bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Hvernig reynslu hafa menn á X5 E70 3.0 bensín
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=69759
Page 1 of 1

Author:  Aron M5 [ Sat 21. May 2016 22:11 ]
Post subject:  Hvernig reynslu hafa menn á X5 E70 3.0 bensín

Hvernig reynslu hafa menn á X5 E70 3.0 bensín

Viðhald og eyðasla aðalega

Author:  thisman [ Wed 01. Jun 2016 22:45 ]
Post subject:  Re: Hvernig reynslu hafa menn á X5 E70 3.0 bensín

Pældi akkúrat ekkert í eyðslunni (sem var líklega 15-17 l/100 á höfuðborgarsvæðinu) en viðhaldið á eintakinu mínu fór vel á aðra milljón þetta rúma ár sem ég var á honum og þetta var allt mögulegt sem var að bila.

Ég er reyndar mjög smámunasamur með að ALLT þurfi að virka 100%, en í þrjú skipti var hann þó óökufær og þurfti að keyra hann uppi á palli að verkstæði. Hlýt samt að hafa verið einstaklega óheppinn!

Author:  thisman [ Wed 01. Jun 2016 22:46 ]
Post subject:  Re: Hvernig reynslu hafa menn á X5 E70 3.0 bensín

Að öðru leyti mjög ánægður með bílinn sem slíkan. :-)

Author:  Zed III [ Thu 02. Jun 2016 12:57 ]
Post subject:  Re: Hvernig reynslu hafa menn á X5 E70 3.0 bensín

hvað var að klikka hjá þér?

Author:  thisman [ Thu 02. Jun 2016 22:54 ]
Post subject:  Re: Hvernig reynslu hafa menn á X5 E70 3.0 bensín

Zed III wrote:
hvað var að klikka hjá þér?

Svona það sem ég man í fljótu bragði:
- Startari
- Bensíndæla
- Vatnskassi
- Hliðarpegill sem mótorinn vanstilltist í (230 þús. ef ég man rétt!)
- Gormur í fjöðrun að aftan
- iDrive hnappurinn
- Nýrun (hrundu í sundur!)
- Þvottastútur fyrir ljós (fór ekki aftur inn)
- Þéttingar/fóðringar tengt vél
- Sprautun á afturhlera vegna ryðs
- Leki á panorama (2x!) þar sem þurfti að rífa klæðningu frá að hluta
- Mótor fyrir kælingu á vatnskassa
- Og svo miklu meira sem ég er blessunarlega búinn að gleyma. :-)

Síðan auðvitað eðlilegt viðhald eins og rafgeymir, xenon perur o.s.frv.

Author:  Zed III [ Fri 03. Jun 2016 09:02 ]
Post subject:  Re: Hvernig reynslu hafa menn á X5 E70 3.0 bensín

þetta er asskoti langur listi fyrir rúmt ár. e70 er þó örugglega næstur á innkaupalista hjá mér.

Author:  thisman [ Fri 03. Jun 2016 09:35 ]
Post subject:  Re: Hvernig reynslu hafa menn á X5 E70 3.0 bensín

Já, ég trúi nú ekki öðru en að ég hafi verið einstaklega óheppinn með eintak. En þegar hann virkaði þá var þetta frábær bíll.

En ég notaði hann sem brúðarbíl hjá okkur hjónum í fyrrasumar og að sjálfsögðu var hann steindauður 30 mín fyrir athöfn þegar ég ætlaði að koma mér í kirkjuna. :-)

Author:  Zed III [ Fri 03. Jun 2016 11:11 ]
Post subject:  Re: Hvernig reynslu hafa menn á X5 E70 3.0 bensín

thisman wrote:

En ég notaði hann sem brúðarbíl hjá okkur hjónum í fyrrasumar og að sjálfsögðu var hann steindauður 30 mín fyrir athöfn þegar ég ætlaði að koma mér í kirkjuna. :-)


hehe, þessu var vonandi reddað í tíma.

Author:  IvanAnders [ Thu 16. Jun 2016 21:52 ]
Post subject:  Re: Hvernig reynslu hafa menn á X5 E70 3.0 bensín

E70 eru frábærir bílar! Þó er að koma upp að Idrive rofar bili, skjárinn á það til að verða dimmur, framgormar brotna. Þetta er svona það helsta.

Myndi alltaf taka þetta dísel!

3.0 bensín er þó alls ekki alslæm, mikið betri en 4cyl bensín frá sama tíma, leka þó oft olíu,
fer oft að rokka í þeim gangurinn útaf vanos ventlum, og margir fara að tikka á undirlyftum.

Author:  Wolf [ Fri 15. Jul 2016 00:10 ]
Post subject:  Re: Hvernig reynslu hafa menn á X5 E70 3.0 bensín

Bara hundleiðinlegt að aka þessu vs. E53.. -bulky, skröltandi fleki... allavega fyrstu árgerðunum af E70...

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/