bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Hr. X - 2016
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=69747
Page 1 of 1

Author:  bimmer [ Sun 15. May 2016 22:35 ]
Post subject:  Hr. X - 2016

Jæja þá er komið að þessu árlega. Ef það er nægur áhugi þá er planið
að Hr. X komi fljótlega - innan 1-2 mánaða.

Hann semsagt mætir til að mappa, delimita og hvaðeina sem menn vilja
láta krukka í mótortölvunni. Gríðarlega vinsælt að láta kreista meira
úr dísilbílum :wink:

Dæmi:

- eldsneytis og kveikjumöppun eftir breytingar
- eldsneytis og kveikjumöppun á stock bíl til að auka afl
- hraðatakmarkari fjarlægður
- rev limit hækkað
- launch control (E39 M5)
- full throttle shifting (E39 M5)
- "sport" stilling helst inni þótt drepið sé á bílnum (E39 M5)

Verðið er 500 evrur (*) ef vinnan er undir 4 tímum en ef svo ólíklega vill
til að þetta taki meira þá er hver auka klukkutími á 100 evrur. Það
má geta þess að það er í algjörum undantekningartilfellum sem vinnan
fer yfir 4 tíma og ef það gerist er það venjulega út af því að einhver
bilun er fyrir í bílnum.

Hvernig gengur þetta fyrir sig?

1. Senda póst á rngtoy@rngtoy.com

2. Pósturinn þarf að innihalda nafn og símanúmer eiganda, upplýsingar um
bílinn (tegund, árgerð, vél, breytingar ef einhverjar eru).


3. Ég safna saman lista og sendi á kallinn og hann segir til um hvað er hægt að gera.

Þegar þetta er komið á hreint borga menn staðfestingargjald sem
er 100 evrur og fæst ekki endurgreitt nema að Hr. X mæti ekki.

Þegar menn eru búnir að borga staðfestingargjaldið er hægt að
fara að bóka flug og negla dagsetningar endanlega.

Þannig að ef menn hafa áhuga - sendið póst á rngtoy@rngtoy.com - EKKI EP.

Það hefur verið mikil ánægja með vinnuna hjá karlinum hingað til :wink:
Hann er gríðarlega fróður og hefur gefið mönnum góð ráð varðandi breytingar og jafnvel hjálpað að finna útúr bilunum sem aðrir hér heima hafa ekki getað fundið útúr.

Hér eru nokkrar myndir frá fyrri heimsóknum:

Image

Image

Image

Image

Image

Máttlaus Porsche mætir á svæðið....
Image

Hardware skoðað og lagað....
Image

Farið yfir með eiganda hvað búið er að gera, boost komið aftur.....
Image

Einn verulega sáttur eigandi eftir prufurúnt ;)
Image

(*) Ath geta verið undantekningar með mjög nýlega & advanced bíla.

Ath. Öll viðskipti eru beint við Hr. X - ég er aðeins að auglýsa þetta fyrir hann og hvorki veiti þjónustuna né fæ greitt fyrir hana.

Author:  bimmer [ Wed 01. Jun 2016 22:05 ]
Post subject:  Re: Hr. X - 2016

Nú eiga allir sem sendu inn mail að vera komnir með svör. Greinilega mikill áhugi!

Planið er að kallinn lendi 15. eða 16. júní.

Author:  bimmer [ Tue 07. Jun 2016 13:07 ]
Post subject:  Re: Hr. X - 2016

Uppfært plan - kallinn lendir núna á föstudaginn 10. júní. Ég verð í í bandi við þá sem eru búnir að skrá sig varðandi tímasetningu á möppun.

Author:  bimmer [ Sun 12. Jun 2016 22:31 ]
Post subject:  Re: Hr. X - 2016

Komnir aftur til Reykjavíkur - vorum á Akureyri að mappa um helgina. Gekk mjög vel fyrir utan að ein túrbína ákvað að kveðja. Verð í bandi á morgun við þá sem ætla að vera með upp á tíma fyrir þá.

Author:  srr [ Sun 12. Jun 2016 23:17 ]
Post subject:  Re: Hr. X - 2016

Hvernig gekk með Patrol ?
Og hvaða túrbína gaf sig ?

Author:  bimmer [ Mon 13. Jun 2016 09:17 ]
Post subject:  Re: Hr. X - 2016

srr wrote:
Hvernig gekk með Patrol ?
Og hvaða túrbína gaf sig ?


Patrol orðinn allt annar. Notuðum ekki MAFinn. Það er hinsvegar einhver truntugangur í honum undir álagi, okkur grunar að þetta sé spíssamál.

Túrbínan var í L200 pikkanum með M50 turbo vélinni.

Author:  bimmer [ Wed 15. Jun 2016 21:52 ]
Post subject:  Re: Hr. X - 2016

Þá er kallinn farinn ;)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/