Angelic0- wrote:
Alpina wrote:
M54B30 er klárlega ekki besti mótor EVER.... frá BMW....
Inngjafarspjaldið.... þekkt vesen með öxulinn í því, EGR draslið, swirl flaps í soggreininni, O2 sensora vandamál og háspennukefli til vandræða...
Allskyns vandamál sem að finnast ekki í M50

En tæki btw ALLTAF well maintained M57 framyfir M54...
Já hvar á maður að byrja...
#1 Til að hafa það á hreinu er ekkert vandamál með öxulinn í inngjafaspjaldinu , ég man eftir að hefur verið skipt um 1 throttle actuator í M54 og það var ekki útaf einhverju öxlavandamáli og það endaði á því að actuatorinn var ekki bilaður.
#2 Það er ekkert EGR í M54, ekki einusinni í ameríkubílunum.
#3 Það er nákvæmlega ekkert vandamál með súrefnisskynjara í M54 og hefur aldrei verið. Það hefur verið skipt súrefnisskynjara vissulega á þessum mótorum en ég man eftir max 4 bílum í heildina og þar af voru 2 með aftari skynjara bilaða.
#4 Háspennukefli voru vandamál þegar þeir hættu með boltuðu keflin og fóru í stungin, það fóru ansi margir bílar af stað með BREMI kefli en BMW skipti framleiðslunni út fyrir BOSCH. En er það ekki bara það nákvæmlega sama og gerðist með M50 þegar hann kom fram á sjónarspilið , fyrsta batchið af háspennukeflum voru mikið til vandræða og höfðu meira að segja svo mikil áhrif að skiptingar fóru í failsafe útaf EEPROM error útaf háspennukeflum. Þar á við keflin sem eru bara merkt "ZUNDSPULE" og með engan framleiðanda en síðan var þeim skipt út fyrir BOSCH og BREMI. Heimildir: BJ Mastermekanik
#5 Það hefur komið slag í DISA flap búnaðinn sem hefur orsakað hljóð.
Ég veit svosem ekki hvaða reynslu þú hefur á viðgerðum á BMW síðustu árin en reynsla mín segir M54 er besti mótor sem BMW hefur framleitt ever með viðhald, power, áreiðanleika og akstursánægju til hliðsjónar.