkert tiltökumál þótt bílar kæmust vart hraðar en 50 km/klst. :santa:
Sniðugir þessir broskallar.

Author:  GHR [ Fri 07. Feb 2003 14:01 ]
Post subject: 

Djofullinn wrote:
Ef menn kunna að keyra þá er afturhjóladrifinn bíll miklu betri í snjó og hálku punktur


Já, það segja margir og það er örugglega eitthvað til í því. En allir bílar sem ég hef átt (Benz 190E, BMW 520IA og BMW 750IA) hafa verið á ómögulegum vetrardekkjum og verið hræðilegir á veturna (sérstaklega Benzinn, enda voru bremsudælunar að aftan fastar og það var EKKI hægt að stoppa hann :x )
Mér líður samt alltaf betur í framhjóladrifsbílum í mikilli hálku (tala nú ekki um 4X4) því ég er ekki góður að keyra RWD bíla á veturna - maður er alltaf að leika sér SMÁ og það vill oft fara út í eitthver leiðindi eins og gerðist fyrir mig, ég lenti á staur (eiginlega svona n- handrið) á góða Mercedes Benzinum mínum, og til að bæta úr skák þá gerðist það beint fyrir framan húsið mitt um morgun :oops: Það komu allir að sjá :oops:
Ekki gaman

Author:  GHR [ Fri 07. Feb 2003 14:02 ]
Post subject: 

Djofullinn wrote:
Ef menn kunna að keyra þá er afturhjóladrifinn bíll miklu betri í snjó og hálku punktur


Já, það segja margir og það er örugglega eitthvað til í því. En allir bílar sem ég hef átt (Benz 190E, BMW 520IA og BMW 750IA) hafa verið á ómögulegum vetrardekkjum og verið hræðilegir á veturna (sérstaklega Benzinn, enda voru bremsudælunar að aftan fastar og það var EKKI hægt að stoppa hann :x )
Mér líður samt alltaf betur í framhjóladrifsbílum í mikilli hálku (tala nú ekki um 4X4) því ég er ekki góður að keyra RWD bíla á veturna - maður er alltaf að leika sér SMÁ og það vill oft fara út í eitthver leiðindi eins og gerðist fyrir mig, ég lenti á staur (eiginlega svona n- handrið) á góða Mercedes Benzinum mínum, og til að bæta úr skák þá gerðist það beint fyrir framan húsið mitt um morgun :oops: Það komu allir að sjá :oops:
Ekki gaman
Kannski annað núna þegar maður er kominn með ASC+T spól-og skrikvörn og ABS :D

Author:  Djofullinn [ Fri 07. Feb 2003 14:06 ]
Post subject: 

Já þetta er náttúrulega allt spurning um æfingu :)

Author:  Jói [ Fri 07. Feb 2003 17:36 ]
Post subject:  Skráður inn

Jæja, ég skráði mig nú bara inn. Ég er númer 124 í röðinni. Ótrúlega var það eitthvað auðvelt.

Er ekki í allt í lagi að ég eigi ekki BMW né þá að ég hafi átt slíkan :?: Ég sé mig samt fyrir á e39 eða e46 að minnsta kosti fyrir áramót. En þangað til held ég mig við aðra óæðri bíla.

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/