bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Umferðarslys og ökuhraði
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=6922
Page 1 of 2

Author:  joipalli [ Wed 28. Jul 2004 14:56 ]
Post subject:  Umferðarslys og ökuhraði

Sennilega hafið þið séð gulu hálfsíðu auglýsingarnar frá Umferðarstofu síðustu daga í blöðunum.

Þessar auglýsingar sem hljóma eftirfarandi: "Veistu hver er munurinn að keyra á 90 og 100?"

Þá koma rök með hjálp líkingareikninga um að þú sért helmingi líklegri að valda banaslysi á 100 km/klst.
Ég væri verulega til í að sjá hvaðan þeir fá þessar tölur í þennan líkindareikning :?
Afhverjur er ekki staðreyndum fleitt fram í stað mjög loðnum líkindareikningum. Með staðreyndum vil ég meina að benda fólki á hvar alvöru hættur leynast, svo sem með akstri í rigningu, aðkomu bíla inná þjóðvegi, ljósleysi, dekkjabúnaði o.s.f.
Einnig er ég mjög viss um að þessir sem eru að keyra á 100 km/klst og ekki yfir, séu í virkilega litlum hópi banaslys aðdraganda!

Hin auglýsingin sem ég er búinn að sjá er : "Það er ekki "slys" ef þú keyrir á einhvern á 100 km/klst"
Svo er hægt að sjá í smáaletrinu að vegirnir á Íslandi séu ekki hannaðir nema fyrir 90 km/klst hraða.

Þessi síðari auglýsing gerði mig bara hálf pirraðann. Ekki smáaletrið heldur fyrirsögnin. :x
Þetta stendur skýrt og greinilega FREMST í skýrslu frá Umferðarstofu um úttektir á "slysum" 2002
Quote:
"Umferðarslys er það óhapp sem a.m.k. eitt ökutæki á hreyfingu á aðils að og á sér stað á opinberum vegi, einkavegi eða svæði sem opið er almennri umferð"


Ekki er óbreyttur borgari sem "slysaðist" að keyra á 100 km/klst orðinn morðingi ef viðkomani veldur "slysi". :roll:

Þessar auglýsingar finnast mér á mjög gráu svæði, hvað varðar staðreyndir og bara almenna rökhugsun.
Umferðarstofa og VW ættu heldur að eyða orkunni í fyrirbyggjandi aðgerðir gegn slysum á annan hátt!

Keyrum á réttum hraða. Jóhannes Páll

Author:  Nökkvi [ Wed 28. Jul 2004 15:13 ]
Post subject: 

Það er margt til í þessu sem þú ert að segja Jóhannes.

Mig langar líka að bæta við að það getur líka verið hættulegt að keyra hægt. Að mínu mati er bíll sem keyrir úti á þjóðvegi á 70 km/klst. hættulegri en bíll sem keyrir á 100 km/klst. svo framarlega sem sá sem keyrir hraðar sé ekki alltaf að taka fram úr. Það er jú framúraksturinn sem er hættulegastur. Besta reglan er að fylgja umferðarhraða.

Annar punktur sem mig langar að varpa fram er auglýsing sem búin er að vera í sjónvarpinu undanfarið. Þetta er löng auglýsing með tómum vegum og andlitum fólks sem á að hafa dáið í umferðaslysum á veginum. Í lokin kemur svo bíll á flegiferð fram hjá myndavélinni. Ég get ekki séð betur en þetta sé BMW 3xx (E46). Eru fleiri sammála þessu?
Ástæðan fyrir að ég ber þetta upp er að ég er orðinn frekar þreyttur á ímyndinni sem margt fólk hefur, að BMW eigendur keyri hratt og glannalega. Að setja svo BMW inn í svona auglýsingu er ekki til að bæta ímyndina. Af hverju ekki að nota Toyotu Corollu sem allir eiga? Ég veit að það eru kannski ekki margir sem þekkja bíltegundina í þessari auglýsingu en það hefði verið eðlilegra að nota bíl sem margir eiga.

Author:  Bjarki [ Wed 28. Jul 2004 15:14 ]
Post subject: 

Þetta er íslenska aðferðin til þess að fækka slysum, fá ökumenn á móti yfirvaldinu.
Líkt og bændur nota rafmagnsgirðingar í sveitum (dýrin meiða sig og fara ekki aftur að girðingunni).
Hraðahindrunum er dritað niður út um allt í þéttbýli, hámarkshraði er óraunsær o.s.fr.v.
En ökumenn eru vitsmunaverur og það ætti að vera hægt að leysa vandann með öðrum aðferðum.

Author:  iar [ Wed 28. Jul 2004 15:21 ]
Post subject: 

Ég er sammála því að auglýsingarnar geta stundum verið frekar heimskulegar og gera Umferðarstofu því miður stundum að gamalli heimskri grýlu sem enginn nennir lengur að hlusta á.

Author:  hlynurst [ Wed 28. Jul 2004 15:45 ]
Post subject: 

Margir góðir punktar sem hafa komið hér fram eins og t.d. með að fólk keyri of hægt og það skapi hætti einnig.

Er sammála því að allar þessar auglýsingar eru að verða svolítið þreyttar eftir að maður þarf að horfa á þetta stanslaust allt kvöldið ef maður er að horfa á sjónvarpið en þetta er bara málið. Allur þessi áróður hefur áhrif og það er auðvitað það sem umferðarstofa og tryggingarfélögin eru að sækjast eftir.

Í fréttunum kom fram að FÍB vildi að hámarkshraði bíla með skuldahala (fellihýsi) í eftirdragi ætti að vera sá sami og bíla án þeirra. Lítill hraði getur valdið slysum vegna ótímabærs framúraksturs.

p.s. var þetta ekki Honda Accord sem var í auglýsingunni.

Author:  Kull [ Wed 28. Jul 2004 15:46 ]
Post subject: 

Fullt af áhugaverðum upplýsingum um þessi mál á þessari síðu: http://www.safespeed.org.uk

Author:  gstuning [ Wed 28. Jul 2004 15:56 ]
Post subject: 

Ég skal bara segja ykkur hvað veldur slysum á þjóðveginum


Það þekkja það allir að þeir hafa verið að aka aðeins of hratt,
en ekkert gerðist, þetta á við þegar enginn umferð er ,

Það sem veldur slysum er fólk ,

Þegar einhver keyrir á 70kmh á þjóveginum þá safnast upp röð, því að íslendingar vilja ekki láta sjá til sín taka framúr eins og glannar(partur af því að búa í littlu þjóðfélagi), svo kemur einhver sem er tilbúinn að taka framúr, og eins og svo oft áður þá er það einhver sem misreiknar sig og veldur slysi,

Einnig þegar er verið að aka undir áhrifum lyfja, eiturlyfja eða áfengis

Þetta eru orsökin í 90% tilfella(ekki staðfest bara gisk)

Ef íslendingar hefðu leyft kananum að tvöfalda Þjóðveg 1 þá væru öðruvísi slys en eru í dag,

Hver er munurinn á að keyra á einhvern á 90 eða 100kmh, ef þú keyrir beint framann á einhvern einstakling þá deyr hann,

Það sem íslendingar þurfa er betri kennslu í að keyra á þjóðveginum og innan bæjar,
ég get lofað ykkur því að tvöföld reykjanes brautinn á eftir að vera algjör steypa því að almennt kunna íslendingar ekki að keyra á tvöföldum vegi
Sést best innanbæjar í rvk, á þreföldum vegi þar sem að allir keyra jafn hratt og blokka umferð, ef þú ætlar að keyra á 50kmh, þá ertu lengst til hægri, svo 60 og svo 70+, þá myndi vera mikið færr slys og umferðin gengi betur fyrir sig,

Það fer eiginlega hrollur um mig að það er ekkert búið að tala um hvernig á svo að aka á þessari tvöföldu reykjanesbraut, littlir töffarar og fullorðnir töffarar að þrykkja veginn á 150kmh+ og halda sig bara vinstra meginn eins og pappakassar þegar á að færa sig yfir eftir framúrtökur þótt að það sé 800m í næsta bíl, svo þegar einhvern ætlar að færa sig á vinstri og gefur stefnuljós þá vitið þið að það verður legið á flautunni og skammast og hendum veifað, sá sem er vinstra meginn á að fylgjast með þeim sem eru fyrirframann sig og bremsa ef einhver ætlar að taka framúr, sama með þann sem er hægra meginn að fara að taka framúr, að kíkja hvort að það sé pláss til að taka framúr og gera það svo

Gangi okkur bara vel

Author:  ta [ Wed 28. Jul 2004 16:13 ]
Post subject: 

það er alveg óþolandi hvað margir hanga
á vinstri akrein, stundum gefst ég upp
á að vera í halaróu og tek frammúr hægra
megin, sem er hættulegra því það
á engin von á þér framúr þeim megin.
(þetta á við þar sem eru 2 eða 3 akreinar í sömu átt)

og held að það sé bannað á
þýsku hraðbrautunum.

Author:  Kull [ Wed 28. Jul 2004 16:29 ]
Post subject: 

ta wrote:
það er alveg óþolandi hvað margir hanga
á vinstri akrein, stundum gefst ég upp
á að vera í halaróu og tek frammúr hægra
megin, sem er hættulegra því það
á engin von á þér framúr þeim megin.
(þetta á við þar sem eru 2 eða 3 akreinar í sömu átt)

og held að það sé bannað á
þýsku hraðbrautunum.


Já, það er bannað á þýskum hraðbrautum og eru ströng viðurlög við því. Enda sér maður ekki nokkurn mann gera það þarna úti, en þeir eru líka fljótir að láta þig vita með blikki og flauti ef þú hypjar þig ekki af vinstri akrein þegar þeir koma.

Ég mæli með þessari síðu sem ég póstaði áðan, soldið ruglingsleg en mikið af góðum upplýsingum þarna.

Author:  hlynurst [ Wed 28. Jul 2004 16:30 ]
Post subject: 

Það er erfitt að staðfæra umferðarreglur sem gilda í útlöndum á vegi hérna þar sem þeir eru mjög illa hannaðir. Það er helst 3 akreina vegurinn sem liggur í ártúnsbrekkunni sem þetta getur gilt. Á öðrum stöðum eru beygjuakreinar á vinstri akrein svo að fólk getur ekki verið á hægri akrein og síðan sveigt yfir tvær akreinar til að ná beygju.

En ártúnsbrekkan er í augum margra eins og hin venjulegi íslenski vegur og gamlir kallar með hatt stunda það mikið að aka á vinstri akrein á 50km/klst hraða... :?

Author:  gstuning [ Wed 28. Jul 2004 16:36 ]
Post subject: 

ta wrote:
það er alveg óþolandi hvað margir hanga
á vinstri akrein, stundum gefst ég upp
á að vera í halaróu og tek frammúr hægra
megin, sem er hættulegra því það
á engin von á þér framúr þeim megin.
(þetta á við þar sem eru 2 eða 3 akreinar í sömu átt)

og held að það sé bannað á
þýsku hraðbrautunum.


ég hef einu sinni gert þetta á hraðbraut og var það núna á spáni,
mér dettur ekki í hug að gera það aftur

Author:  Chrome [ Wed 28. Jul 2004 18:13 ]
Post subject: 

það sem mestum slysum veldur á vegi er án efa pirringur...t.d. þegar þú lendir fyrir aftan einhvern sem keyrir á 70-80 km/h þá ertu mun líklegri til að taka sénsa :) en það er nátturulega bara einn hluti af pússlinu :)

Author:  ta [ Wed 28. Jul 2004 19:05 ]
Post subject: 

hlynurst wrote:
Það er erfitt að staðfæra umferðarreglur sem gilda í útlöndum á vegi hérna þar sem þeir eru mjög illa hannaðir. Það er helst 3 akreina vegurinn sem liggur í ártúnsbrekkunni sem þetta getur gilt. Á öðrum stöðum eru beygjuakreinar á vinstri akrein svo að fólk getur ekki verið á hægri akrein og síðan sveigt yfir tvær akreinar til að ná beygju.



Reykjanesbraut (í framhaldi af Sæbraut) hefur enga vinstribeygju fyrr en
í Garðabæ. Samt eru margir sem skella sér strax á akreinina lengst til vinstri og halda sig þar, þangað til vegurinn þrengist eftir að keyrt er
framhjá Smáralind.
ég get endalaust pirrað mig á þessu.

Author:  jth [ Wed 28. Jul 2004 19:18 ]
Post subject: 

Kull wrote:
Já, það er bannað á þýskum hraðbrautum og eru ströng viðurlög við því. Enda sér maður ekki nokkurn mann gera það þarna úti, en þeir eru líka fljótir að láta þig vita með blikki og flauti ef þú hypjar þig ekki af vinstri akrein þegar þeir koma.


Það eru nokkur ríki í Ameríku sem leyfa framúrakstur á öllum akreinum. Maryland (og að mér vitandi District of Columbia) er eitt þeirra.

Í þungri umferð er þetta líkast sirkus á hraðbrautunum/þjóðvegunum hérna... :roll:

Author:  hlynurst [ Wed 28. Jul 2004 20:04 ]
Post subject: 

ta wrote:
Reykjanesbraut (í framhaldi af Sæbraut) hefur enga vinstribeygju fyrr en
í Garðabæ. Samt eru margir sem skella sér strax á akreinina lengst til vinstri og halda sig þar, þangað til vegurinn þrengist eftir að keyrt er
framhjá Smáralind.
ég get endalaust pirrað mig á þessu.


Ahh... það er rétt. Ég get vel skilið að þú sért pirraður yfir þessu. Persónulega finnst mér ekkert meira pirrandi en okkurat þetta. Stundum virkar að keyra í skottinu á bílnum eða blikka ljósunum. :wink:

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/