bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Samlitun á listum
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=6891
Page 1 of 1

Author:  Day [ Sat 24. Jul 2004 18:25 ]
Post subject:  Samlitun á listum

Var að spá með samlitun á svörtum listum á hvítum bíl.
Sá einn 316 compact bíl með listann samlitan bara að framan og aftan og ekki á hliðunum semsagt svartir þar. Svo hef ég séð bíla á netinu með svörtu listana allan hringinn málaða hvíta.

Eru listarnir teknir af og málaðir ? Með hverju þá ? Er hægt að sprauta þá ?
Er kannski hægt að kaupa hvíta lista og smella þeim í ?

Hvað finnst mönnum almennt um samlitun á þessum listum og þá sérstaklega ef bíllinn er hvítur ?

Final info:
Er að spá í þessu fyrir 320, E46 bíl.

Author:  SUBARUWRX [ Sat 24. Jul 2004 18:27 ]
Post subject: 

þeir eru oftast teknir af plastgrunnaðir og sprautaðir,

það eiga öll sprautuverkstæði að geta gert þetta..

Author:  Day [ Sat 24. Jul 2004 18:27 ]
Post subject: 

sigurtor^ wrote:
þeir eru oftast teknir af plastgrunnaðir og sprautaðir,

það eiga öll sprautuverkstæði að geta gert þetta..


Veistu hvað er verið að taka fyrir þetta ?
Eitthvað múlltí cash ?

Author:  Bjarki [ Sat 24. Jul 2004 19:31 ]
Post subject: 

Það þarf samt að vanda sig við þetta og setja mýkingarefni í lakkið. Ætli það eigi ekki við um þetta eins og margt annað að því meira sem menn borga þeim mun betur er verkið unnið...

Author:  jens [ Sat 24. Jul 2004 19:38 ]
Post subject: 

Með að samlita lista á hvítum bílum þá finst mér það þrælflott en þarf ekki að taka speglana með í pakkanum.

Author:  Day [ Sat 24. Jul 2004 19:45 ]
Post subject: 

jens wrote:
Með að samlita lista á hvítum bílum þá finst mér það þrælflott en þarf ekki að taka speglana með í pakkanum.


Jú mér finnst það. En málið með minn bíl er að hurðarhúnarnir og speglarnir eru samlitir. Listarnir eru það bara ekki og eru aldrei orginal held ég. Þannig ég er save með speglana og húnana :)

Author:  grettir [ Tue 27. Jul 2004 19:20 ]
Post subject: 

Ég týndi einum svona lista í vetur og lét sprauta þann nýja hjá einhverju fyrirtæki á Viðarhöfða (gott ef það hét ekki Bílarétting eða Bílaréttingar), í sama húsi og Hebron (skiltið sést frá Select Vesturlandsvegi).
Það kostaði 3000 kall, en það var eitthvað lágmarksgjald inni í því fyrir blöndunina upp á tæpan 2000 kall.

Þetta var mjög vel gert, blöndunin góð og sprautunin hefur alveg haldið sér.

edit
hér er þetta

Author:  Day [ Wed 28. Jul 2004 01:04 ]
Post subject: 

Þakka þér. Mun skoða þetta nánar

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/