bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Beinskipting í nýlegum BMW bílum - Hver er ykkar skoðun?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=69665
Page 1 of 1

Author:  JOGA [ Tue 05. Apr 2016 09:53 ]
Post subject:  Beinskipting í nýlegum BMW bílum - Hver er ykkar skoðun?

Sælir,

Ég er að vinna í að flytja mér inn bíl og búinn að liggja yfir bílum seinustu daga/vikur.
Mér finnst gaman að skipta um bíl og geri það reglulega og því svolítið að spá í endursölumöguleikum.

Her er ykkar skoðun á beinskiptum F10 og þá reyndar aðallega F11 fimmum?

Búinn að finna nokkra 525d og 520d sem mig langar í en er pínu hræddur við endursöluna.
Hver er ykkar skoðun á þessu?

Author:  sosupabbi [ Tue 05. Apr 2016 10:32 ]
Post subject:  Re: Beinskipting í nýlegum BMW bílum - Hver er ykkar skoðun?

JOGA wrote:
Sælir,

Ég er að vinna í að flytja mér inn bíl og búinn að liggja yfir bílum seinustu daga/vikur.
Mér finnst gaman að skipta um bíl og geri það reglulega og því svolítið að spá í endursölumöguleikum.

Her er ykkar skoðun á beinskiptum F10 og þá reyndar aðallega F11 fimmum?

Búinn að finna nokkra 525d og 520d sem mig langar í en er pínu hræddur við endursöluna.
Hver er ykkar skoðun á þessu?

Ég myndi ekki vilja svona bíl beinskiptan, myndi samt vilja fá stærri bensínbílana eða 550D beinskipt en ekki 525 eða 520d.

Author:  gardara [ Tue 05. Apr 2016 11:29 ]
Post subject:  Re: Beinskipting í nýlegum BMW bílum - Hver er ykkar skoðun?

Ég myndi segja að þetta færi allt eftir því hve lengi þú ætlar að eiga bílinn. Í dag eru þetta nokkuð dýrir bílar og því markhópurinn í eldri kantinum. En eftir nokkur ár verður þessi bíll ódýrari og þá færist markhópurinn neðar.

Hinn almenni borgari á 30-60 ára aldrinum sækist í sjálfskiptingar á meðan 17-30 ára bmw eigendur vilja líklegast flestir bsk.

Author:  JOGA [ Wed 06. Apr 2016 10:07 ]
Post subject:  Re: Beinskipting í nýlegum BMW bílum - Hver er ykkar skoðun?

Góðir punktar. Held ég leggi ekki í bsk að svo stöddu.
Sjáum til hvernig þetta þróast :thup:

Author:  gunnar [ Wed 06. Apr 2016 10:31 ]
Post subject:  Re: Beinskipting í nýlegum BMW bílum - Hver er ykkar skoðun?

Ég myndi alltaf taka SSK með endursölu í huga. Persónulega.

Enda eru þessar skiptingar orðnar svo skemmtilegar í dag að ég skil ekki í neinum sem myndi vilja hafa þetta beinskipt. Ath. Persónulega

Author:  saemi [ Wed 06. Apr 2016 12:49 ]
Post subject:  Re: Beinskipting í nýlegum BMW bílum - Hver er ykkar skoðun?

Ég myndi ekki taka bsk nema það munaði þeim mun meira í verði. Ábyggilega erfitt í endursölu.

Author:  Kristjan PGT [ Wed 06. Apr 2016 22:25 ]
Post subject:  Re: Beinskipting í nýlegum BMW bílum - Hver er ykkar skoðun?

Þetta er bölvaður hrærigrautur beinskipt. Stutt vinnslusvið.
Þessar nýju 8 gíra skiptingar við þessar minni diesel mótora eru algjör snilld.

Author:  íbbi_ [ Sat 09. Apr 2016 21:12 ]
Post subject:  Re: Beinskipting í nýlegum BMW bílum - Hver er ykkar skoðun?

èg myndi ekki einu sinni íhuga svona bíl beinskiptann, ef èg væri à markaðinum à annaðborð

Author:  Thrullerinn [ Tue 12. Apr 2016 15:49 ]
Post subject:  Re: Beinskipting í nýlegum BMW bílum - Hver er ykkar skoðun?

Beinskipt er bara miklu skemmtilegra.

Author:  thisman [ Fri 29. Apr 2016 19:32 ]
Post subject:  Re: Beinskipting í nýlegum BMW bílum - Hver er ykkar skoðun?

Er auðvitað alltof seinn að svara, en ég er með F10 520d xDrive 2014 bíl og sjálfskiptingin er alveg hrikalega smooth í honum. Er ekki að sjá fyrir mér að maður keppti við þessa 8 gíra sjálfskiptingu með því að fara að grauta sjálfur í 6 gírum, en auðvitað er hellings stemning í því samt. En eins og aðrir hafa bent á þá er það alveg hell í endursölu á svona bíl.

En ef þú ert að flytja svona bíl inn þá myndi ég hiklaust reyna að finna bíl með DDC (Dynamic Damper Control). Það er búnaður sem mér finnst alveg brilliant og myndi ekki vilja missa.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/