bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

850i
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=727
Page 1 of 1

Author:  montoya [ Tue 04. Feb 2003 22:09 ]
Post subject:  850i

getur eiinhver sagt mér eitthvað um svartan 850i sem vantar annað framljósið í .

hann er 1992 og ekinn 118.000,- númerið UV-869

Hvað má borga fyrir svona bíl og veit einhver söguna á bak við hann

er að íhuga kaup.

Author:  Alpina [ Tue 04. Feb 2003 22:15 ]
Post subject: 

Það er hægt að koma ágætum bíl 91-92 heim fyrir 1500.000 með öllu.

Author:  GHR [ Tue 04. Feb 2003 22:30 ]
Post subject: 

Ertu að meina þennan???



Image

Author:  GHR [ Tue 04. Feb 2003 22:31 ]
Post subject: 

Ef svo er og þú missti af umræðunum, kíktu þá á


http://www.bmwkraftur.com/spjall/viewtopic.php?t=501


Maður væri alveg til í að kaupa svona. Bara örlítil boddý-vinna og örugglega ekkert rosalega dýrt og örugglega þrælgaman að keyra svona bíl.

Author:  Alpina [ Tue 04. Feb 2003 22:36 ]
Post subject: 

Ef verðið er 900.000 þá held ég að sá sem hafi áhuga að kaupa bílinn
gæti gert reyfarakaup þ.e.a.s. ef það þarf ekki að kasta offjár í bílinn.

Sv.H.

Author:  Bjarki [ Tue 04. Feb 2003 22:39 ]
Post subject: 

Mér hafa alltaf þótt 800 bílarnir mjög flottir en heillaðist ennþá meira af þeim eftir að hafa náð í og horfði á öll myndböndin hjá dr.e31 mjög svalir bílar. En ég mun ekki hafa efni á því á næstunni að fá mér svona bíl, þeir eru miklu dýrari heldur en 700. Af praktískum ástæðum myndi ég miklu freka vilja fá mér 840 heldur en vandræðin á bak við 12cyl.

Hversu oft hefur maður ekki lesið eitthvað á þessa leið:
Most older 750's are a liability to own and are also major drain on ones finances. Not many people in the UK keep their 750 for more than one year due to the high cost of ownership, and having to continuously put these very complex cars right. The 750iL has almost all the extras as standard, and the space to repair things is very limited. Meaning it is a bit like running two or three cars at once, and parts have to come off to get at the part you want to repair. Then the electronics are very complex and most systems are integrated into other systems so fault finding can be difficult unless you have access to fault codes produced. This is where the USA cars have a big advantage, the fault codes can be read by the accelerator pedal stomp test.

If you want a bit more go than the sixes, then go for a 740 with a good BMW service history. These cars a bit more expensive than a six, but they are nothing like as expensive as running a 750.


Tekið af http://www.thee32register.co.uk

Author:  Alpina [ Tue 04. Feb 2003 23:04 ]
Post subject: 

Það sem BJARKI er að minnast á er óskemmtilega reynslan sem sumir
hafa af M-70 Þ.e.a.s. RAFKERFINU,, vélin er skotheld en ýmsar stýringar
osfrv. hafa klikkað með $$$$$$$ sem getur verið býsna hár.
En eins og áður segir.. þá er V-12 mótorinn frábær...

Sv.H

Author:  Dr. E31 [ Wed 05. Feb 2003 01:41 ]
Post subject: 

Sem 850 eigandi hef ég ekkert annaðer gott að segja um hann. Það var smá startkostnaður við að fá hann að virka eins og ég vildi, en það var ekki mikið. Það er mjög gaman að keira hann, sérstaklega á þjóðveginum, mikið af passing power, mikið fjör :D

Author:  GHR [ Wed 05. Feb 2003 09:45 ]
Post subject: 

Bjarki, það þýðir ekki að hræðast hlutina bara því aðrir hafa sagt eitthvað slæmt um þá. Eins og þú veist þá er alltaf hægt að lenda á slæmum eintökum, hvort sem það er 4,6,8 eða 12 cylindra.
Áður en ég keypti minn, þá spurðist ég mikið fyrir t.d. í B&L og þeir sögðu að almennt væri 12 cylindra vélin að standa sig mjög vel, en að sjálfsögðu myndi bila eins og allt annað :wink:
Eins og Sveinbjörn sagði, þá er það aðallega rafkerfið sem bilar, enda ekki auðvelt fyrir alla, annars eru þetta pottþéttar vélar. T.d. var ekkert annað að minni vél nema sambandsleysi í FSU og þar af leiðandi fékk ein bensíndælan ekki samband. Annars er hún að virka fínt, nema mætti skipta um þetta basic s.s kveikjulok og kerti, en það er að mínu mati eðilegt viðhald.
En annars er ég kannski búinn að eiga og keyra bílinn of lítið til að vera hrósa vélinni eitthvað en samt........

Einnig slær ekkert það út, þegar eitthver spyr hvernig vél sé í bílnum og maður segir 12 CYL. 8) Ég man núna um daginn þá ég var í Bílanaust (Höfði) og var að láta hann fletta upp kveikjulokum og kertum fyrir mig og hann hélt bara að þetta væri 6 cyl. en varð rosalega áhugasamur þegar ég sagði rétt frá og vildi fá að vita fullt um vélina - fannst þetta alveg magnað


* Kannksi er ástæðan fyrir að ég sé svona sáttur, er sú að ég VILL alltaf vera gera eitthvað við bílana mína hvort sem það er vélarvinna eða annað. Ég er bara vanur því og hef mikinn áhuga á öllum vélum og finnst mjög gaman að studera þær - hvað þá gera við eða betrumbæta :D
Ég held að ég gæti barasta ekki átt bíl sem maður þarf ekkert að hugsa um - bara setja í gang og keyra, hvað er gaman við það :roll:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/