bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

X5 E53, loftpúðafjöðrun vs standard fjöðrun
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=69790
Page 1 of 1

Author:  bfs [ Thu 30. Jun 2016 14:49 ]
Post subject:  X5 E53, loftpúðafjöðrun vs standard fjöðrun

Er að leita mér að X5 E53 og er að velta fyrir mér hvort maður eigi að þora í bíl með loftpúðafjöðrun, er það ekki bara vesen og kostnaður? Ætti maður ekki að reyna að finna sér bíl með standard fjöðrun?

Einnig að velta fyrir mér 3.0 (I6) vs 4.4 (V8), hef lesið á netinu að það sé svipað viðhald og ending á þessum vélum, er það rétt?

Takk.

Author:  BjarkiHS [ Thu 30. Jun 2016 16:20 ]
Post subject:  Re: X5 E53, loftpúðafjöðrun vs standard fjöðrun

Og samkvæmt kunnugum þá er ekki stór munur á eyðslu, 4.4 vs 3.0

Author:  JOGA [ Fri 01. Jul 2016 11:26 ]
Post subject:  Re: X5 E53, loftpúðafjöðrun vs standard fjöðrun

Ég átti E53 facelift með 3.0 án lofts.
Mjög skemtilegur bíll. Hefði kannski mátt vera örlítið aflmeiri samt.

Eyðsla var hjá mér ca 11-13 í langkeyrslu og um 17-18 innanbæjar.

Held nú samt að L6 sé nú nokkuð ódýrari viðhaldslega séð.
Deilir mörgum hlutum með E46 og E39 og því meiri samkeppni á verðum í flesta hluti.
Í það minnsta ef pantað er erlendis frá.

Author:  Zed III [ Sat 02. Jul 2016 23:23 ]
Post subject:  Re: X5 E53, loftpúðafjöðrun vs standard fjöðrun

m62 er solid mótor, fyrir utan tímakeðjusleða sem allir eru að koma á tíma (skipta þeim út og þá er maður flottur). Viðhaldið er minnst í kringum vélarnar.

v8 ftw

Author:  Eggert [ Mon 04. Jul 2016 09:06 ]
Post subject:  Re: X5 E53, loftpúðafjöðrun vs standard fjöðrun

Tek undir þetta með V8. Minn er að eyða 16-17 innanbæjar núna, fer aðeins ofar yfir kaldan veturinn. Síðasti 6cyl mótor sem ég átti (M52) þurfti meira viðhald en M62tu hefur þurft til þessa. Hef ekki farið mikið undir 14 lítrana þó um langkeyrslu sé að ræða, en það hefur kannski eitthvað með aksturslag að gera.

Hvað loftpúðafjöðrun varðar þá myndi ég ekki vera hræddur við það að aftan amk (eins og minn er), en ef bíllinn er með loftpúða að framan líka þá getur það verið kostnaðarsamt ef það þarf að skipta þeim út.

Author:  bfs [ Sat 09. Jul 2016 00:39 ]
Post subject:  Re: X5 E53, loftpúðafjöðrun vs standard fjöðrun

Takk fyrir svörin allir, endaði reyndar á því að kaupa Lexus RX 350. Er strax farinn að hafa efasemdir, finnst X5 meiri og skemmtilegri bíll. Er búinn að reyna nokkrum sinnum að fara úr BMW í eitthvað annað en það virðist reynast frekar erfitt, núna fullreynt held ég. Næsti bíll verður allavega BMW og líklega allir þar á eftir :)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/