bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Smá könnun
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=6817
Page 1 of 2

Author:  Kristjan [ Sat 17. Jul 2004 15:42 ]
Post subject:  Smá könnun

Hvað ertu með stóran bensíntank og hvað kemstu langt að meðaltali á tanknum?

Sjálfur er ég með 80 lítra tank og komst 650 km á síðasta tanki.

450 km af því voru langkeyrsla... 50 km innanbæjarakstur og rest milli heimils míns úti sveit til Akureyrar

Author:  gunnar [ Sat 17. Jul 2004 16:32 ]
Post subject: 

Ég er með 60 lítra bensíntank á 320IA, kemst um 500 á tanknum innanbæjar í rvk.

Author:  Haffi [ Sat 17. Jul 2004 16:53 ]
Post subject: 

40 lítra og fer 400km innanbæjar =)

Author:  gdawg [ Sat 17. Jul 2004 19:45 ]
Post subject: 

25 l tankur og fer um 330 km :)

Author:  Jss [ Sat 17. Jul 2004 20:24 ]
Post subject: 

60 L og hef mest farið 439 L á tanknum, enda set ég yfirleitt frekar snemma á hann aftur. ;) :D

:edit: Þetta er nánast einungis í innanbæjarakstri. ;)

Author:  Svezel [ Sat 17. Jul 2004 20:37 ]
Post subject: 

51l tankur og er að fara svona 350km+ í innanbæjarakstri en svona 400+ í blönduðum

Author:  Dr. E31 [ Sat 17. Jul 2004 21:35 ]
Post subject: 

90ltr tankur en set ekki meira en c.a. 80ltr í hvert skypti sem ég fylli, fer c.a. 380km á 80 ltr. hérna innanbæjar.

Author:  jonthor [ Sun 18. Jul 2004 09:14 ]
Post subject: 

60L, set yfirleitt á hann á milli 50 og 55 L og ég kemst undantekningarlítið yfir 600km á því. En þetta er auðvitað mest allt keyrsla í skólann og heim. (30km þar sem bróðurparturinn er á hraðbraut).

Author:  arnib [ Mon 19. Jul 2004 02:13 ]
Post subject: 

Dr. E31 wrote:
90ltr tankur en set ekki meira en c.a. 80ltr í hvert skypti sem ég fylli, fer c.a. 380km á 80 ltr. hérna innanbæjar.


Holy crap! :shock:

Author:  sindrib [ Mon 19. Jul 2004 08:12 ]
Post subject: 

60L og fer um 500 km innanbæjar
(legacy 2,0)

Author:  arnib [ Mon 19. Jul 2004 10:12 ]
Post subject: 

Minn er að eyða svona 13,5 eins og ég keyri hann...

Honum er nokkuð sama hvernig hann er keyrður, eyðir alltaf svipað.
Hugsa að hann færi niður í svona 12,5 - 13 ef ég myndi vera í sparaksturskeppni, og svona 15 ef ég væri stanslaust á gjöfinni ...

Svo það er um að gera að keyra bara glaðlega, breytir engu :)

Reyndar má hann eiga það sér til varnar að hann er ekki með súrefnisskynjara núna, svo þetta gæti lækkað eitthvað þegar ég klára það dæmi.

Author:  Raggi M5 [ Mon 19. Jul 2004 21:36 ]
Post subject: 

Þegar ég var á M5-inum þá komst ég 400-500km innanbæjar en komst yfir 700km utanbæjar og það var 90l tankur.

Author:  Spiderman [ Mon 19. Jul 2004 21:46 ]
Post subject: 

Set yfirleitt svona 35 lítra á hann og keyri um 400 km 8) Er bara mjög sáttur við það en hins mætti bensínreikningurinn vera aðeins lægri. Var 23k í síðasta mánuði :( og eitthvað annað eins fyrir vinnubílinn 8)

Author:  GunniT [ Tue 20. Jul 2004 01:05 ]
Post subject: 

ég veit ekki alveg en meðaleyðsa á mínum 320i 85 er 12,3 síðan ég byrjaði að mæla (hinsvegar mikil keyrsla út á land...)

Author:  joipalli [ Tue 20. Jul 2004 01:50 ]
Post subject: 

Er að fara svona 450 km á 57-60 lítrum undantekningalaust um 13 lítrara á hundraði á fiatnum 20VT *geisp* :lol:

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/