bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Nýja sjöan
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=699
Page 1 of 1

Author:  Svezel [ Fri 31. Jan 2003 19:57 ]
Post subject:  Nýja sjöan

Svei mér þá ef hún er ekki farin að venjast all verulega nýja sjöan. Mér finnst þessi bíll bara massa flottur
Image

Author:  GHR [ Fri 31. Jan 2003 20:45 ]
Post subject: 

Já, hún venst vel - afturendinn er reyndar ljótur, en mikið er þetta flottur dekkja- og felgugangur
En E38 boddýið er líka virkilega smekklegt - væri alveg til í svoleiðis, en það verður bara næsti bíll hjá mér 8)

Author:  hlynurst [ Fri 31. Jan 2003 22:49 ]
Post subject: 

E38 boddýið finnst mér lang flottast! Þeir eru svo breiðir og straumlínulaga... væri alveg til í einn svoleiðis! :P

Author:  ta [ Sat 16. Aug 2003 02:03 ]
Post subject: 

personulega þá er ég ekki sáttur við 7una.
finnsts hún of klunnaleg, þunglamaleg.
eina sem mér líkar er afturendinn.
framendinn er ljótur, með þessi lego-kubba framjlós
og hliðarnar blöðrulegar.
en samt ekki ljótur bíll, bara það hefði átt að
gera betur.
ég sé að tunerar eru að setja 20 tommu undir hann
en hann batnar ekki.
í samanburði við s-bens eða audi á hann ekki sjens IMO.

annars er ég alltaf seinn að samþykkja nýjar typur,
mér fannst e46 ljótur fyrst en flottur núna,
sama með vw golfinn (4)
og golf 3

líklega bara seinn að fatta :shock:

Author:  Mal3 [ Sat 16. Aug 2003 09:27 ]
Post subject: 

Ég held að ég sé að verða skrítinn... Mér finnst hann farinn að verða pínu venjlegur :p

Ég er nokkuð sáttur við sjöuna, en ekki alveg. Ég er að vona að þetta séu bara hnökrar á leiðinni til fullkomnunar hjá Bangle, því það sem mér finnst að er að það þyrfti að fínpússa skottið eitthvað, en aðallega finnst mér þurfa að einfalda ljósin og framendan. ekki að ljósin séu ljót í rauninni, það er bara eitthvað ekki að smella í heildarsvipnum.

Svo gæti vel verið vandamálið að Bangle er að blanda hugmyndum of margra saman í einn bíl... Veit ekki, en mig hlakkar til að sjá 1- og 3-seríurnar.

Author:  bebecar [ Sat 16. Aug 2003 11:54 ]
Post subject: 

Ég á í smá vandræðum með að samþykkja heildarsvipinn - finnst hann pínulítið skrítinn. Mér finnst skottið hinsvegar ekki vera neitt vandamál. Ég sé svona bíl reglulega á götunum og hann hefur gífurlegt "precence" þannig að ég held hann sé alveg að virka rétt á mig.

Author:  Schulii [ Sat 16. Aug 2003 17:08 ]
Post subject: 

já, ég verð að segja Það að þessi bíll er að alltaf að virka betur og betur á mig.. það er einn sem leggur oft þar sem ég er að vinna og það er eiginlega þá sem ég sé hversu svakalegur bíll þetta er, þegar hann er umkringdur "venjulegum" bílum. :)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/