Quote:
Mig langar að vita.... afhverju segiru:
Quote:
Fátt vitlausara en að kaupa sér Z3 í þessari færð!
Þetta var nú alltof strangt til tekið hjá mér, viðurkenni það.
Ég átti eiginlega við að það væri viturlegra að kaupa sér blæjubíl á sumrin. Blæjubílar njóta sín best á sumrin, það er nokkuð ljóst.
Það er vitaskuld enginn vitleysa að eiga afturhjóladrifinn bíl um vetur, enda var ég ekkert að tala um það. Hinsvegar er ég ekkert hrifinn af blæjubílum og það eru fáir dagar á ári sem hægt er að keyra með blæjuna niðri. Hvað þá eins og veðrið er núna? Ekki mundi ég hafa minn bíl opinn í þessu veðri og til hvers þá að hafa þennan möguleika?
Það á kannski ekki við um Z3, en margir blæjubílar eiga það til að blotna í gegn, þetta á til dæmis við um suma Miata bíla.
Það hvín líka oft óþægilega í blæjunni á miklum hraða, þó það eigi jafnvel frekar við um eldri blæjubíla.
Bebecar: Ég minni á að snemma á síðustu öld þótti ekkert tiltökumál þótt bílar kæmust vart hraðar en 50 km/klst.
Sniðugir þessir broskallar.