bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 19. Apr 2024 13:01

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 2 posts ] 
Author Message
 Post subject: VO-822 530D
PostPosted: Fri 30. Oct 2015 10:29 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Tue 01. Sep 2009 19:06
Posts: 51
Sælir strákar, er eitthver hér sem gæti sagt mér eitthvað um þennan bíl ?
Er eitthver hér sem þekkir viðhaldssöguna af honum? Farið í spíssa, túrbínu eða háþrýstikerfi ?

Er að spá í þessum bíl enn veit voðalega lítið um hann sem og núverandi eigandi.

Allar upplýsingar væru vel þegnar :) Bæði hvað ber að hafa í huga við kaup á svona bíl og rekstri :)


Með fyrirfram þökk

Kjartan Steinar

_________________
520i E39

BMW E30 316i [Gamli SWEET] SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: VO-822 530D
PostPosted: Fri 30. Oct 2015 13:12 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 18. May 2004 03:33
Posts: 15561
Location: Keflavík
Veit ekkert um umræddan bíl hvað viðhald varðar og annað...

Athuga með þjónustubók, ef að hún er til staðar þ.e. !

Annars eru þetta "near maintenance free" mótorar, túrbínur eiga það til að klikka (mín kenning er að menn séu að drepa á án þess að kæla afgas og skipta ekki nógu oft um olíur), swirl flaps geta sogast inn í mótor og því best að fjarlægja þá, samt alveg finnanlegur munur á low-end. High Pressure Fuel Pump gefa oft upp öndina, en það er yfirleitt í tengslum við of fátíð hráolíusíuskipti (BMW Service Bulletin), þetta takmarkast ekki við árgerðir. Nýjasta tilfellið sem ég hef séð er 2009 X5 35d.

Svo eru það E39 yfir höfuð, en það er alltaf classic fóðringa og spindla vesen. Helst samt almennt í hendur við meðferð og viðhald.

Brakfóðringar eru svona það sem að kemur yfirleitt upp um slíkt annars finnanlegt í akstri. Oft sem að menn halda að það séu varpaðir bremsudiskar en þá er það sambland af lélegum spyrnufóðringum og lélegri hjólastillingu.

E39 er einnig sérstaklega næmur fyrir "shimmy" og því er mikilvægt að dekkjabalancering sé upp á 0gr, léleg balancering veldur sliti á stýrisendum, fóðringum og spindlum.

Ég er samt þeirrar skoðunar að E39 sé einn allra besti bíll sem að BMW hefur sett á markað, sem núverandi eigandi E60 og hafandi átt E60 áður get ég sagt að það er mikið til að bera saman.

E60 er meira TECHNO, iDrive og allskyns GIZMO. Heads-Up Display, Active Steering, Dynamic Drive, Active Cruise, High-Beam Assist, Lane Keeping Assistant....

E39 er all in all hlýlegri bíll, innrétting er fallegri og hann tekur betur á móti manni þó að hann sé ekki með eins mikinn GIZMO status. E60 er orðinn meira mainstream og eins og ég orðaði áður TECHNO.

Vonandi nýtast þessar upplýsingar þér eitthvað, hef átt nokkra BMW með M57 og þær hafa aldrei svikið mig.

_________________
Owner of: Anax Tuning IvS
Danmark
--------------
99' BMW E36 330i Turbo - 634whp/781wnm
ImolaRot
--------------
04' Ford F550 6.0 Powerstroke - ???hp/???nm
ImolaRot
--------------
06' BMW E61 535d - 442hp/871nm
Spacegrey Metallic


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 2 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 20 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group