bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Vörugjöld á varahluti að falla niður https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=67960 |
Page 1 of 1 |
Author: | bimmer [ Mon 29. Dec 2014 21:41 ] |
Post subject: | Vörugjöld á varahluti að falla niður |
Jæja, nú falla niður vörugjöld á varahlutum um áramótin. Eru menn farnir að spá í massainnkaup???? |
Author: | rockstone [ Mon 29. Dec 2014 21:52 ] |
Post subject: | Re: Vörugjöld á varahluti að falla niður |
bimmer wrote: Jæja, nú falla niður vörugjöld á varahlutum um áramótin. Eru menn farnir að spá í massainnkaup???? Það er kannski gott að ég var búinn að plana að panta ekki neitt fyrr en í byrjun næsta árs ![]() ![]() ![]() er þetta staðfest? ![]() |
Author: | srr [ Mon 29. Dec 2014 22:08 ] |
Post subject: | Re: Vörugjöld á varahluti að falla niður |
rockstone wrote: bimmer wrote: Jæja, nú falla niður vörugjöld á varahlutum um áramótin. Eru menn farnir að spá í massainnkaup???? Það er kannski gott að ég var búinn að plana að panta ekki neitt fyrr en í byrjun næsta árs ![]() ![]() ![]() er þetta staðfest? ![]() Staðfest |
Author: | Alpina [ Mon 29. Dec 2014 23:14 ] |
Post subject: | Re: Vörugjöld á varahluti að falla niður |
Er ekki bara um rafmagnsvörur að ræða |
Author: | -Siggi- [ Tue 30. Dec 2014 00:13 ] |
Post subject: | Re: Vörugjöld á varahluti að falla niður |
Það þarf ennþá að borga toll en hann er nú yfirleitt ekki hár og jafnvel engin af t.d ljósum og vélavarahlutum. Hérna er dæmi um stuðara á 50.000 Sundurliðun gjalda: Kódi Lýsing Taxti Upphæð A Almennur tollur skv. tollskrá (A og A1) 7,50 PR 3.750 BV Úrvinnslugjald á pappa/pappírsumbúðir - 15,00kr/kg. 15,00 KR BX Úrvinnslugjald á plastumbúðir - 16,00kr/kg. 16,00 KR XC Vörugjald 15% 15,00 PR 8.063 Ö4 Virðisaukaskattur 25,5% VSK 25,50 PR 15.762 50.000 kr. + 27.575 kr. = 77.575 kr. |
Author: | bimmer [ Tue 30. Dec 2014 00:16 ] |
Post subject: | Re: Vörugjöld á varahluti að falla niður |
Detta ekki 15% út? |
Author: | Danni [ Tue 30. Dec 2014 05:53 ] |
Post subject: | Re: Vörugjöld á varahluti að falla niður |
Eins og ég skil þetta þá detta þessi 15% út um áramótin. Það in turn lækkar líka virðisaukaskatinn þar sem hann er reiknaður á upphæðina eftir vörugjöldin. Lægri upphæð sem sú prósenta verður tekin af = lægri vsk. Fyrir utan að almenna vsk hlutfallið lækkar úr 25,5% í 24% Þannig eftir áramót verður þessi stuðari reiknaður svona (m.v. að reikningsdæmið hjá Sigga hafi verið rétt) 50.000 kr stuðari Sundurliðun gjalda: Kódi Lýsing Taxti Upphæð A Almennur tollur skv. tollskrá (A og A1) 7,50 PR 3.750 BV Úrvinnslugjald á pappa/pappírsumbúðir - 15,00kr/kg. 15,00 KR BX Úrvinnslugjald á plastumbúðir - 16,00kr/kg. 16,00 KR XC Vörugjald 15% 15,00 PR 8.063 Fellur niður Ö4 Virðisaukaskattur 24% VSK 24,00 PR 12.907 50.000 kr. + 12.907 kr. = 62.907 kr. Mismunurinn verður því 14.668 kr. á þessum eina stuðara vegna niðurfellingar almennra vörugjalda og lækkun virðisaukaskatts um 1,5%. Miða þetta við upplýsingar héðan: http://www.fjarmalaraduneyti.is/frettir/nr/18791 |
Author: | gstuning [ Tue 30. Dec 2014 11:25 ] |
Post subject: | Re: Vörugjöld á varahluti að falla niður |
Alpina wrote: Er ekki bara um rafmagnsvörur að ræða Þær eru nú þegar tollfrjálsar og hafa verið til lengri tíma. |
Author: | maxel [ Sat 03. Jan 2015 04:57 ] |
Post subject: | Re: Vörugjöld á varahluti að falla niður |
gstuning wrote: Alpina wrote: Er ekki bara um rafmagnsvörur að ræða Þær eru nú þegar tollfrjálsar og hafa verið til lengri tíma. Uu nei. |
Author: | gstuning [ Sun 04. Jan 2015 12:10 ] |
Post subject: | Re: Vörugjöld á varahluti að falla niður |
Eg hef flutt inn alskyns tolvubunad og vorur og ekki thurft ad borga vorugjold. |
Author: | gardara [ Sun 04. Jan 2015 17:55 ] |
Post subject: | Re: Vörugjöld á varahluti að falla niður |
Það hafa sum raftæki borið vörugjöld, önnur ekki. Getið séð lista hér yfir þau vörugjöld sem voru að falla niður. http://andriki.is/post/105986699229 |
Author: | maxel [ Sat 10. Jan 2015 15:17 ] |
Post subject: | Re: Vörugjöld á varahluti að falla niður |
gstuning wrote: Eg hef flutt inn alskyns tolvubunad og vorur og ekki thurft ad borga vorugjold. Núna veit ég ekki um tölvubúnað eða hvernig gjöldin eru núna eftir breytinguna en rafmagnsvörur í almennum skilningi og sérstaklega í bíla (kveikjukerfi t.d.) hafa borið himinháa tolla. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |