bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Næsti BMW M3 fær rafmótora https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=69101 |
Page 1 of 1 |
Author: | BjarkiHS [ Mon 17. Aug 2015 17:07 ] |
Post subject: | Næsti BMW M3 fær rafmótora |
Hvað finnst mönnum ? [url][/http://www.visir.is/naesti-bmw-m3-faer-rafmotora/article/2015150819162url] |
Author: | ppp [ Mon 17. Aug 2015 17:53 ] |
Post subject: | Re: Næsti BMW M3 fær rafmótora |
Óumflýjanlegt, og í raun gott -- hinsvegar er ekki hægt að neita því að þegar bílarnir verða allir orðnir 100% rafmagn, að þá verður ákveðin fjölbreytni farin úr þessu sporti held ég. Það er svo mikill karakter í brennsluvélum, þær eru svo mikið meira en einhver kílóvattatala. Svo ég tali nú ekki um túnið, spurning hvort það verður almennt eitthvað raunhæft? |
Author: | BjarkiHS [ Mon 17. Aug 2015 20:04 ] |
Post subject: | Re: Næsti BMW M3 fær rafmótora |
Sammála með karakterinn.. Ég held að þessi raf aðstoð auki snerpu og sé góð að því leitinu til. Svo vona ég nú að brunahreyfillinn hverfi ekki alveg á meðan ég lifi ![]() |
Author: | bjahja [ Tue 18. Aug 2015 20:04 ] |
Post subject: | Re: Næsti BMW M3 fær rafmótora |
Þetta er bara jákvætt, það er hægt að nota rafmagnið rétt, eins og LaFerrari/P1/918. Ef menn líta á hlutina raunsætt, þá er ekki langt í að bílar hætti alveg með sprengihreyfla, enda ef maðu spái í það þá eru það frekar fornaldarlegt. En þeir munu alltaf lifa áfram í gömlu bílunum og eflaust einn og einn oldschool smá framleiðandi en það er bara þannig að það eru ekki mörg ár í að allir bílar verði rafmagns. Þá þarf bara rafmagnsframleiðsla í heiminum að verða betri (fyrir utan ísland þeas). Væri kjánalegt að keyra rafmagnsbíla flota á rafmagni búið til úr kolum. |
Author: | fart [ Wed 19. Aug 2015 08:19 ] |
Post subject: | Re: Næsti BMW M3 fær rafmótora |
Síðasti séns að tryggja sér góðan ekki of nýmóðins bíl með eins stórum NA mótor og hægt er ![]() |
Author: | rockstone [ Wed 19. Aug 2015 09:34 ] |
Post subject: | Re: Næsti BMW M3 fær rafmótora |
bjahja wrote: Þetta er bara jákvætt, það er hægt að nota rafmagnið rétt, eins og LaFerrari/P1/918. Ef menn líta á hlutina raunsætt, þá er ekki langt í að bílar hætti alveg með sprengihreyfla, enda ef maðu spái í það þá eru það frekar fornaldarlegt. En þeir munu alltaf lifa áfram í gömlu bílunum og eflaust einn og einn oldschool smá framleiðandi en það er bara þannig að það eru ekki mörg ár í að allir bílar verði rafmagns. Þá þarf bara rafmagnsframleiðsla í heiminum að verða betri (fyrir utan ísland þeas). Væri kjánalegt að keyra rafmagnsbíla flota á rafmagni búið til úr kolum. af einhverri ástæðu tel ég að ALrafmagnsbílar séu ekki framtíðin, en kannski er það bara óskhyggja ![]() |
Author: | íbbi_ [ Wed 19. Aug 2015 23:35 ] |
Post subject: | Re: Næsti BMW M3 fær rafmótora |
pointið sem bjarni kemur með er mjög valid, áður en rafmagnsbílarnir taka alveg við þá verður að koma eitthvað annað til sögunar en kolabrennsa til að framleiða rafmagnið á þá. endalok bensínmótorsins í því formi sem við höfum kynnst honum er öllum sem sjá vilja óumflýanleg, ég held að alls konar útfærslur af plug in hybrid eigi að taka yfir á næstu árum, þar sem bensín eða diesel mótor er notaður sem ljósavél nánast, eða hleðslutæki. það er svo annað mál að maður mun gráta bensínmótorana, þeir eru órjúfanlegur partur af bílnum fyrir mér. en sem betur fer verða þeir enn til í eldri bílum meðan ég lifi, ég hef alltaf lúmskt gaman af því að eiga einhvern mesta holdgerfing "gamla heimsins" með stæðstu fjöldaframleiddu "passenger car" vél allra tíma, þar sem allt er notað í óhófi, eitthvað sem verður aldrei framleitt aftur |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |