bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

ARGHHH!
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=7278
Page 1 of 3

Author:  íbbi_ [ Wed 01. Sep 2004 18:37 ]
Post subject:  ARGHHH!

í gær var ég á ferðini utanbæjar og við vegkantin er hópur af rollum eins og alltaf, allavega ég hægi á mér og flauta á þær og þær hlaupa allar eins og þær eigi lífið að leysa frá veginum, og ég gef aftur í þá snýr 1 rollan við og hoppar beint fyrir bílin hjá mér, ég negli náttla niður eins og ég get en það dugir ekki til og hún skellur framan á bílnum hjá mér,

tjónið á bílnum er nefnilega töluvert meðað við ekki stærra slys, en það brotnaði grillið á honum, framljósin H megin allt plastið brotnaði beyglaðist og skekktist húddið og kom smá bunga á frambrettið, og jú járnið sem er undir ljósunum og grillinu líka,

gífurlega svekkjandi , bæði þar sem að bíllin var allur nýsprautaður að framan og leit gífurlega vel út, auk þess sem ég var nýbúin að fá gott tilboð í hann :x , en það verður ekki mikið við þessu gert nema bara laga þetta ewru náttla bara bolt on hlutir nema húddið, hugsa að ég láti vaða á 750 look að framan :twisted:

Author:  Thrullerinn [ Wed 01. Sep 2004 18:42 ]
Post subject: 

Frekar fúlt, sorry kallinn.. Kovera tryggingar ekkert svona lagað ??

Eitt annað, hvað varð um greyið rolluna, það fylgir ekki sögunni :(

Author:  flamatron [ Wed 01. Sep 2004 18:44 ]
Post subject: 

Fúlt maður...

er semsagt grillveisla hjá þér á næstunni.? :twisted:

Author:  Svezel [ Wed 01. Sep 2004 18:46 ]
Post subject: 

Leiðinlegt að heyra maður :( Þú reddar þessu bara, og eins og þú segir þá er þetta fínt tækifæri fyrir 750 look

Það er lík alveg til skammar þessi lausaganga fjár við vegi um land allt og gersamlega fáránlegt að þetta skuli enn tíðkast núna á 21.öldinni. Kostnaðurinn við þau tjón sem verða af þessu á hverju ári hlýtur nú að dekka a.m.k. stóran hluta af kostnaði við girðingar og þetta er eitthvað sem tryggingarfélögin ættu að athuga

Author:  íbbi_ [ Wed 01. Sep 2004 18:51 ]
Post subject: 

nei bíllin er ekki í kaskó, þannig að tjónið situr allt á mér og þetta er smá peningur :?

Rollu greyjið fór að sjálfsögðu ekki vel útúr þessu og dó því miður ekki strax en en ekki mikið seinna sem betur fer, en það er sona að vera með greindavísitölu á við gangstéttarkant og hoppa fyrir 2 tonna málmhlussu á 100km hraða :?

en það er svo annað að mér finnst fáránlegt að enn þann dag í dag sé þetta vandamál, þessar rollur skapa náttúrulega stórhættu og valda gífurlegum fjölda eignartjóna á ári, og síðan er bílstjórin alveg gjörsamlega réttlaus og þarf að borga rolluna í þokkabót og situr uppi með tjónið ofan á það, ég hugsa að þetta tjón hjá mér sé um 200þús, gjörsamlega óásættanlegt

edit, já það vill nú svo óheppilega til að ég borða ekki lambakjöt :x og steikin sem var á húddinu var ekkert til að auka matarlystina :!:

Author:  Schnitzerinn [ Wed 01. Sep 2004 18:54 ]
Post subject: 

Skrambans ólukka - En fyrst þú þarft að borga rolluna þá áttu hana lögum samkvæmt og getur sparað þér kjöt-kaup fyrir grillveisluna hjá Gunna Gstuning á laugardaginn :wink: :P

Author:  íbbi_ [ Wed 01. Sep 2004 19:05 ]
Post subject: 

nei ekkert lambakjöt, en ég væri hinsvegar til í að koma með bóndan sem átti rollurnar eða þann sem er ábyurgur fyrir því að lausaganga búfjár er leyfð og skella honum á grillið

Author:  Schnitzerinn [ Wed 01. Sep 2004 19:14 ]
Post subject: 

Hahaha, FARMER BBQ PARTY :twisted:

Author:  Haffi [ Wed 01. Sep 2004 19:16 ]
Post subject: 

íbbi_ wrote:
nei ekkert lambakjöt, en ég væri hinsvegar til í að koma með bóndan sem átti rollurnar eða þann sem er ábyurgur fyrir því að lausaganga búfjár er leyfð og skella honum á grillið


hahahahahahaaha :)

En djöfull súrt maður :( ég lennti einmitt í því að valta yfir gæs á 1xx km/h og það fór ekkert of vel :oops:

Author:  Bjarkih [ Wed 01. Sep 2004 19:18 ]
Post subject: 

íbbi_ wrote:
nei bíllin er ekki í kaskó, þannig að tjónið situr allt á mér og þetta er smá peningur :?

Rollu greyjið fór að sjálfsögðu ekki vel útúr þessu og dó því miður ekki strax en en ekki mikið seinna sem betur fer, en það er sona að vera með greindavísitölu á við gangstéttarkant og hoppa fyrir 2 tonna málmhlussu á 100km hraða :?



Þetta er nú ástæðan fyrir því að ég var alltaf með hníf í bílnum þegar ég bjó á Íslandi, ömurlegt að þurfa að horfa upp á skepnur kveljast.

Author:  Haffi [ Wed 01. Sep 2004 19:20 ]
Post subject: 

Bjarkih wrote:
íbbi_ wrote:
nei bíllin er ekki í kaskó, þannig að tjónið situr allt á mér og þetta er smá peningur :?

Rollu greyjið fór að sjálfsögðu ekki vel útúr þessu og dó því miður ekki strax en en ekki mikið seinna sem betur fer, en það er sona að vera með greindavísitölu á við gangstéttarkant og hoppa fyrir 2 tonna málmhlussu á 100km hraða :?



Þetta er nú ástæðan fyrir því að ég var alltaf með hníf í bílnum þegar ég bjó á Íslandi, ömurlegt að þurfa að horfa upp á skepnur kveljast.



ÁVALT VIÐBÚINN :mrgreen:

Author:  Schnitzerinn [ Wed 01. Sep 2004 19:23 ]
Post subject: 

Maður þyrfti að vera með afsagaða haglabyssu og vélsög í bílnum, til að kvelja helvítans bændurnar sem eiga þetta lausagangsfé :twisted:

Author:  bjahja [ Wed 01. Sep 2004 20:28 ]
Post subject: 

Schnitzerinn wrote:
Maður þyrfti að vera með afsagaða haglabyssu og vélsög í bílnum, til að kvelja helvítans bændurnar sem eiga þetta lausagangsfé :twisted:

Uuuuuu.......okey

En vá hvað þetta er leiðinlegt maður :? En ég hinsvegar flauta aldrei þegar ég kem að kindum, ég hægi bara mjög mikið á mér og þá hlaupa þær eiginlega aldrei neitt

Author:  íbbi_ [ Wed 01. Sep 2004 23:32 ]
Post subject: 

Haffi, ég þekki einn sem keyrði á gæs og sá ekki neitt út og keyrði á rollu :shock:

já veistu eftir að hafa bombað á rolluna þá er ég ekki viss um að ég væri alveg á því að hlaupa út og skera hana á háls.. frekar að láta bóndan skjóta hana eða eitthvað..

Author:  Eggert [ Wed 01. Sep 2004 23:58 ]
Post subject: 

Lambakjöt á diskinn minn... :P

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/