bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Hvað finnst ykkur um þetta
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=7430
Page 1 of 3

Author:  VH E36 [ Wed 15. Sep 2004 10:18 ]
Post subject:  Hvað finnst ykkur um þetta

http://www.hugi.is/bilar/articles.php?page=view&contentId=1716043

Author:  Jss [ Wed 15. Sep 2004 10:28 ]
Post subject: 

Jahá, yfirleitt fólk með litla eða enga reynslu af BMW sem skrifar svona, leyfi mér að efast um að höfundur "greinarinnar" hafi nokkra reynslu af BMW.

Author:  Kull [ Wed 15. Sep 2004 10:29 ]
Post subject: 

Jss wrote:
Jahá, yfirleitt fólk með litla eða enga reynslu af BMW sem skrifar svona, leyfi mér að efast um að höfundur "greinarinnar" hafi nokkra reynslu af BMW.


Sammála því, þetta virðist vera óttalegur pappakassi :roll:

Author:  gstuning [ Wed 15. Sep 2004 10:30 ]
Post subject: 

Hverjum er ekki sama hvað öðrum finnst

Hvað er að bila??

Þegar maður þarf að skipta um klossa og dempara og viðhald??

Varla,, Það hefur alveg rosalega lítið bilað hjá mér, bara verið reglulegt viðhald,,

Gaurinn sem skrifaði þetta heldur uppá ameríska bíla, það þarf ekki að segja mikið um þá frábæru akstursbíla sem eyða ekki neinu og bila aldrei

Author:  jonthor [ Wed 15. Sep 2004 10:34 ]
Post subject: 

gstuning wrote:
Gaurinn sem skrifaði þetta heldur uppá ameríska bíla, það þarf ekki að segja mikið um þá frábæru akstursbíla sem eyða ekki neinu og bila aldrei


:lol: :lol: :lol:

Author:  fart [ Wed 15. Sep 2004 10:45 ]
Post subject: 

ég svaraði þessum gaur. Call me stupid, fæ það örugglega endalaust til baka :?

Author:  gunnar [ Wed 15. Sep 2004 10:51 ]
Post subject: 

Ég nennti ekki að svara þessari grein á huga þótt mig langaði það.

Mér fannst þetta hálf innihaldslaus grein en engu að síður er þetta bara skoðun mannsins og hann hefur fullan rétt til að hafa hana.

Flott á meðan við hinir sem elskum bmw fáum bara að njóta þeirra í friði ;)

Author:  Svezel [ Wed 15. Sep 2004 11:30 ]
Post subject: 

Þetta böggar mig ekki neitt, fólki má alveg finnast BMW ofmetnir mín vegna. Ég veit bara að ég vil ekkert annað og finnst bara fínt ef það eru ekki of margir á BMW heldur.

Author:  Jón Ragnar [ Wed 15. Sep 2004 11:35 ]
Post subject: 

Fólk eins og þessi pappakassi fékk mann til að hætta á huga :roll:

Author:  fart [ Wed 15. Sep 2004 11:36 ]
Post subject: 

Þetta fer geðveikt í taugarnar á mér.

Author:  Schnitzerinn [ Wed 15. Sep 2004 12:06 ]
Post subject: 

:-# :-# :-#

Author:  Haffi [ Wed 15. Sep 2004 12:09 ]
Post subject: 

Reeeeeeeeeeeelax guys... ekki láta skoðanir einhvers taðsveitts APAFÓSTURS úti í bæ fara í taugarnar á ykkur! :shock: :shock:

Author:  oskard [ Wed 15. Sep 2004 12:16 ]
Post subject: 

ég skil nú ekki hvernig fólk nennir að lesa umræður á huga allmennt :roll: :lol:

Author:  jonthor [ Wed 15. Sep 2004 12:25 ]
Post subject: 

Haffi wrote:
Reeeeeeeeeeeelax guys... ekki láta skoðanir einhvers taðsveitts APAFÓSTURS úti í bæ fara í taugarnar á ykkur! :shock: :shock:


Mér finnst nú "Mannvitsbrekka" hjá fart bara ágætis orð yfir náungann!

Author:  JHG2 [ Wed 15. Sep 2004 13:32 ]
Post subject: 

Ég verð að svara nokkrum kommentum sem koma hér fram.

Ég er stjórnandinn á Huga sem samþykkti þessa grein. Samkvæmt öllum stöðlum telst ég ekki þroskaheftur (eins og einhver sagði hér framar, svoleiðis ummæli segja meira um viðkomandi en um mig) og tel að mér hefði ekki verið stætt á því að hafna greininni, þar sem að hún uppfyllti lágmarkskröfur sem gerðar eru til greina.

Við reynum að hafa ritskoðun í lágmarki, en höfnum samt mörgu sem menn kalla greinar. Ef menn eru með ærumeiðingar, gefa upp bílnúmer eða fleira þá er því hafnað.

Það er ekki nóg að ég sé ósammála greininni til að ég hafni henni. Ég hef samþykkt margar greinar sem ég er algjörlega ósammála, en þá er bara að svara henni á málefnalegann hátt.

Ég samþykkti því greinina og var fyrstur til að svara henni. Svarið byrjar svona:

"Ég vil byrja á að taka það fram að ég hef aldrei átt BMW og aldrei haft áhuga á að kaupa svoleiðis vagn (er meira fyrir ameríska). Það breytir því ekki að ég tel þetta vera góða bíla, og neyðist til að taka upp hanskann fyrir þá."

Einhver hér minnist að sá sem að skrifaði greinina sé hallur undir ameríska bíla. Það kemur hvergi fram, en ég er sá eini sem tók það fram að ég væri áhugamaður um þá. Það tók ég fram til að þeir sem að læsu rök mín með BMW sæu að mat mitt byggðist ekki á því að ég væri sérstakur áhugamaður um BMW, heldur að mitt hlutlausa mat (ef maður getur einhverntíma verið alveg hlutlaus) væri að þetta væru ágætir bílar.

Síðan reyni ég að skýra mögulega ástæðu þess að BMW hafi komið illa út. Svarið enda ég á:

"Ég skil því vel þá sem hafa áhuga á þessum bílum."

Neðar svaraði ég líka, þar sem að 316 og 318 voru gagnrýndir:

"316 og 318 eru ekki aflmiklir. Þetta eru ágætis bílar sem BMW framleiðir fyrir ákveðinn kaupendahóp. Ef menn vilja fá eitthvað afl þá fara þeir ofar í stigann hjá BMW en af nógu er að taka."

Það má eflaust deila um það hvort mönnum finnist 316 eða 318 aflmiklir (ég er viss um að M3 og M5 eigendur eru mér sammála), en eins og ég tek fram þá eru aflmeiri bílar í boði.

Þannig að mér finnst í raun að þið séuð að hengja bakara fyrir smið, ég var sá fyrsti til að mótmæla því sem í greininni stóð (og taka upp hanskann fyrir BMW), og er sá sem fæ hvað mestar ádeilur á þessari síðu.

Það er svo annað mál. Afhverju þurfa hópar á ákveðnum síðum að raka aðra niður? Á huga.is eru margar góðar greinar ásamt mörgum lakari. Það koma allskonar aðilar þar inn, á öllum aldri. Það sama má eflaust segja um Kraftinn, Live2cruize og kvartmíluna.

Menn eru svo fljótir að dæma heilann hóp af fólki útfrá nokkrum einstaklingum.

Ef ég ætti að dæma ykkur útfrá einstökum ummælum á þessum þræði þá fenguð þið ekki háa einkunn.

JHG

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/