bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW Kraftur óskar eftir mynd á meðlimaskírteini 2015.
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=67770
Page 1 of 3

Author:  Danni [ Fri 21. Nov 2014 19:19 ]
Post subject:  BMW Kraftur óskar eftir mynd á meðlimaskírteini 2015.

Okkur vantar myndir!

Undanfarin ár hafa meðlimaskírteini BMW Krafts prýtt mynd af Bíl Ársins á undan sem kosin var af meðlimum og tilkynntur á árshátíð.

Seinustu tvö ár hefur þetta skipulag klikkað en úr því stendur að bæta á næsta ári. Þetta árið er orðið of seint að skipuleggja árshátíð en okkur langar samt til þess að hafa einhvern íslenskan bíl á næsta meðlimaskírteini.

Við biðjum ykkur um að senda okkur mynd sem þið teljið vera efni í meðlimaskírteini ársins 2015.

Þegar innsendingarfresti líkur þá mun ég útbúa prufu af öllum myndunum eins og þær myndu líta út á meðlimaskírteini og sett inn kosningu þar sem þið veljið síðan myndina sem fer á teinið.

Innsendandi þarf að eiga réttinn á myndinni sjálfur og vera tilbúinn að gefa BMW Krafti eignarrétt af myndinni líka. Með því að senda inn mynd er það talið sem samþykki.

Þið getið sent mér myndirnar í PM eða klikkað hér til að senda e-mail, en látið þá notendanafn fylgja með svo ég viti hver er að senda.

Innsendingarfrestur er til 12. des næstkomandi.

Hér eru síðustu 9 meðlimaskírteini.
Image

Author:  Angelic0- [ Fri 21. Nov 2014 19:30 ]
Post subject:  Re: BMW Kraftur óskar eftir mynd á meðlimaskírteini 2015.

Viltu mynd af seinasta BMW sem að fær Íslenskt bílnúmer 2014 :) hehehe ?

Author:  x5power [ Fri 21. Nov 2014 20:06 ]
Post subject:  Re: BMW Kraftur óskar eftir mynd á meðlimaskírteini 2015.

Er ekki mjallhvit flott í þetta?

Author:  Angelic0- [ Fri 21. Nov 2014 21:03 ]
Post subject:  Re: BMW Kraftur óskar eftir mynd á meðlimaskírteini 2015.

x5power wrote:
Er ekki mjallhvit flott í þetta?


Mallhvít eða Svarthöfði.... Mjallhvít er flott :!:

Author:  Páll Ágúst [ Fri 21. Nov 2014 21:40 ]
Post subject:  Re: BMW Kraftur óskar eftir mynd á meðlimaskírteini 2015.

Sendið bara flottar myndir inn og svo verður bara kosið :thup:

Author:  Angelic0- [ Fri 21. Nov 2014 21:57 ]
Post subject:  Re: BMW Kraftur óskar eftir mynd á meðlimaskírteini 2015.

Get ekki tekið myndir fyrr en 7.Desember.... og engar Íslenskar fyrr en 17.Desember..

Author:  Danni [ Fri 21. Nov 2014 23:59 ]
Post subject:  Re: BMW Kraftur óskar eftir mynd á meðlimaskírteini 2015.

Angelic0- wrote:
Get ekki tekið myndir fyrr en 7.Desember.... og engar Íslenskar fyrr en 17.Desember..


Þurfa ekkert að vera alveg spánýjar myndir. Bara eitthvað flott :D

Author:  bimmer [ Sun 23. Nov 2014 20:17 ]
Post subject:  Re: BMW Kraftur óskar eftir mynd á meðlimaskírteini 2015.

Image

Author:  Dóri- [ Sun 23. Nov 2014 20:18 ]
Post subject:  Re: BMW Kraftur óskar eftir mynd á meðlimaskírteini 2015.

er ekki E30 búið að vera soldið oft :)

Author:  D.Árna [ Sun 23. Nov 2014 21:33 ]
Post subject:  Re: BMW Kraftur óskar eftir mynd á meðlimaskírteini 2015.

Dóri- wrote:
er ekki E30 búið að vera soldið oft :)


x2

Author:  Yellow [ Sun 23. Nov 2014 21:40 ]
Post subject:  Re: BMW Kraftur óskar eftir mynd á meðlimaskírteini 2015.

Dóri- wrote:
er ekki E30 búið að vera soldið oft :)



Nei, E30 er alderi of oft.

Author:  sh4rk [ Sun 23. Nov 2014 22:06 ]
Post subject:  Re: BMW Kraftur óskar eftir mynd á meðlimaskírteini 2015.

Yellow wrote:
Dóri- wrote:
er ekki E30 búið að vera soldið oft :)



Nei, E30 er alderi of oft.

Jú þeir eru búnir að vera svolítið oft

Author:  Danni [ Sun 23. Nov 2014 23:11 ]
Post subject:  Re: BMW Kraftur óskar eftir mynd á meðlimaskírteini 2015.

Skiptir ekki máli hvort það er annar E30 eða hvað. Það sem fær flest atkvæði verður á næsta skírteini :)

Author:  srr [ Sun 23. Nov 2014 23:19 ]
Post subject:  Re: BMW Kraftur óskar eftir mynd á meðlimaskírteini 2015.

Þetta er eins og með sjálfstæðisflokkinn.
Fólk kýs þetta over and over and over and over..... :lol:

Author:  Alpina [ Mon 24. Nov 2014 01:01 ]
Post subject:  Re: BMW Kraftur óskar eftir mynd á meðlimaskírteini 2015.

Danni wrote:
Skiptir ekki máli hvort það er annar E30 eða hvað. Það sem fær flest atkvæði verður á næsta skírteini :)



Akkúrat,,, lýðræði :thup:

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/