Ég er í geðveikum vangaveltum og búinn að vera það í marga marga daga yfir algjöru smáatreði
Þannig standa mál að ég á er með E46 sem ég er að gera við eftir ágætis framtjón,,
ég keypti E46 M3 replica framstuðara á hann og ákvað að skella mér á svona Hamann front lipp undir hann líka
Stuðarinn er að fara í sprautun á næstunni en málið er það að ég get ómögulega ákveðið mig hvort lippið eigi að vera svona matt svart einsog á myndinni eða hvort það eigi að vera samlitað einsog stuðarinn
ATH bíllinn er svartur sem þetta fer á!,, svo þetta er spurning um hvort lippið sé glanssvart í sama lit og bíllinn,,, eða mattsvart!
ef bíllinn væri í einhverjum lit væri ekki spurning með að hafa það mattsvart einsog það er,, en vangavelturnar eru útaf því bíllinn er svartur líka sjálfur
langar að fá annara manna álit á þessu
