bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Nokkrar spurningar um 316i og 318i E36... https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=7456 |
Page 1 of 1 |
Author: | andri [ Thu 16. Sep 2004 21:53 ] |
Post subject: | Nokkrar spurningar um 316i og 318i E36... |
Sælir snillingar, Ég er að hugsa um að fjárfesta í BMW E36 316i eða 318i (frekar). Árgerð sirka '91 - '94. Ég þarf að nota bílinn sem "daily-driver" milli Reykjavíkur og Reykjanesbæjar. Ég keyri sirka 100km á dag 6 daga vikunnar (mest megnis langkeyrsla) og þarf því áreiðanlegan og helst þokkalega eyðslugrannan bíl. Þannig að það sem mig langar að spyrja ykkur snillingana sem þekkið vel til þessara bíla, eða eigið svona/hafið reynslu af er..: - Hvað eru 316 og 318 að eyða á hundraði? - Hvernig er áreiðanleikinn á þessum kvikindum? - Hverju þarf ég að líta eftir við val á svona bíl? Þakka fyrir mig! Andri Örn |
Author: | Gunni [ Thu 16. Sep 2004 22:36 ] |
Post subject: | |
Ég hef átt 318 '93 og er þetta sagt út frá þeim bíl - Hvað eru 316 og 318 að eyða á hundraði? minn 318 var að eyða eitthvað í kringum 11 (aldrei minna) í blönduðum, aðallega innanbæjarakstri. Ég fór tvisvar á honum útá land, og eyðslan minnkaði voðalega lítið því það þurfti að pína greyjið soldið áfram. Hins vegar eru 6cyl bílarnir mun eyðslugrennri í langkeyrslu (ef þú hefðir áhuga á því að skoða það. t.d. var minn 323 að skreppa niðrí 8 lítrana í langkeyrslu. Þannig bíll er þó fyrir utan verðsvið á 318 bíl. - Hvernig er áreiðanleikinn á þessum kvikindum? Mín reynsla af öllum BMW sem ég hef átt hefur verið mjög góð, mjög áreiðanlegir og yfir allt góðir bílar. - Hverju þarf ég að líta eftir við val á svona bíl? Eins og með aðra bíla væri gott að vel hafi verið hugsað um hann, hann reglulega smurður og annað í þeim dúr. Gott að fara með hann í ástandsskoðun. Ef hann er bsk þá er ekki ólíklegt að það sé smit á gírkassanum, en það hefur ekki þótt hættulegt. Ég mæli eindregið með E36 bílum, þeir eru flottir, góðir, og mjög gott að keyra þá. kv. Gunni |
Author: | gunnar [ Thu 16. Sep 2004 22:50 ] |
Post subject: | |
Gunni wrote: Ég hef átt 318 '93 og er þetta sagt út frá þeim bíl
- Hvað eru 316 og 318 að eyða á hundraði? minn 318 var að eyða eitthvað í kringum 11 (aldrei minna) í blönduðum, aðallega innanbæjarakstri. Ég fór tvisvar á honum útá land, og eyðslan minnkaði voðalega lítið því það þurfti að pína greyjið soldið áfram. Hins vegar eru 6cyl bílarnir mun eyðslugrennri í langkeyrslu (ef þú hefðir áhuga á því að skoða það. t.d. var minn 323 að skreppa niðrí 8 lítrana í langkeyrslu. Þannig bíll er þó fyrir utan verðsvið á 318 bíl. - Hvernig er áreiðanleikinn á þessum kvikindum? Mín reynsla af öllum BMW sem ég hef átt hefur verið mjög góð, mjög áreiðanlegir og yfir allt góðir bílar. - Hverju þarf ég að líta eftir við val á svona bíl? Eins og með aðra bíla væri gott að vel hafi verið hugsað um hann, hann reglulega smurður og annað í þeim dúr. Gott að fara með hann í ástandsskoðun. Ef hann er bsk þá er ekki ólíklegt að það sé smit á gírkassanum, en það hefur ekki þótt hættulegt. Ég mæli eindregið með E36 bílum, þeir eru flottir, góðir, og mjög gott að keyra þá. kv. Gunni Heyr heyr... Ég er sammála nafna mínum, ef ég væri að fara keyra mikið út á landi tæki ég hispunarlaust 6 cyl bíl , td eins og minn, 320ia 1997.. Mokeyðir innanbæjar en þegar hann er kominn út fyrir bæjarmörk á svona 100-110 þá eyðir hann voðalega litlu... |
Author: | vallio [ Fri 17. Sep 2004 00:55 ] |
Post subject: | |
minn (318is) eyðir sko EKKI miklu. hvorki á langkeyrslu né innanbæjar. er að eyða svona allt frá 9 til 13 á hundraði innanbæjar (9= RÓLEGUR akstur)... svo eitt skiptið þegar ég var að keyra suður þá fór ég undir 8 með því að keyra á 100 alla leið... þess vegna skil ég ekki hvað fólk er að væla yfir mikilli eyðslu í 318 bílunum.... allavega finn ég ekki fyrir því að vera að reka bílinn, samt er maður í skóla og ekki að vinna ![]() ég mæli vel með 318 bílunum (allavega fjölventlavélinni, hef ekki reynslu að 8 ventla vélinni). en ég viðurkenni alveg hins vegar að maður væri svosem alveg til í 2 cyl í viðbót ![]() en það stendur allt til bóta (svona uppúr áramótum (kannski))..... |
Author: | Haffi [ Fri 17. Sep 2004 00:56 ] |
Post subject: | |
8 ventla vélin eyðir engu maður ![]() ég var að fara með 10 innanbæjar og 7-8 utanbæjar |
Author: | BMWmania [ Sat 18. Sep 2004 13:19 ] |
Post subject: | |
Ég er með 318i ´93, og hann hefur reynst mér rosalega vel í langkeyrslu, ég hef verið að keyra á milli Reykjavíkur og Snæfellsness í sumar. Eyðslan er á bilinu 7-10, og ég keyri nú frekar greitt ![]() ![]() Svo hafa þessir bílar náttúrulega bara þessa klassísku BMW eiginleika, fara rosalega vel með mann, og gríðarlega skemmtilegir í akstri. Kannski ekki alveg sá kraftmesti, en vinnslan er góð. Svo er hann líka svo flottur ![]() |
Author: | Munto [ Sat 18. Sep 2004 20:19 ] |
Post subject: | |
ég persónulega er með 320 e-36 97 árgerð og hann eyddi útá landi 7L á hundraðið en innanbæjar er hann að eyða sirka 12 miðað við rólegri keyrslu og er hann sjálfskiptur 5 gíra sjálfskipting |
Author: | andri [ Sun 19. Sep 2004 22:02 ] |
Post subject: | |
Takk strákar fyrir mjög málefnalega umræðu! Ég ætla að kíkja eftir bíl, og skoða þetta nánar. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |