bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW kaup á Íslandi
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=7210
Page 1 of 1

Author:  Viggi [ Fri 27. Aug 2004 02:46 ]
Post subject:  BMW kaup á Íslandi

Sælir,
Ég er að flytjast frá Bandaríkjunum eftir 13 ára dvöl þar, með pásum. Ég er óákveðinn hvort ég muni búa á Íslandi en verð alla veganna í Reykjavík næstu tvo mánuði, kannski miklu lengur. Og ég ætla að kaupa BMW strax og ég get. Kannski að þið BMW áhugamenn getið hjálpað aðeins með upplýsingar um góðar týpur:

- ég vil helst beinskiptan 318, 320 eða 520, fyrir ca. 600-900þús., óbreytta eða lítið breytta.
- hvernig er úrvalið fyrir þessa bíla?
- hvernig er endursala (ef ég þarf að rjúka eftir 2 mánuði) ?
- hvernig er endingin?

Góð ráð vel þegin. Og nú ætla ég að róta meiri í eldri spjallþráðum...

Takk fyrir

Author:  sindrib [ Fri 27. Aug 2004 07:51 ]
Post subject: 

það er einn helv.. fallegur 525 í "til sölu bmw" dálknum

Author:  srr [ Fri 27. Aug 2004 11:21 ]
Post subject: 

Veit ekki hvort þú viljir heyra þetta en hvað með að flytja inn bíl frá usa?
Ef þú velur flottan bíl þá geturu pottþétt selt einhverjum á þessu spjallborði hann ef þú þarft þess :lol:

Author:  Viggi [ Fri 27. Aug 2004 15:55 ]
Post subject: 

Já, þessi 525 er flottur... ég verð kannski að tjékka betur á honum.

Ég hefði átt að hugsa fyrr útí að flytja inn bíl en ég er á leiðinni heim í næstu viku og nenni ekki að standa í því núna - kannski að maður geri það þegar ég fer aftur að sækja húsgögnin.

Sjálfur er ég á Acura CL 3.2 Type-S núna en ætla ekki að flytja hann heim. Var að hugsa um að skipta yfir í E30 M3 eða Porsche 911 notaðann en kom mér aldrei útí það.

Eru vélarnar í 318 sæmilegar?

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/