bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Reikningur í heimabanka.
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=69484
Page 1 of 3

Author:  Jonni s [ Wed 30. Dec 2015 12:04 ]
Post subject:  Reikningur í heimabanka.

Sælir.
Nú var ég að fá reikning í heimabankan frá Bmwkrafti.
Nú hef ég ekki verið meðlimur síðan ca 2005 og rétt mundi eftir aðgangsorðunum inná síðuna þannig að mér þótti það frekar einkennilegt að fá allt í einu reikning.
Veit einhver eitthvað um þetta mál?
Kv.

Author:  rockstone [ Wed 30. Dec 2015 12:24 ]
Post subject:  Re: Reikningur í heimabanka.

Þetta er sent á alla skráða held ég.

Svo er þetta ekk skyldureikningur heldur val. ef þú vilt verða fullgildur meðlimur.

Author:  Robbi318is [ Wed 30. Dec 2015 14:13 ]
Post subject:  Re: Reikningur í heimabanka.

Þetta eru skrítinn vinnubrögð, ef þetta er val um að borga þá á þetta ekki að koma inn á heimabankann..
Ég hef ekki verið virkur meðlimur í langan tíma en þessa kröfu fékk ég samt..
Vill að þetta verði fjarlægt, án þess að vera með leiðindi yfir þessu..

Author:  Haffi [ Wed 30. Dec 2015 14:33 ]
Post subject:  Re: Reikningur í heimabanka.

Feldu kröfuna og hún dettur út í febrúar/mars.

Author:  Zed III [ Wed 30. Dec 2015 19:58 ]
Post subject:  Re: Reikningur í heimabanka.

Borga bara og brosa.

:thup:

Author:  Mazi! [ Thu 31. Dec 2015 16:53 ]
Post subject:  Re: Reikningur í heimabanka.

Þetta er svo kölluð valgreiðsla sem er send á alla sem hafa einhverntímann verið í klúbbnum, þetta er ekki innheimtureikningur
fólk ræður því bara hvort það greiði eða ekki,, ef þetta er ekki greitt þá dettur krafan bara út svo. :)

Author:  srr [ Fri 01. Jan 2016 15:20 ]
Post subject:  Re: Reikningur í heimabanka.

Eru menn líka almennt að væla yfir valgreiðslum frá SÁÁ og álíka ?
Þetta er ekki innheimta, mun aldrei bera neina vexti eða slíkt ef þið borgið ekki......
Þetta er bara mun auðveldara fyrir félagið til að ná til allra þeirra sem hafa einhvern tímann verið í klúbbnum.

Author:  Alpina [ Fri 01. Jan 2016 22:01 ]
Post subject:  Re: Reikningur í heimabanka.

srr wrote:
Eru menn líka almennt að væla yfir valgreiðslum frá SÁÁ og álíka ?
Þetta er ekki innheimta, mun aldrei bera neina vexti eða slíkt ef þið borgið ekki......
Þetta er bara mun auðveldara fyrir félagið til að ná til allra þeirra sem hafa einhvern tímann verið í klúbbnum.


Bingo,,,

hvað er að frétta hérna.. :shock:

Author:  bimmer [ Sat 02. Jan 2016 01:58 ]
Post subject:  Re: Reikningur í heimabanka.

Alpina wrote:
Bingo,,,

hvað er að frétta hérna.. :shock:


Já hvað er að frétta????? Ertu búinn að borga? :shock:

Author:  Alpina [ Sat 02. Jan 2016 22:00 ]
Post subject:  Re: Reikningur í heimabanka.

bimmer wrote:
Alpina wrote:
Bingo,,,

hvað er að frétta hérna.. :shock:


Já hvað er að frétta????? Ertu búinn að borga? :shock:


Nei,,,,,,,,,

Author:  Angelic0- [ Mon 04. Jan 2016 19:44 ]
Post subject:  Re: Reikningur í heimabanka.

Ég hef ekki greitt síðan að ég fékk að sjá myndir af þáverandi stjórnarmönnum BMWkrafts að leika sér á Bíladögum 2006 með einkanúmeraplöturnar mínar...

Þannig að nei, ég ætla ekki að greiða þetta...

Author:  hauksi [ Thu 07. Jan 2016 18:55 ]
Post subject:  Re: Reikningur í heimabanka.

Jonni s wrote:
Sælir.
Nú var ég að fá reikning í heimabankan frá Bmwkrafti.
Nú hef ég ekki verið meðlimur síðan ca 2005 og rétt mundi eftir aðgangsorðunum inná síðuna þannig að mér þótti það frekar einkennilegt að fá allt í einu reikning.
Veit einhver eitthvað um þetta mál?
Kv.


Hjartanlega sammála þér.
Ef einhver les þetta sem getur fellt niður kröfuna þá má hann endilega gera það fyrir mig líka.


srr wrote:
Eru menn líka almennt að væla yfir valgreiðslum frá SÁÁ og álíka ?
Þetta er ekki innheimta, mun aldrei bera neina vexti eða slíkt ef þið borgið ekki......
Þetta er bara mun auðveldara fyrir félagið til að ná til allra þeirra sem hafa einhvern tímann verið í klúbbnum.


Þetta kemur samt ekki undir valgreiðslur í netbanka heldur almennar kröfur en SÁÁ kemur undir valgreiðslur, þannig að þetta er ekki eins.

Author:  gardara [ Fri 08. Jan 2016 16:11 ]
Post subject:  Re: Reikningur í heimabanka.

Angelic0- wrote:
Ég hef ekki greitt síðan að ég fékk að sjá myndir af þáverandi stjórnarmönnum BMWkrafts að leika sér á Bíladögum 2006 með einkanúmeraplöturnar mínar...

Þannig að nei, ég ætla ekki að greiða þetta...



Það eru 10 ár síðan og allt aðrir menn á bakvið tjöldin núna :santa:

Author:  bjornvil [ Sat 09. Jan 2016 12:37 ]
Post subject:  Re: Reikningur í heimabanka.

Þetta kemur ekki undir valgreiðslur heldur eins og venjulegir reikningar... En ég treysti því þá að þetta fari ekki í innheimtu :)

Author:  AÞG [ Sun 10. Jan 2016 13:08 ]
Post subject:  Re: Reikningur í heimabanka.

bjornvil wrote:
Þetta kemur ekki undir valgreiðslur heldur eins og venjulegir reikningar... En ég treysti því þá að þetta fari ekki í innheimtu :)


Sælir

Ef félagsgjöld eru ekki greidd þá hverfa þau eftir ákveðin tíma og enginn ógreiddur reikningur fer í innheimtu þannig þið getið falið reikningin og hann hverfur bara.

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/