bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E46 afturdekk að nuddast í bretti.
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=69000
Page 1 of 1

Author:  oskarso [ Sun 19. Jul 2015 15:27 ]
Post subject:  E46 afturdekk að nuddast í bretti.

Góðann daginn, ég er með 2004 E46, var á vetrar dekkjum sem eru 16x7 og 205/45/17 dekk undir þeim, fékk með E46 M3 felgur, 18x8 og 225/45/18 að framan sem virkar fínt og 18x9 og 245/35/18 að aftan en þegar ég er að keyra á ca. 90-100 kmh og það er eitthvað sig í veginum þá nuddast dekkin aðeins í brettið, gerist báðum megin en helst hægra megin og bara að aftan.
Hann er á Eibach gormum sem lækka hann um 2-2,5 cm að aftan, ég hef verið að googla um og enginn sem lendir í svipuðu vandamáli nema að hjólastillingin gæti verið í rugli?
Ef svo er ekki er þá ekki eina lausnin að rúlla brettið?

Author:  rockstone [ Sun 19. Jul 2015 15:28 ]
Post subject:  Re: E46 afturdekk að nuddast í bretti.

M3 er breiðari bíll heldur en venjulegu e46, þannig það er ekkert skríðið að hann rubbir smá í brettin, ein leið er að láta rúlla brettin.
https://www.facebook.com/profile.php?id ... 88&fref=ts
Konráð hefur verið að rúlla bretti fyrir menn.

Author:  gardara [ Sun 19. Jul 2015 17:39 ]
Post subject:  Re: E46 afturdekk að nuddast í bretti.

Gætir prófað eitthvað af eftirfarandi:

  • Rúlla brettin
  • Mjórri dekk
  • Eiga við camber
  • Hækka bílinn

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/