bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Hr. X - 2023 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=70223 |
Page 1 of 1 |
Author: | bimmer [ Sat 06. May 2023 12:01 ] |
Post subject: | Hr. X - 2023 |
Sumar í lofti og þá er komið að þessu semi árlega. Ef það er nægur áhugi þá er planið að Hr. X komi fljótlega - innan 1-2 mánaða. Hann semsagt mætir til að mappa, delimita og hvaðeina sem menn vilja láta krukka í mótortölvunni. Gríðarlega vinsælt að láta kreista meira úr dísilbílum ![]() Einnig hafa hybrid bílar verið teknir í gegn með góðum árangri. Dæmi: - eldsneytis og kveikjumöppun eftir breytingar - eldsneytis og kveikjumöppun á stock bíl til að auka afl - hraðatakmarkari fjarlægður - rev limit hækkað - launch control (E39 M5) - full throttle shifting (E39 M5) - "sport" stilling helst inni þótt drepið sé á bílnum (E39 M5) Verðið er 600 evrur (*) ef vinnan er undir 4 tímum en ef svo ólíklega vill til að þetta taki meira þá er hver auka klukkutími á 100 evrur. Það má geta þess að það er í algjörum undantekningartilfellum sem vinnan fer yfir 4 tíma og ef það gerist er það venjulega út af því að einhver bilun er fyrir í bílnum. Hvernig gengur þetta fyrir sig? 1. Senda póst á rngtoy@rngtoy.com 2. Pósturinn þarf að innihalda nafn og símanúmer eiganda, upplýsingar um bílinn (tegund, árgerð, vél, breytingar ef einhverjar eru). 3. Ég safna saman lista og sendi á kallinn og hann segir til um hvað er hægt að gera. Þegar þetta er komið á hreint borga menn staðfestingargjald sem er 100 evrur og fæst ekki endurgreitt nema að Hr. X mæti ekki. Þegar menn eru búnir að borga staðfestingargjaldið er hægt að fara að bóka flug og negla dagsetningar endanlega. Þannig að ef menn hafa áhuga - sendið póst á rngtoy@rngtoy.com - EKKI EP. Það hefur verið mikil ánægja með vinnuna hjá karlinum hingað til, hann er búinn að koma næstum árlega frá 2007 ![]() Hann er gríðarlega fróður og hefur gefið mönnum góð ráð varðandi breytingar og jafnvel hjálpað að finna útúr bilunum sem aðrir hér heima hafa ekki getað fundið útúr. Hér eru nokkrar myndir frá í fyrra: ![]() ![]() Europameister orðinn hrikalega flottur, verið að finna útúr rafmagnsmálum og mappi: ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() Ekki bara 5 háskólagráður heldur er þetta fimmti bíllinn sem hann kemur með bíl í möppun til Hr. X ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() (*) Ath geta verið undantekningar með mjög nýlega & advanced bíla. Ath. Öll viðskipti eru beint við Hr. X - ég er aðeins að auglýsa þetta fyrir hann og hvorki veiti þjónustuna né fæ greitt fyrir hana. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |