bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Söluskoðun ?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=6775
Page 1 of 1

Author:  hjortur [ Tue 13. Jul 2004 11:48 ]
Post subject:  Söluskoðun ?

Sælir

Hvort mælið með því að fara með bíl í söluskoðun á skoðunarstöð eða verkstæði ?

Er að spá í nokkrum mismunandi BMW bílum og vill helst ekki bíla nema að þeir séu skotheldir.

Fara bifvélavirkjarnir betur yfir bílana heldur en þeir á skoðunarstöðvunum ?

p.s

Ef að þið vitið um góða bmw á verði upp að 1.500 þús þá megiði alveg láta mig vita.
Helst 3 línu með 6 sílindra vélinni.

--
Hjörtur

Author:  hlynurst [ Tue 13. Jul 2004 12:08 ]
Post subject: 

Ég myndi telja að þessi bíll sé mjög góður. :)

Author:  force` [ Tue 13. Jul 2004 12:09 ]
Post subject: 

þeir hafa nú alltaf verið mjög ýtarlegir á skoðunarstöðvum í söluskoðun,
bara biður þá um að fara extra vel yfir bílinn fyrir þig eða eitthvað,
rabbar bara við þá strákana.

Author:  hjortur [ Tue 13. Jul 2004 12:14 ]
Post subject: 

hlynurst wrote:
Ég myndi telja að þessi bíll sé mjög góður. :)


ég er einmitt að fara að skoða þennan á helginni.

Author:  arnib [ Tue 13. Jul 2004 12:55 ]
Post subject: 

hlynurst wrote:
Ég myndi telja að þessi bíll sé mjög góður. :)


Og á 18 tommu blingurum!

I ax yoo, Iz i bling?

Author:  Thrullerinn [ Tue 13. Jul 2004 13:14 ]
Post subject: 

hlynurst wrote:
Ég myndi telja að þessi bíll sé mjög góður. :)


Ég held einfaldlega að ég hafi aldrei séð eins vel búinn þrjú línu bíl :-k

Author:  hjortur [ Tue 13. Jul 2004 14:06 ]
Post subject:  bling bling ?

But they´re not shiney ? bling bling must be shiney ?

Allir (venjulegu og þessir upplituðu) heimastrákarnir í hverfinu eru nú allavega á 22"+

Author:  Svezel [ Tue 13. Jul 2004 15:19 ]
Post subject: 

arnib wrote:
hlynurst wrote:
Ég myndi telja að þessi bíll sé mjög góður. :)


Og á 18 tommu blingurum!

I ax yoo, Iz i bling?


Not in that jacket mate :lol:

En já bílinn hans Gunna á 18" AC Schnitzer blingerum er sko málið

Author:  Elli Valur [ Tue 13. Jul 2004 17:38 ]
Post subject: 

mennirnir á skoðunarsöðvunum verða að vera með sveinspróf í bifvélavirkjun til að fá að vinna sem skoðunnarmaður.
þannig að ÉG MUNDI halda að það væri betra eð fara á skoðunnarstöð

Author:  Djofullinn [ Tue 13. Jul 2004 19:17 ]
Post subject: 

Ég fór einhverntímann með bíl í söluskoðun á skoðunarstöð og þeir voru vægast sagt MJÖG góðir! Prófuðu hver einasta takka og allt :)

Author:  iar [ Tue 13. Jul 2004 19:23 ]
Post subject:  Re: Söluskoðun ?

hjortur wrote:
Hvort mælið með því að fara með bíl í söluskoðun á skoðunarstöð eða verkstæði ?


Ég fór með bíl í skoðunarstöðina í Skeifunni fyrir nokkru og var mjög ánægður með hvað þeir fóru vel yfir bílinn. Olían á bílnum var til dæmis mæld með einhverri græju og eins þykktin á lakkinu sem var mæld og svo auðvitað allt annað. Mjög fín yfirferð og góð skýrsla sem maður fær í hendurnar eftir þetta. Það má vel vera að þú fáir eitthvað svipað á næsta verkstæði en ég mæli samt frekar með skoðunarstöðvunum.

Svo má vel vera að það sé hægt að fá B&L til að tékka tölvuna í bílnum líka en það kostar væntanlega einhvern smáslatta. Ég hef heyrt að B&L séu frekar að benda á skoðunarstöðvarnar til að sjá um söluskoðun en að þeir geri það sjálfir. En tölvuaflestur gæti verið möguleiki.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/